Jæja
16.12.2007 | 20:47
Pornodog #1 er farin heim og það er sprungið á pornodog#2.
Þetta var nú heldur undarlegt system, ég blásaklaus í bælinu og svo bara fjörugir ferfætlingar. Steinar kom rosalega seint heim í nótt og ég búin að segja honum,flissandi, frá hundabröltinu. Brandarinn snerist hinsvegar við þegar Steinar kom heim og miðja nótt og rakst á kellingu og 2 hundbjána sem voru fastir saman. Steinar segir að það hafi verið lofthvolpaframleiðsla í gangi, ideal fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir hundum. Hundeigandi glotti mikið þegar "amma" fór að kvarta yfir brölti og brasi.
Rakst á snilldarvef áðan (www.andlat.is) og setti Himma minn inn þar. Athyglissýki.is eða hvað ? Sýnist þessi síða bjóða upp á sniðuga valkosti. Minningu Himma má finna m.a. inn á www.gardur.is
Annars er ég bara eins. Treysti mér ekki í vinnuna á morgun og mun bara nota eitthvað æðruleysi á þetta. Ef þetta fer ekki að lagast þá bið ég elskulegu jólagestina mína að koma hingað snemma á aðfangadag og hjálpa mér að ljúka við undirbúninginn. Ég verð ekki í vandamálum með gjafirnar. Steinunn mín ef illa fer þá hef ég samband og sendi þig með lista jólasveinsins hehe....díll ?
Takk fyrir hlýjar kveðjur. Mig langar að biðja ykkur um að hugsa fallega til hennar Kristínar minnar, ekki verra ef þið vilduð skilja eftir hlýjar kveðjur til hennar. Slóðin hennar er www.daudansalvara.blog.is
Smá meira hundasystem. Ég náði mynd af samföstum hundabjánum í gær, Keli er vandræðalegastur í heimi. Venjulega hefur hann mestan áhuga á ljósi, vasaljós, myndavélarflass....en núna fór hann bara í asnalega kleinu
Athugasemdir
Ó mæ god, sé fyrir mér Sigga Sigurjóns í Spaugstofunni þegar hann var "pornodog" hehe lengi lifir í gömlum glæðum.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:17
Hvar er myndin, á ekki að setja á net?
Láttu þér nú batna í rólegheitunum. Jólin koma, hvort sem er.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 21:50
Þetta er orðið hálfgert phornoblogg.
Annars get ég sagt þér að þegar ég var 13 ára, sá ég í fyrsta skipti tvo hunda fasta saman og ég gólaði á hjálp..... hélt að eitthvað ægilegt hefði gerst. Já, svona var ég nú vitlaus einu sinni.
Anna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:29
já þú hringir bara :)
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.