Smá blues
4.12.2007 | 12:22
Mér leiðist ég.
Hérna er allt í rusli, jólakassar og hundahár. Það mætti halda að einhver hafi sett upp skilti í höfðinu á mér sem á stendur Framkvæmdir bannaðar! Mér leiðist þessi rolugangur í mér. Sem betur fer hefur enginn komið í heimsókn, það er fátt verra en að fá fólk í heimsókn þegar heimilið ber einungis slóðaskap húsmóðurinnar vitni.
Ég sef ekki nógu vel. Ég ákvað að taka ekki töflur í fyrrinótt og í nótt. Mér finnst ekki vera valkostur að sofa bara í lyfjaroti. Þetta gekk alveg hjá mér fyrri nóttina. Í nótt gekk það mun verr, klukkan tikkaði áfram og ég gafst upp og fór fram. Fór inn aftur og þá var hundrass búinn að stelast upp í rúmið mitt. Vildi ekki reka hann svo ég vekti ekki Steinar, þannig að ég svaf svo loksins með stóran hund í fanginu. Það var reyndar voða notalegt, hann er bæði mjúkur og hlýr.
Ég græddi í gær. Sat undir sæng,skítkalt eftir gönguferð í kirkjugarðinum. Steinar stökk út að ná í eitthvað að borða og eldaði hérna eins og herforingi lambafile. Namm namm. Ég hef bara ekki borðað svona mikið í ár og dag held ég. Ef ég ynni ekki vaktavinnu þá myndi ég afhenda honum fastan dag í viku til að elda. Ég er ekkert heima öll kvöld á matartímanum. Verst að Björn missti af þessari snilld. Hann á þvælingi með Arnari besta vin sem birtist hérna óvænt á sunnudaginn, hættur að vera dani. Mikið var ég fegin að sjá hann. Björn búinn að vera hálfvængbrotinn án hans.
Hef þetta ekki lengra að sinni, þarf að upphugsa einhverja leið til að koma mér að einhverju verki.
Ragnheiður sauður, viltu hundskast úr sófanum !!
Athugasemdir
Ég svaf í nokkur á með húsband,Labrador og gólden í mínu rúmi. Er bara með húsband hjá mér í dag.Kirkjugarðurinn er að verða fínn. Mér leið eins og þér líður núna í fyrra. Dofin og frekar áhugalaus. En svo furðulegt sem það hljómar, en þetta lagast. Ég braut um föstu jólarútínuna og það var gott.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:29
Blessuð vertu það er öllum sama nema þær þótt það sé smádrasl. Ef fólk metur mann eftir því hvað maður er duglegur að skúra, skrúbba og bóna, getur það bara átt sig.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:37
Nema ÞÉR átti þetta vitanlega að vera
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:38
Draslið fer ekki að sjálfsdáðum, en skiptir líka engu máli í raun því það sem skiptir máli er að líða vel. Vona að þér fari að takast að sofa.... þekki það hvað svefnleysi fer illa með mann.
Bara smá knús á milli prófalesturs til þín
Kristín Snorradóttir, 4.12.2007 kl. 12:52
Elsku Ragga mín dettur ekki í hug að reka þig upp úr sófanum, það er svo notalegt að hafa allt í drasli,
ekki meina ég nú eins og í þættinum allt í drasli,
en allt að því, síðan tekur maður sig til og skubbar þessu af í einum grænum, búið basta.
Ég kannast við þetta með hundinn, nema við erum bara með einn, pudel af millistærð, en á nóttunni er hann eins og 10 hundar, hann sefur alltaf til fóta svo laumar hann sér á milli í hlýjuna, það er ósköp notalegt þetta eru jú bestu vinir manns.
Húsbangið þitt er snillingur, engillinn minn kann ekki að elda svona mat, en hann sér bara um allt annað, eða þannig.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2007 kl. 14:03
Þú átt erfitt núna elsku Ragnheiður mín en ég er hræddum það sé rétt að svefntöflur virkar ekki alltaf eins og Guðmundur segir.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.12.2007 kl. 14:22
Æ, það er svo erfitt að hafa sig í þrif, þegar hvíldin hefur verið léleg eða engin. Ég þekki það alltof vel þessa dagana. Notaði andvökustundir til að taka smátt og smátt eitthvað, vitandi að ekki yrði um svefn að ræða þá stundina. En til lengdar er þetta lýjandi. Knús til þín og vonandi fer svefninn að komast í lag.
Bjarndís Helena Mitchell, 4.12.2007 kl. 15:03
Smá drasl sýnir bara að hérna og hjá þér býr fólk Það er bara að hinu góða ef þú sleppir einni og einni nótt úr (pillunum) þær hætta yfirleitt að virka eftir ca 10 daga lotu.
Sá yngri er búin að hertaka hana Tínu mína á nóttunni, sakna hennar mikið á nóttunni þegar ég get ekki sofið
Allt þitt fólk er frábært
Knús og klús
kidda, 4.12.2007 kl. 15:06
Það var nú bara fínasta heimili sem ég sá, þegar ég leit inn hjá þér um daginn. Nú skora ég á Steinar og Björn að taka tvo klukkutíma á föstudag eða laugardag..... með þér..... jólalögin í botn og allir að þrífa í smástund.... SAMAN. Það er svo gaman.
Þú lætur mig vita hvort þeir taka áskoruninni.
Anna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:22
Hah, það er nú farið að vera alltaf svo fínt hjá mér núna að mér finnst það eiginlega hálfóeðlilegt...(kannski ekki alveg svo fínt, mætti vera duglegri að þurrka af, moppa og þvo vaskinn)...en ég bý líka alein, Ragnheiður mín!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:56
Þjáist af þessu sama, fæ mig ekki úr sporunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.