Margt skrýtið
30.11.2007 | 11:48
í kýrhausnum þennan morgun, ætli það geti verið að ég sé orðin brúnaþung yfir því að horfa á þingmenn rífast um fjárlög.
Ólafur F á að skila vottorði, ég skil ekki málið og finnst þetta undarleg ósk. Man bara ómögulega eftir að þetta hafi gerst fyrr. Við erum að tala um kjörinn fulltrúa, ekki báðu kjósendur um vottorð þegar þeir kusu hann. Hinsvegar hefur hann oft verið erfiður ljár í þúfu og að mér læðist grunur að það sé verið að reyna að skáka honum til hliðar. En hvað veit ég svosem ?
Svo er hitt og það getur enginn sagt að ég hafi ekki reynt. Það er nokkuð síðan mbl.is var breytt. Ég er búin að reyna að sættast á þessar breytingar með svo opnum huga að ég hef nánast fengið hausverk. Nú er ég samt komin á endann á þolinmæðisspottanum. Mér finnst þessi breyting ómöguleg og mér finnst fréttaflæðið mun minna en áður var, færri nýjar fréttir og svoleiðis. Mbl.is var minn uppáhaldsfréttamiðill. Nú er ég hálfmunaðarlaus.
Sko ég er ekki einusinni geðvond. Sumt bara gengur ekki ofan í mann svona óforvandis.
Ég er enn að horfa á þessa þingmenn og ég bara kannast varla við nokkurn mann þarna, er búið að breyta öllu ? Eða eru gamlir þingmenn orðnir værukærir og nenna ekki að mæta í ræðustól til að tala um fjárlög ? Eða er ég bara farin að tauta og sjá samsæri í hverju horni ?!
Hallast að því síðasta.
Athugasemdir
Ég er ánægð með að Ólafur F. er að koma aftur til starfa. Ég hugsa ýmislegt í sambandi við þetta vottorðs mál. Og mér dettur bara eitt orð í hug Kafbátur. Kafbátur sem kemur vel fyrir, en er í rauninni varúðarfleyta. En því trúir fólk bara ekki fyrr en það rekur sig á. Og svo get ég auðvitað haft rangt fyrir mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 13:38
Ég er alveg sammála þér með mbl.is. Finnst þetta vera orðið hálfgert "sorp"rit. Orðið svona vísis legt í útliti, allt góða flæðið er horfið. Svo eru ekkert nema stafsetningarvillur í fréttunum og fáránlegt orðalag. Mér finnst ég ekki geta treyst þeim lengur.
Sigga (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.