Góðan daginn

ég er búin að skrúbba á mér munninn með sápu enda stóð ég fyrir lygum í gær, barnið steinhætti við að mæta og ég hélt hinu gagnstæða fram. Það er samt minna en sólarhringur í komu þess, gangsetning klukkan 8 í fyrramálið.

Ég hef verið að spá í jólagjafir..sko handa okkur gamla. Það gengur svona sæmilega að spá í það, rúmföt og bækur svona hvað efst á vinsældalistanum á meðan styttur og svoleiðis dótarí er eiginlega neðst. Ég leit við á www.visir.is og þar fann ég það sem ég vil EKKI í jólagjöf og það er amk ágætt að vera komin með lægsta punktinn í þá áttina. Það myndi vera þetta hérna .

Fiskurinn virkar ennþá, allaveganna er skapið ágætt....ja að flestu leyti nema símadruslan mín tók upp á að hringja,kannaðist ekki við númerið og þá stundum ansa ég ekki. Ég er sannfærð um að símar eru af hinu illa.

Hér er stilla og hvuttar nota það í ystu æsar, opið út í garð og þeir valsa um hæstánægðir. Gleði mín er að fjara út, það kemur svo kalt inn...!

Ég fletti jólablaði áðan en náði ekki nema helming, þá fannst mér umstangið ætla að æra mig alveg. Jólin mín eru friðsæl og snúast um að sitja saman með þeim sem til næst af familíunni. Þau snúast ekki um brjálaðar hreingerningar (hreingeri á vorin) baka sautján sortir (kaupi 2-3 í búð) og annan trylling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

áttirðu 13/13 ?  það var einhver voða sótthreinsandi sápa hér í denn

krílið lætur ekki stjórna sér, hefur fundið á sér að það væri kaldar þarna úti en "inni"   knús

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.11.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, þá verð ég að skila jólagjöfinni þinni, dem,dem.

Góðan daginn annars, ég fékk alveg jólafiðring við lestur á blaðinu í morgun.  Svo gaman.  En auðvitað snúast jólin um rólegheit og það er um að gera að láta ekki stressið ná tökum á sér.

Smjúts á þig í dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lægsti punkturinn..ég segi bara...ÚFF...þetta er sko síðasta sort !

En ótrúlega reffilegur þessi hálfníræði í hinni fréttinni...

Segi það sama og þú um jólavesenið á löndum mínum mörgum...mín jól eru friðsæl, fyrst og fremst...

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá ekki þetta með gangsettninguna, og var að reyna að hringja í heimasímann þinn, til að fá fréttir.  Svara í símann kona. 

Sara mín er eimitt svo hrædd um að hún gangi með fram yfir, eða það sem henni finnst verra, að hún eigi rétt fyrir jól (er sett á jóladag).  Vesen.  En svona er lífið þegar fólk getur ekki planað barneignirnar almennilega

Sollan verður fegin að eiga þetta að baki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 15:00

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég var ekki heima kæra frú Jenný...og verð svosem ekki mikið heima í dag. Er í startholum að þjóta út að leysa rúmlega ársgamalt mál sem ég vissi ekki um einu sinni, það vill til að það er einfalt mál

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband