Svaf

eins og steinn. Tók samt bara hálfa svona pillu, ég er svo rög við pillur að það hálfa væri nóg. Ég man að ég rumskaði eitthvað aðeins í nótt en miðað við veður og háttalag hunda um nótt þá hefði ég átt að vakna miklu meira.

Steinar sagði að það hefði verið svo mikið slagveður þegar hann setti þá út að pissa í morgun að Lappi hefði snúið við í dyrunum.

Annars er ekkert að frétta. Ekkert barn komið það ég veit og dagurinn verður nokkuð annasamur hjá mér. Hann inniheldur m.a. jarðarför, vinnu og afmæli.

HAUKUR TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að þú ert farin að sofa betur.  Knús inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Marta smarta

Gott að þú gast sofið.  Þær hjálpa pillurnar.Svefninn græðir mein segir gamla fólkið, og við trúum því bara líka.Ég á 2 dætur fæddar 28. nóvember og þær eru til fyrirmyndar svo ég mæli með þeim degi fyrir litla angann þinn að koma í heiminn.Vonandi eigið þið góðan dag.

Marta smarta, 23.11.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að vita að þú gast sofið, vonandi kemur heilsan og sálarlífið þá smátt og smátt.  Góða helgi mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 13:13

4 identicon

Gott að þú gast sofið. Sýnist að þú hafir mikið að gera í dag og eins gott að hafa í það sæmilega orku.

gangi þér vel.

Gunna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband