Fyrirhugaður letidagur

breyttist í eitthvað allt annað...fórum fyrst upp í garð til Himma í sólinni til að kveikja á kertinu hans. Það tókst en eyrun duttu nærri af okkur...brrrrr...Það er búið að færa honum ýmislegt, blóm og kerti, nammistaf og hvíta dúfu. Ég keypti 2 ljósker í dag en á eftir að fara með þau til hans.

Við fórum svo með Bjössa í Ikea ..ætluðum að kaupa eina afmælisgjöf og kíkja eftir heppilegu borði undir flatskjáinn hans Bjössa. Það endaði með því að mamman keypti stóran flottan sjónvarpsskáp fyrir barnið sitt Whistling 

400x400_90113677

Annars keyptum við ýmislegt smádótarí í leiðinni, kerti og blóm, fat í eldhúsið og kubb fyrir hnífana...Já svo fékk Bjössi sér stól til að sitja í fyrir framan sjónvarpið sitt.

Þeir feðgar eru nú að versla eitthvað í matinn og hlakka til að fá heitan brauðrétt ala Sigga systir.

Það er verið að sýna myndir frá þessum hörmulega bruna fyrir norðan, þetta er alveg skelfilegt. Vesalings fólkið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Jæja þá erum við búin að borða vel kryddað lambakjöt sem allir voru sáttir með... Vona að það sama sé hjá þér að þið séuð öll búin að borða vel.

en í sambandi við brunann þá er þetta næsti bær við þar sem foreldrar mínir búa og þetta var víst skelfilegt.  Allir eru enn í losti. En það var líka brjálað veður og það var það sem skifti sköpum skilst mér. Systir mín og mágur bjuggu á Völlum Svarfaðardal  en það er kirkjujörð og fyrir nokkrum árum rétt fyrir jól var nýbúið að gera alla kirkjuna upp en þá kviknaði í henni og hún fuðraði svona upp og hvasst líka en sem betur fer eins og í þessu tilfelli af íbúðarhúsum...

Svo lentu þau aftur í að brann þar sem þau búa núna ( Landeyjum) 2 dögum fyrir jól vélaskemma og allt brann sem þar var inni. það kviknaði líka út frá rafmagni. En sem betur fer varð ekki manntjón í neinum af þessum skiftum. En dýrin manns eru jú stór partur af manni sama hvað dýr það eru.

Agný, 18.11.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er hún Solla þín ekkert komin með verki??  já, það er skelfilegur þessi bruni, aumingja bóndinn var gráti næst í frétttunum.  Hræðilegt líka að blessuð dýrin brunnu inni. Kveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar....

Ég held að Solla mín ætli bara að vera með bumbu, það er ekkert að gerast í bumbunni.

Ragnheiður , 18.11.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: kidda

Ég dáist af ykkur að hafa farið í Ikea, hef komið tvisvar í nýju búðina og það mun þurfa mikið til svo að ég nenni að fara þamgað aftur.

Þessi bruni var skelfilegur, aumingja kýrnar og fólkið á bænum.

Þessi bumbubúi ætlar greimilega að hafa sína hentisemi á fæðingunni

kidda, 18.11.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta tekur alltaf tíma Ragga mín, fyrir börnin að leggja af stað í heiminn og þegar konur eru komnar á áætlaðan dag verður biðin löööööööng.

Flottur skápur, annars má ekki fara í Ikea þá kemst maður að því að manni vantar rosalega marg sem maður hafði ekki hugmynd um áður en lagt var af stað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband