Hugarorka óskast

Solla mín er komin á tíma í dag en draumurinn hefur verið að fá litla barnið á morgun, á afmælisdegi elsku Hilmars okkar. Svo er að sjá hvernig það gengur.

Ég var að skoða það áðan en amma mín dó í fyrra, 18 nóvember. Við vorum ekki nánar hin seinni ár,hittumst bara ekki neitt. Mamma dó 30 nóvember fyrir tæpum 5 árum. Þessi mánuður er frekar spes. Haukurinn minn (www.siggahilmars.blog.is) á afmæli 23 nóvember. Þann dag átti líka Hjördís föðursystir líka afmæli en hún lést 1983. Ég man ekki eftir meira veseni í þessum mánuði...en Solla er að reyna að laga til þennan mánuð.

Nú megið þið reyna að senda henni hugskeyti, ja eða barninu, svo það fari nú að drífa sig að hitta ömmu sín. Amma er ómöguleg í að bíða.

Karl minn var svo góður í gær að hann ryksugaði fyrir mig. Ég veit ekki hvort það hafði eitthvað að segja að ryksugan var á miðju gólfi eftir að ég varð að bjarga glerbrotum rétt áður en ég fór í vinnuna í gær. Kelmundur knúsibolla man aldrei eftir því að hann er með skott sem slær allt niður þegar mikil gleði er í boðinu. Á ekki mynd af skottinu en hérna er mynd af honum sjálfum.

Keli 023

hann er hálfbjánalegur þarna greyið enda kominn í meiri fatnað en hann er vanur. Svo sjást fatalepparnir af honum þarna til hliðar. Myndasmiðurinn (Björn) hefur ekki alveg haft rænu á að taka til áður en hvutti var myndaður. Hehe ég má þakka fyrir ef kellurnar í allt í drasli mæta ekki bara !

Hugur minn hefur verið hjá æskuvini mínum. Hans spor og konunnar hans eru hörmuleg um þessar mundir. Þau eiga lítinn gutta sem er fárveikur, blessað barnið. Ég skil kannski ekki sporin sem þau eru í akkúrat núna enda Himma svipt frá mér eins og hendi væri veifað, enginn undirbúningur eða neitt....bara hviss....og Himmi dáinn ! En það er sama, ég finn sársauka þeirra og bænir mínar eru hjá þeim.

Eins og þið sjáið við fyrri færslu þá á ég bestu krakka í heimi, það er engin spurning. Þau umbera mig, þau taka ekki einusinni nærri sér þegar mamman er að röfla yfir því að vilja ekki vera hérna. Þau skilja mig og vita að mamma kemur svo til baka fyrir rest. Sem betur fer get ég tjáð mig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum misskilningi, þau eru best í heimi og þau hafa líka misst gríðarmikið. Himmi var samnefnarinn, gleðigjafinn og prakkarinn og það var hægt að tala við hann um allt. Á morgun verður skarðið mikla, þau geta ekki hringt í hann. Mamma væri búin að hringja í hann núna til að spá í hvað ætti að gera á afmælinu. Nú er mamma ráðalaus...

smáviðbótarfærsla:

Þeir í Reykjavík síðdegis eru alltaf með mola um hvað gerðist á þessum degi fyrir svo og svo mörgum árum. Í dag var það þennan dag 1985 var vitlaust veður og ég brosti...Það var svo brjálað veður þegar ég var að reyna að komast á fæðingardeildina til að eiga Himma að við Gísli urðum að fara í steypubíl á fæðingardeildina. Hann kom hér aðeins í kvöld og ég minnti hann á þetta, hann skellihló að minningunni. Mér er hinsvegar minnisstætt hversu hastur steypubíllinn var...en það er sama. Himmi kom í heiminn og náði að lifa sinn fyrsta sólarhring þrátt fyrir slæm mistök ljósmóðurinnar sem urðu til þess að það þurfti að vaka yfir honum fyrstu sólarhringinn. Hún gaf mér eitthvað verkjalyf sem ekki á að gefa nema það sé ákveðið langt eftir en hún gleymdi að tala við mig áður. Ég var alltaf skotfljót að eignast krakkana og Hilmar var nr 3 í röðinni þannig að ég vissi það að hann yrði ekki lengi að mæta á staðinn. En allt fór þó vel að lokum,fram til þessa voðadags 19 ágúst sl.

Í tilefni afmælis hans þá myndi ég þiggja að fólk yrði duglegt að kvitta og líka kveikja ljós á síðunni hans sem er hér til hliðar. Hérna eru líka fleiri nátengdir Himma eins og Solla systir hans, Heiður hin mamman hans og Sigga móðursystir hans. Á okkur öll hafði Hilmar merkileg áhrif og hefur enn og mun hafa um ókomin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 15.11.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég skal senda alla mína hugarorku í von um að ömmubarnið komi í heiminn á morgun.

Keli er krútt

Huld S. Ringsted, 15.11.2007 kl. 18:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er hér með lögst í hugskeyti á Solluna.  Drífa sig, drífa sig.  Takk fyrir yndislega færslu

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hugsa til þín vegna afmælisdags Himma.... og eins vegna væntanlegs ömmubarns.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.11.2007 kl. 18:46

5 Smámynd: Solla

Hæhæ blogg vinir hennar mömmu, það væri nú fínt að vita ef einhver lumar á góð húsráði til að plata krílið af stað í heiminn.

Solla, 15.11.2007 kl. 19:35

6 identicon

Fullt af hugarorku til Sollunar þinnar

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:57

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Út að labba með skvísuna, ekki verra að taka nokkrar syrpur upp og niður stiga. Þetta hjálpaði mér á sínum tíma. Sendi alla mína hugarorkustrauma til Sollu. Knús á ykkur öll

Bjarndís Helena Mitchell, 15.11.2007 kl. 20:52

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð ráð, humm. Þvott þvotta,skúra gólfin og ryksuga, þurrka af öllu og vera að helst fram á nótt, fara í rúmið svona tvo og vera þá búin að gera allt spikkk and  span og þá byrja hríðir í fyrramálið, svo svona um miðjan dag á morgun kemur krílið.  Ef ekkert verður samt búið að ske kl. 10 í fyrramálið skaltu drekka laxerolíu, standa svo upp við vegg og stiðja þig við, sveifla svo fótunum (einum í einu) fram og til baka 100 sinnum á löpp, ef ekkert af þessu virkar mundi ég bara labba í áttina að fæðingardeildinni og láta sprengja einn belg, annars er svo merkilegt með þessi börn, þau koma þegar þau koma

kveiki á kerti fyrir elsku Himma þegar ég vakna á morgun og læt loga allan daginn, fylgist svo með hérna á blogginu hvernig gengur með fæðinguna.   

                Baby                 candlesCustom Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:57

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er aflögufær um orku .... sendi hana núna.   

Anna Einarsdóttir, 15.11.2007 kl. 21:21

10 identicon

Hm .. sendi ömmubarninu hríðastrauma, mæli með laxerolíu í tropí, ekki gott en virkar. Svo er líka bara spurning um að leifa Hilmari að eiga sinn dag, og ömmubarninu sinn.

Elsku Ragga mín, þú kemst í gegnum þetta eins og allt. Þú ert svo mikill dugnaðarforkur.  Yndisleg færsla, ég fann mikinn samhug með ykkur.  Þú ert yndisleg.

Knús á þig, ..

Fylgist spent með fæðingu ömmudraums.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:23

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég hugsa til ykkar allra og veit að það eru erfiðir tímar og vona að þú fáir kraft til að komast í gegnum erfiðan morgundag  Ég var að kveikja ljós hjá Himmanum þínum og bað hann um að passa þig elsku Ragnheiður,góða nótt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:55

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég á hugarorku aflögu og sendi hana á solluna,skiljum ekkert í þessari kertasíðu því annars væru nokkur frá mér á kertasíðunum og ég eins og hinir hér fylgist spenntur með hvernig þetta endar,koma svo Solla.

Magnús Paul Korntop, 15.11.2007 kl. 23:17

13 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sendi Sollu alla mína hugarorku með von um að barnið komi á morgunn það væri bara til að lift upp þessum erfiða degi upp....

Ég er búin að kvíða svo fyrir þessum degi tárast og tárast yfir því að fá ekki að heyra í honum Himma mínum þetta verður erfitt ég og krakkanir ætlum að fara til Himma bróðir á morgunn í kirkjugarðinn ég veit að það verður erfitt...hann var svo bestur.

Svo eitt að lokum Ragga við vorum úti að keyra með litlubörnin um daginn og keyrðum framm hjá steypustöðinni og þá fór Gísli að segja þeim frá því að þegar Himmi fæddist þá var svo vont veður að það þurfti að keyra Röggu á steypubíl og bílasellu kallinn á heimilinu vildi vita hvort að Röggu fannst ekki gaman í steypubílnum....þetta hefði getað komið frá Himma.

Knús og kveðja til ykkar allra og sérstaklega til Sollu. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.11.2007 kl. 23:39

14 Smámynd: kidda

Er búin að vera að senda allt sem mér dettur í hug til Sollu og þar sem við erum svona mörg þá hlýtur eitthvað fara að ske. Nema að litla krílið eigi bara alls ekki að koma á morgunn, heldur annan dag. En ég vona samt að hann/hún komi á morgunn 16.nóvember 2007.

Sendi ykkur öllum sem saknið Himma góða strauma

Knús og klús

kidda, 16.11.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband