Mér ofbýður

Inn á www.visir.is er frétt með fyrirsögninni ; Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð. Þarna er verið að fjalla um þessa hrottalegu naugðun sem átti sér stað í miðborginni um helgina. Það er viðvörun í fréttinni enda lýsingarnar alveg skelfilegar.

Mennirnir tveir eru samkvæmt þessari frétt Litháar. Skemmst er að minnast annarrar naugðunar sem átti sér stað á Selfossi, þar var um Pólverja að ræða.

Það er þetta með skemmdu eplin....hvað á til bragðs að taka ?

Við konur á virðulegum aldri vitum vel að ekki eru allar nauðganir kærðar. Hversu langt eigum við að leyfa þessu að þróast ?

Þið vitrari en ég, er beðið um sakaskrá þegar fólk kemur hér til langdvalar, vinnu eða slíks ?

Hvað dettur ykkur í hug að hægt sé að gera ? Ég frábið mér bull um stutt pils eða að konur eigi ekki að drekka vín

 

PS

smá viðbót, ég veit að íslenskir karlar nauðga líka. Þessi færsla er skrifuð með nokkru hraði, er að svíkjast um í vinnunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér vitanlega er EKKI beðið um sakaskrá, þegar þetta fólk kemur til landsins. Það ætti að vera skilda hjá starfsmannaleigum og öðrum sem ráða útlendinga i vinnu að láta viðkomandi framvísa sakavottorði. Ef það er ekki hreint,  á viðkomandi að fá frímerki á afturendann og vera sendur úr landi..

Það er LÖNGU  tímabært að skoða hverjum er sleppt inní landið til dvalar.

AnnaS (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þetta er ógeðslegt,ég var að lesa þetta inn á vísir og það er hrikalegt hvernig þeir fóru með konuna.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.11.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Ragnheiður

Er það ekki ? Verðum við ekki að fara að hugsa um hvað við erum að gera ? Ég hef takmarkaða trú á að þessir vandræðamenn séu með hreina sakaskrá og svo bitnar þetta á fjölmörgum heiðarlegum mönnum sem koma hingað og vinna.

Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: kidda

Þetta var ekki geðsleg frásögn.

Datt nú bara í hug á meðan ég las þetta hvort þessir viðbjóðslegu aðilar haldi að þetta sé í lagi, því sárasjaldan sé kært og dómarnir stuttir ef það er kært. 

Annars er löngu kominn tími á að vingsa úr hverjir koma hérna og hverjir ekki. Við höfum nóg með okkar úrhrök, þó við séum ekki að fá fleiri annars staðar frá.  

kidda, 14.11.2007 kl. 18:37

5 identicon

Sammála Önnu S.Íslendingar nauðga líka og brjóta af sér en ég sé svo sem ekki ástæðu til að flytja afbrotamenn inn. Þeir útlensku íslendingar sem ég þekki eru frábært fólk eins og við flest. En ég á von á því að einhverjir RÉTTLÆTISSINNAÐIR AÐILAR rísi upp og mótmæli því að fólk sem kemur hingað til að vinna eða búa alfarið hér sýni sakaskrá. Þeim gæti SÁRNAÐ.(útlendingunum eða einhverjum fyrir þeirra hönd)

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:55

6 Smámynd: Ragnheiður

Ég lenti á spjalli við mann sem hefur mikil samskipti við menn frá austantjaldslöndunum, þeir eru alveg eyðilagðir yfir þessu og eru farnir að segjast vera frá allt öðrum löndum ef þeir eru spurðir.

Um er að ræða lítið brot manna

Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 18:59

7 Smámynd: kidda

Pólskur strákur sem ég þekki segist stundum vera frá öðru landi, sem er ósköp skiljanlegt því það eru margir sem dæma alla eftir fáum aðilum. En hann segir líka að hér á landi séu þó nokkuð margir vafasamir aðilar frá  austantjaldslöndunum. Sem hann og fleiri óttast.

Dönskum glæpaklíkum er ekki hleypt inn í landið, en austantjaldsklíkum er hleypt inn. Og það bitnar á þeim sem eru heiðarlegt og gott fólk sem kemur hingað til að eignast betra líf.

kidda, 14.11.2007 kl. 21:09

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst ekki óeðlilegt að biðja um sakavottorð, þó auðvitað sé hægt að fara fram hjá því, ef vilji er fyrir hendi.  Fólk er beðið um sakavottorð þegar það ræður sig í vinnu þannig að ég sé ekki að þar sé verið að brjóta á neinum.

Auðvitað eru þetta örfáir einstaklingar sem skemma fyrir landsmönnum sínum.  Það er ömurlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 21:40

9 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mikill meirihluti ofbeldisbrota er framinn af Íslendingum. Ekki gleyma því.

Svala Jónsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:50

10 Smámynd: Ragnheiður

Svala hvað stendur neðst í færslunni minni ?

Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 21:52

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrði í útvarpinu í dag að það hefði ekki breyst á síðustu árum hlutfall útlendinga í nauðgunum, en það afsakar auðvitað ekki þessa hræðilegu framkomu mannanna.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 22:32

12 Smámynd: Ragnheiður

nei einmitt Ásdís...svo er hitt sem ég setti inn hjá Jennýu...hópnauðgun og hrottar..ætli séu til tölur um það ?

Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband