Kvöldsaga
14.11.2007 | 00:12
Hún gengur rólega inn heima, það er rökkur í húsinu. Hundarnir fagna komu hennar, eiginmaðurinn bíður rólegur eftir að mesti æsingurinn sé úr hundunum og heilsar sinni brosandi. Hann er alltaf glaður. Allan þeirra tíma saman man hún ekki að hann hafi verið annað en glaður. Þau eru búin að ganga saman veginn í nærri áratug, þau eiga ekki börn saman en áttu bæði börn af fyrri samböndum. Börnin voru 7 en nú eru þau einu færra.
Hún finnur að hún saknar þess að eyða kvöldinu með honum þegar hún er á kvöldvaktinni, það er notalegt að eyða þeim með honum. Hún situr í stærri sófanum og við hlið hennar er stóri hundurinn. Hundurinn liggur á ullar ponsjói sem hann gaf henni í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Hvutti hefur löngu eignað sér þetta enda nokkuð kulvís greyið. Hinn hundurinn hefur lagt undir sig minni sófann en sem betur fer eignuðust þau húsbóndastól í vor sem karlinn getur fengið frið með. Ja amk ennþá.
Þau tala stundum ekki mikið saman, hann er upptekinn af sjónvarpinu en samveran er notaleg og áreynslulaus. Þau hafa ekki verið margar nætur í sitthvoru lagi og finnst það báðum ónotalegt. Hún horfir yfir í húsbóndastólinn, hann situr þar og dottar ofan í bringuna á sér. Hún brosir hljóðlega.
Henni verður hugsað til barnsins síns sem er ekki hér, hugur hennar rifjar upp minningar frá þeirra síðustu samverustundum, síðasta veislan,síðasta brosið. Hún rifjar upp hvert augnablik þegar presturinn kom að segja henni að hún væri búin að missa elsta son sinn. Brosmilda barnið sem umfram allt elskaði sitt fólk og það skein alltaf í gegnum allt hjá honum. Móðurinni var þetta óskiljanlegt. Hún berst við sorgina í þögninni, hún vill ekki raska ró hans. Hann kann engin ráð, hann verður bara órólegur ef henni líður illa. Hann veit ekki hvernig hann á að bregðast við, vanmátturinn er svo erfiður.
Hún leggur tölvuna hljóðlega frá sér og fer inn að hátta. Hún horfir alvörugefin á andlit sonar síns sem horfir á hana til baka af náttborðinu. Hún andvarpar og breiðir ofan á sig. Hún veit hvaða ferli er næst, hún ræðir við sinn Guð í huganum en kemst ekki að neinni niðurstöðu. Enda ef hann hlustaði á hana þá hefði hann tekið hana líka þegar hún margbað um það í upphafi sorgarinnar. Hún byltir sér, örþreytt , fram og til baka. Klukkan skín í myrkrinu og eins og alltaf líða klukkustundir áður en óminnið tekur hana. Hún sefur draumlausum svefni til morguns.
Góða nótt
Athugasemdir
Þetta er falleg en átakanleg saga ,falleg samskipti manns og konu og svo þessi hrikalega sorg við að missa barnið sitt,elsku Ragnheiður ég get ímyndað mér að þessir dagar séu mjög erfiðir, en afmælið að nálgast fljótlega og sporin þín eru þung og sorgin mikil.Ég hugsa hlýlega til þín og góða nótt
Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.11.2007 kl. 00:20
Svo falleg og kærleiksrík frásögn elsku Ragga. Þetta kemur allt smátt og smátt, er ég viss um. Þú ert dugleg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 00:26
Þessi frásögn er bæði falleg og sorgleg
Þú ert heppinn með valið á makanum það litla sem ég man eftir honum var að hann virkaði á mig sem góður gæji.
Vonandi gengur þér vel að sofna í nótt
Knús og klús fyrir nóttina
kidda, 14.11.2007 kl. 00:39
Góða nótt elsku mamma mín, love you 4ever. Reyndu að sofa vel, skal biðja Himma að vaka yfir þér og passa þig
Solla, 14.11.2007 kl. 01:24
Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að þetta væri falleg skáldsaga um ást, sorg, gleði, virðingu, söknuð, mannlegan breyskleika og ótrúlegt æðruleysi.
Allir englar himins vaki yfir þér í nótt elsku Ragga, með Himma fremstan í flokki.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 01:31
Falleg saga sem fjallar fyrst og fremst um ást. Ást á manninum og ást á syninum. En vissulega er sorgin einnig sterk.
Knús Ragga mín og megi allar góðar vættir vaka yfir þér
Dísa Dóra, 14.11.2007 kl. 08:21
Fallega og sönn ástarsaga, ást á syni og manninum sem stendur við hlið þér sem sálufélagi.
Ég trúi því að guð ætli þér eitthvað meira, kannski ertu byrjuð á þeirri leið sem hann treystir þér fyrir, þú hefur jú verið alveg ótrúlega flott í að koma málefnumfanga á framfæri og minna á að þeir eru menn.
Kristín Snorradóttir, 14.11.2007 kl. 09:31
Bestu kveðjur bloggvinkona.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 09:53
Falleg færsla en samt sorgleg, ég fékk sting fyrir hjartað að lesa hana.
Knús Ragnheiður mín
Huld S. Ringsted, 14.11.2007 kl. 10:08
Anna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 11:04
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 11:16
Þetta var yndislegt að lesa, elsku Ragga mín svona eiga sambönd að vera, manni á að fynnast notalegt að vera saman. Snúllan mín þú talar um að tala við Guð þinn, en þú átt líka að tala við Hilmar þinn,
það er hann sem skilur þig best.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2007 kl. 12:21
Æ nú græt ég við frásögn þína. Elsku Ragga, guð tók ekki móðurina afþví hún á að gera svo marrg og á fleiri börn. Hvað get ég sagt. Ég skil ekki lífið en ég finn til með þér. Guð veri með þér. Auðvitað á sorgin efiir að koma upp öðruhvoru eða jafnvel er hjá þér altaf en þú ert líka mjög dugleg og æ bullið í mér fyrirgefð
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2007 kl. 16:53
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.11.2007 kl. 19:03
....
ókunnug..... (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:30
Úff tárin hrundu við þennan lestur
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:08
Yndisleg saga, vel skrifuð og sorgleg ... góða nótt, elsku Ragga.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.11.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.