Umburðarlyndi

er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fólk sem sér út fyrir sitt eigið sjálf og óttast ekki að umgangast það sem er því ókunnugt.

Ég les oft spjallið á Barnalandi. Undanfarið hef ég séð meira fjallað um eineltismál þar, börn verða fyrir einelti í skólum. Það minnir mig á vesalings Hjalla minn í gamla daga....það sem farið var illa með hann...úff.

Oft eru krakkar lögð í einelti af litlu sem engu tilefni  en stundum sér maður fordæmingu foreldranna ? skína í gegn. Fólk má alveg vara sig á að vera með yfirlýsingar í návist barna...ss um holdafar, gleraugu, fatnað, húsnæði,atvinnu foreldra og svo framvegis.  Börn grípa á lofti það sem sagt er og það getur þróast út í einelti gegn öðrum, fordæmingu. Barnið skilur kannski ekki sjálft hvað er að hjá viðkomandi. Heyrir bara að mamman eða pabbinn tala um viðkomandi fjölskyldu með niðrandi tón. Við eigum ekki að sitja á dómstólum og dæma aðra. Börnum okkar farnast öllum mikið betur ef þeim er kennd manngæska og umburðarlyndi, hjálpsemi og góðvild. Hitt er svo efni í annan pistil að við eigum að huga að okkar minnstu bræðrum og tilkynna slæma meðferð á börnum til þar til gerðra yfirvalda. Við eigum hinsvegar ekki að smjatta á slíkum atburðum í saumaklúbbum.

Mér er alltaf minnisstæð ein vinkona mín, dugleg hannyrðakona. Hún var í saumaklúbb sem var afar vel mætt í, það vantaði aldrei nokkra konu. Einn daginn komst ein konan ekki með nokkru móti. Vinkona mín mætti. Kvöldið fór í að baktala þessa sem ekki kom. Vinkona mín hætti í þessum saumaklúbb, henni ofbauð, og hún saumaði bara ein heima hjá sjálfri sér þaðan í frá.

Orð geta sært herfilega og illt umtal er ekki fallegt.

Í þessum hremmingum öllum þá hef ég sloppið við slíkt hvað varðar Himma...ég hef þó heyrt utan að mér nokkurn kjaftagang en ekkert annað en "eðlilegt" getur talist. Ég hef líka sloppið að mestu við leiðindi hérna, utan þennan eina aðila sem ég lokaði á. Ég reyndar veit hver sá aðili er, eða hvernig sá aðili tengist Hilmari og ég skil biturðina sem hvílir þar á. Að sumu leyti byggðist það á misskilningi en að sumu leyti á broti Hilmars. Hilmar getur engu breytt í dag og ég, mamma hans, ekki heldur. Ég reyni að halda áfram veginn og verð að gera það héðan í frá án hans. Það er vond tilhugsun. Vond framtíð án hans.

Bráðum kemur litla barnabarnið, það er áætlað í kringum 15 nóvember. Ég er farin að standa mig að því að horfa á símann minn, vakna á nóttunni og kíki eftir smsi frá Jóni tengdasyni...Mig hlakkar til.

Loksins er fasteignasalan að hypja sig til að fara að klára sölurnar á íbúðunum sem við seldum í vor ! Það var sko löngu kominn tími til. Þetta átti að klárast í júlí. Mitt dagatal segir nóvember. Við klárum amk aðra söluna á morgun. Íbúðina á Hringbraut. Þar var Hilmar skráður með lögheimili, það stóð á kistunni hans. Hann bjó samt aldrei þar blessaður. Sú íbúð var í útleigu og svo seld. Enginn úr fjölskyldunni búið þar í 2 1/2 ár. Þá lokast bók, mamma og pabbi bjuggu þarna uppi og Sigga systir í kjallaranum sem við keyptum svo og seldum í vor.

Okkar lögfræðingur er að vinna í hinni sölunni. Fasteignasalinn gat ómögulega komið út úr sér hvað við þyrftum að skila af pappírum. Það stendur bílskúr á lóðinni sem er í eigu annars. Þar vantaði eignaskiptasamning. Á því strandar það mál en er í vinnslu. Við áttuðum okkur ekkert á því enda var slíkur samningur ekki með í dæminu þegar við keyptum húsið. Við fundum til þá pappíra og fórum yfir allt og enginn svoleiðis samningur til síðan bara um heimsstyrjöldina síðustu. Ég verð fegin þegar við verðum endanlega laus við allt fasteignasöludæmi, við erum ánægð hérna og ætlum að vera hér.

Nú er ég búin að skrifa allt of mikið Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er svo ynnilega sammála þér með eineltið og þátt foreldrana í þeim málum. það væri nú hægt aðtelja upp dæmisögur um það í allan dag. og við höfum ekki efni á því að setjast í dómarasæti.

Það eru allir jafnir og hvess eiga börnin að gjalda

sem minna meiga sín. Já kjaftasögur þoli þær ekki,

Einu sinni var kona sem kom til mín á stundum,

hafði hún aldrei um annað að tala en hvað aðrir voru vondir við hana, og síðan talaði hún afar illa um annað fólk. Eitt sinn sagði ég við hana: ,,Ef þú getur ekki komið hingað oðruvísi en að tala illa um fólk, þá skalltu sleppa því. Og viti menn hú valdi að sleppa því. og ég var afar fegin.

Gott að alt er að ganga upp með sölurnar.

Kveðjur. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2007 kl. 15:14

2 identicon

Ég þekki einelti af eigin raun. Varð fyrir því í skóla.Það er niðurbrjótandi. Og ótrúleg er grimmd fólks.Og orð særa ekki minna en verk.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:54

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei þú skrifar aldrei of mikið. það er svo gott að lesa hugleiðingarnar þínar og ég er þér alltaf sammála.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.11.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæran pistil, þú færð mig alltaf til að hugsa, sem er í sjálfu sér kraftaverk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 21:36

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

frábær pistill, er algerlega sömu skoðunar og þú með umburðarlyndið, og fólk verður að passa sig á því hvernig það talar heima hjá sér, sérstaklega í áheyrn barna. Vildi að allir bloggarar sæju þennan pistil þinn, mér finnst alltof margir orðljótir í garð annarra í þessum bloggheimi,

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband