Merkilegum áfanga náð
12.11.2007 | 12:11
heimsóknir komnar yfir 500.000. Það var Þórunn sem náði að smellast hérna inn nr 500.000.
Um daginn þegar var verið að fjalla um nýju biblíuna þá var lesin upp texti úr henni. Textinn fjallaði um það hverra væri Guðsríki. Þarna hafði orðalagi verið breytt ögn. En þegar þulið var upp hvað maður mátti ekki hafa gert þá runnu sjáanlega 2 grímur á mig og Björn. Miðað við upplesturinn þá var bara enginn eftir sem mátti erfa Guðsríki. Maður mátti ekki hafa stolið neinu né sagt eitthvað, ekki horft á þetta né hlustað á hitt. ,,Hana nú" segi ég við Björn.,, Þar hentu þeir út Himma" ,,Himma!! þeir hentu út allri fjölskyldunni og öllum sem ég þekki !!" sagði Björn stórhneykslaður.
Þannig fór nú það og nú þorum við Björn ekki að lesa Biblíuna af ótta við að fá það staðfest að okkur verði grýtt út í ystu myrkur þegar þar að kemur.
Nú bíð ég spennt eftir bloggi úr Grindavík til að sjá hvernig þau skemmtu sér á Ladda. (www.snar.blog.is)
Stundum finnst manni nóg komið. Við erum 3 sem vinnum á afgreiðslunni, allar búnar að vera lengi. Ég missti Himma í ágúst en ein sem vinnur með mér missti manninn sinn í október. Hverjar ætli líkurnar séu á 2 slíkum stóráföllum í svona litlum hópi. Það vinna líka 3 kallar þarna í afgreiðslunni. Þetta er ss 6 manna vinnustaður.
Athugasemdir
Því miður þá þá varð ég í morgunn nr 500048 En til hamingju með þessnan áfanga, er ekki annars fagnað þegar svona áfangi næst
Var ekki verið að færa bíblíuna í nútímalegt horf. Sem betur fer þá tökum við ekki alveg mark á því sem þar stendur, alla vega ekki ég.
Ætli það sé þá ekki þannig að enginn kemst inn í Himmnaríkið hjá þessum guði, allt orðið yfirfullt.
Þar sem ég á erfitt með að trúa á tilviljanir í svona stóráföllum þá trúi ég því að það sé einhver tilgangur með þessu. En hver hann er á eftir að koma í ljós
Knús og klús
kidda, 12.11.2007 kl. 12:40
Til hamingju með hálfu milluna. Það munar ekki um það. Ég held að biblían hafi afskaplega lítið með almættið að gera. Ég hef enga trú á að Guð sé svona takmarkaður að hann sé að setja skilyrði fyrir inngöngu í kærleiksorkuna. Ónei. Þá væri hann jafn hégómagjarn og mannfólkið og við betur komin án hans. Úbs, eins gott að maður er ekki inni á síðu hjá einhverjum trúarnöttara
Trúi ekki að tilviljanir séu til.
Knús inn í daginn
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 13:08
Það er satt. Þá væri enginn í Himnaríki. Ég er ekki búin að eignast nýju Biblíuna enn þá, á bara þessu stóru. Ég hlýt að geta fundið þetta í henni.
Ragnheiður , 12.11.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.