Mikið búin að hugsa um trúmál í dag
12.11.2007 | 00:35
eftir að ég leit við á síðunni hennar Heiðu bloggvinkonu minnar.
Hún er þar að fjalla um bænagönguna sem farin var á laugardaginn. Mér fannst bænagönguhugmyndin þrælgóð þar til umræðan kom upp um að henni væri (amk af einum forsvarsmanni) beint gegn samkynhneigðum. Ég hef kannski voðalega vitlausan skilning á Guði en minn Guð sortérar ekki fólk. Hann tekur ekki einn hóp framyfir annan. Það eru nokkrir trúarbloggarar hérna á Moggablogginu. Sumir þeirra eru miklir bókstafstrúarmenn og ég get ekki lesið síðurnar þeirra, ég verð sorgmædd. Samkvæmt skilningi ofsatrúarmanna þá lenda þeir sem fyrirfara sér beint til Helvítis. Það er hugsun sem mér hugnast ekki, ég vil hugsa mér Himma minn í ljósinu. Að ráðast að fólki með orðum eða gerðum vegna þess að viðkomandi er ekki eins og maður sjálfur er alveg fjarri mér. Mér finnst kynhneigð fólks vera þeirra mál og bara ekkert koma neinum hlutum við. Það erum við sjálf sem sköpum sérstöðu þeirra með að útiloka sjálfsögð mannréttindi. Það finnst mér glatað. Ég átti samt ekki sérlega gott með að horfa á auglýsinguna um gönguna, þeir þurftu endilega að birta snöru ! Það hefði frekar mátt birta mynd af kistu.
Nú er ég búin að rausa um allt mögulegt í kvöld, það mætti halda að ég væri geðvond en það er alls ekki málið.
Er maður plebbi ef manni finnst gaman að horfa á Alþingi ? Ég geri það oft, mér finnst ég þurfa að gera það til að fylgjast með hvað er verið að fjalla um þar.
Nú ætla ég að bjóða góða nótt aftur og haska mér í bælið svo ég rjúki ekki upp með blogg óforvandis.
Munið að fylgjast með hver verður nr 500.000.
PS. Ég náði merkilegum áfanga áðan yfir Eddunni, náði að lesa hjá öllum bloggvinunum. Það hefur ekki gerst í ár og dag
Athugasemdir
Hæ Ragga,hvet þig til að skoða bloggið mitt um araba þar kemur ýmislegt fram,kanski fulllangt en áhugaverð lesning.
Magnús Paul Korntop, 12.11.2007 kl. 00:59
Já ég skoða það Maggi.
Ragnheiður , 12.11.2007 kl. 01:04
499865 arg
Takk fyrir góðan pistil. Ég get ekki tekið þátt í þessum nauðsynlegu umræðum (t.d. inni hjá Heiðu) því ég verð svo reið og ill og ég er að fara að sofa.
Góða nótt, þú ert plebbi ef þú horfir á Alþingi og ég líka, geri það oft. Það er dásamlegt að vera plebbi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 02:01
499970. Sammála þér Ragga að Guð dregur ekki fólk í dilka, allir eru jafnir þegar komið er fram fyrir Hann.
Fjóla Æ., 12.11.2007 kl. 08:45
Daginn. Í mínum huga elskar Guð alla menn og konur. En að dæma alla sem að göngunni og tónleikunum komu vegna orða eins mans þykir mér ekki gott. Og reyndar segir það mér mest um þann sem dæmir. Ég er greinilega í hópi ofsatrúaðra,hommahatara eins og gamli biskupinn okkar eftir því sem 2 ekki öfga og ofsa dæmendur rita því við stigum bæði á stokk á Austurvelli. Ég las úr biblíunni og hann bað fyrir landi og þjóð. Ég er sammála Fjólu. Þetta er bara sorglegt.499978
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:56
Ég var númer 500.000 ligga ligga lá.
Ég fylgist reglulega með þér og kveiki ljós fyrir ykkur.
Þú ert algjör nagli og góð og mikil fyrirmynd.
Guð veri með þér og þínum
Þórunn (ókunnug)
Þórunn ókunnug (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:10
Maður er ekki plebbi þótt maður framfylgi áhugamálum sínum, og ég er hjartanlega sammála þér
með trú og ekki trú, ég trúi á það góða í lífinu.
Svo eruð þið ekkert orðin gömul,æði að heyra að þið séuð svona lík. Á mínum bæ er ekki hlustað á þessa músik sem þú nefnir, við erum 0ft með tvíburana hjá okkur og þær hlusta mikið á Japanska tónlist og ég verð að viðurkenna að mér líkar hún yfirleitt vel
þær koma með flakkarann með sér og við hofum á myndbönd og þau eru bara flott,en í bílnum vil ég hafa eitthvað sem heldur mér vakandi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2007 kl. 09:23
Sæl, ég er svo sannarlega sammála þér með þessa bókstafstrúarmenn. En það er best að vera ekkert að láta þá pirra sig. Þeir vita ekkert um hver fer hvert. En ég held að ég viti hvar þeir lendi .
Nú dettur mér eitt fyndið í hug sem tæplega þriggja ára dóttir mín sagði í kvöld þegar ég var að svæfa hana. Hún spurði mig "hvar er pabbi þinn ?" ég sagði "hann er dáinn, hann er uppi á himnum hjá regnboganum." Þá sagði sú stutta voða glöð, "já, í bangsalandi !" Það er nefnilega barnaþáttur á stöð 2 sem heitir bangsaland og gerist bak við regnbogann. En ég var alveg að springa úr hlátri og er mjög ánægð með þessa tillögu að pabbi minn sé í bangsalandi.
Steinvör (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.