Hjónasvipur

mér varð litið í húsbóndastólinn áðan, eftir Edduna. Hárið á honum stóð í allar áttir, honum hundleiddist Eddan eins og mér. Við erum eins, við erum plebbar, hugmyndalaus rykfallin gamalmenni. Okkur leiðist líka nýaldartónlist eins og Sigurrós, LayLow og Barði í BangGang. Okkur tekst ekki að elta uppi skoðanir annarra á þessum nýmóðins fínheitum. Okkur leiðist líka Egill Helgason, okkur er ekki viðbjargandi. Eitt eigum við þó og það tekur enginn af okkur - við kunnum vel við hvort annað.

Ég þarf að finna símanúmer hjá heilbrigðiseftirlitinu. Björn fór í baneitruðum sokkum í vinnuna. Ég neita að kannast við hann ja fyrr en hann er kominn í hreina sokka. Hann og Hilmar voru stundum gangandi eiturefnahasard, ég skil ekki þetta táfýlusystem.

Ég horfi stundum í kringum mig í umferðinni...sjaldan en kemur fyrir. Ég sé marga fyrirtækisbíla og stundum er ástand þeirra svo hörmulegt að ég myndi hugsa mig um áður en ég beindi viðskiptum mínum til þeirra fyrirtækja. Verst fannst mér um árið þegar ég sá bíl frá hreingerningafyrirtæki , svo drullugan að það sá hvergi í réttan lit. Þetta var að sumri til og búið að vera þurrt svo dögum skipti. Enn skartaði bíldruslan tjörudrullu vetrarins. Sko ef maður er með svakalega skítugan bíl þá er hættan sú að maður nuddist utan í hann og skíti sjálfan sig út.

Svo eru það konurnar sem aka um á kolskítugum rándýrum bílum, það er alltaf sorgarsjón. Menn kaupa þvílíkt flottar kerrur fyrir konurnar svo allt sé í stíl og svo er ekkert hirt um draslið ! Sá eina í miðborginni þegar pallbílaæðið reið yfir, hún var nánast á vörubíl og konuræfillinn var að reyna að leggja ferlíkinu. Það gekk auðvitað ekki upp enda miðborgarstæðin ekki gerð fyrir neitt annað en smábíla. Síðast sá ég til ferða hennar inn alla Sæbraut, líklega á heimleið.

Nóg rausað í bili...en bara í lokin. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj já kannast við þessa táfýlusokkaeitrun

Góða nótt ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2007 kl. 23:12

2 identicon

Hvað er táfýla ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús og kreist.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha mikið er ég fegin að þið kunnið vel hvort við annað. Það er stór plús.

Óbrigðult ráð við táfýlu. Sturta góðum slurk af matarsóda í skó. Hrista og dreyfa um botninn. Láta standa yfir nótt. Sturta úr skónum að morgni áður en farið er í þá. Sokkarnir verða að vísu hvítir og hrynur úr þeim fyrstu 2-3 skiptin sem farið er í skóna (eða öllu heldur úr þeim) en það er skárra en fýlan. Endurtakist eftir þörfum.

Galli: er skór eru með saumum utan á þá geta saumarnir litast hvítir.

ég ek um á ódýrum og sískítugum bíl.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góða nótt, knús

Bjarndís Helena Mitchell, 11.11.2007 kl. 23:44

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Músik og aðrar listrænar upplifanir eru persónulegar og það sem eitt finnst gott finnst öðrum síðra.  Það heitir ekki að vera plebbalegur, það heitir að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum tilfinningum.  Það væri vont ef þú og húsband væruð ekki að fíla hvort annað.segi sonna.

Sko hún Jóna hefur ráð undir rifi hverju.  Hún ætti að stofna ráðleggingarmiðstöð

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 23:55

7 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já að minnsta kosti ráðleggingarmiðstöð, þú slóst nú í gegn með þvottavélarviðgerð um daginn á netinu.

Jóna virkar greinilega líka sem símsvari fyrir ákveðin selebs sem svara ekki hálfgerðum nóbodíum sjálf...

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 23:57

8 identicon

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband