Smáblogg

bara til að tala um Eril..eða öllu heldur ánægju mína með þá farþega sem nýttu sér Bonzó minn um helgina. Ég ók sjálf í gærdag og þurfti ekki að  þrífa bílinn áður en akstur hófst. Í morgun þegar ég mætti til starfa þá þurfti ég að þvo bifreið að utan, skiljanlega. Við óðum upp í þvottahús og bifreið var gerð fín að utan. Svo færði ég mig að ryksugunni og ætlaði að ryksuga téðan Benz. Það var bara hvorki korn né arða innan í bifreiðinni. Sama hvar ég gáði. Svona á að ganga um leigubíla.

Hrós dagsins fá farþegar bifreiðarinnar minnar.

Skrifa kannski annan pistil á eftir.

Já ef einhver hefur yfirleitt tekið eftir því þá er ég búin að breyta aðeins stillingum, núna birtast ekki færslurnar mínar á aðalsíðu né í listum. Hingað koma ss bara þeir sem voru með slóðina eða eru bloggvinir.

Hinsvegar eru heimsóknir að nálgast 500.000 og þar af Jenný mín 250.000 hehe....djók..... Miðað við heimsóknartölur undanfarið þá kemur heimsókn nr 500.000 líklega síðdegis á morgun. Þið fylgist með en engin verðlaun eru í boði að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Það hefur örugglega ekki verið Erill sjálfur sem ferðaðist í þínum eðalbíl, hann hefði ekki gengið svona vel um.

711 heimsóknir eftir til að ná 500.000. Best að standa vaktina á morgunn

kidda, 11.11.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta hafa verið fjarskyldar frænkur Erils bara...já það er örstutt eftir í þessa tölu

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

gaman að heyra þetta með bílinn

499411

Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Ragnheiður

Nei vá...þetta verður mun fyrr en ég áætlaði...hmm..

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 21:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

499581OMG en af hverju ertu farin af listum?  Er það ekki ómögulegt?  Þú átt erindi við marga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Ragnheiður

heldurðu það ? ég get ekki séð að heimsóknir hafi minnað neitt við það ?

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband