Sá frétt um daginn sem gladdi mig
10.11.2007 | 23:49
meira en ég get í orðum lýst. Margrét Frímannsdóttir er komin til starfa við Litla Hraun. Ég hef lengi haft mikla trú á henni og veit að hún mun innleyða góða hluti þar, til hagsbóta við þessa menn sem þjóðfélagið hefur sett til hliðar og tekur svo helst ekki á móti aftur þegar þeir koma til baka.
Ég mun enn fresta umfjöllun um málefni fanganna fyrir austan en bráðum kemur Kompás þáttur um þessi mál. Hvenær hann verður sýndur veit ég ekki alveg...það verður áreiðanlega auglýst þegar þar að kemur. Ég veit þó það að drengurinn minn hefði þurft á meiru að halda en hann fékk og þar á ég við sálfræðiþjónustu. Hilmar var ekki þunglyndur, alveg öfugt í rauninni. Hann var manna kátastur alla sína æfi. Aðrar orsakir lágu þarna að baki og mamma skilur, mamma hefur skilið það betur og betur eftir því sem púslin raðast þéttar saman. Elsku kallinn minn....
Samt er ég búin að komast að því að maður lifir slíkan missi af...einkennilegur fjandi samt að komast að því. Ástæða þess að ég hef ekki treyst mér til að aka er sú að í minni vinnu þá bíðum við í ákveðnum stæðum um alla borg eftir því að einhver hringi úr viðkomandi hverfi og vilji fá bíl. Oft er biðin löng og það var það sem ég hræddist. Hvað myndi ég hugsa á meðan, hvernig yrði ég stemmd þegar sendingin kæmi ? Ég þorði ekki að láta reyna að þetta fyrr en núna í þessari viku, ég er orðin nokkuð sjálfri mér lík og nokkuð stöðug. Ég veit samt ekki alveg hvað gerist ef ég lendi í einhverjum leiðindum, ég vona bara að það komi ekki til þess.
Hjalli minn er hálfsambandslaus þessa dagana og mamman verður óróleg...mamma iðar í skinninu og verður taugabiluð. Heyrði í honum í dag og hann er ágætur kappinn...bara sefur og sefur og bíður þess að vera kallaður inn eða hann fái einhver svör úr fangelsismálastofnun með samfélagsþjónustu. Ég skrökvaði að þeim óvart um daginn, ég sagðist alltaf ná í hann. Það var reyndar rétt á þeim tíma. Síðan hefur hann dalað mikið í símsvörun. Ég held að hann sé að vera búinn að fá sig fullsaddan af því að vera ekki að vinna. Hann sekkur inn í sjálfan sig og verður eiginlega þunglyndur af þessu öllu saman...svo renna dagarnir saman í allsherjar vosbúð og rolugang. Hjallinn minn, sæti og góði sem getur svo miklu betur.
Hann er svona gæðablóð eins og Himmi var. Mér er minnisstætt á leikskólanum í gamla daga. Þar var með þeim fjölfatlaður drengur og eitthvert barnið fór að gera grín að honum, vísast í óvitaskap. Hjalti varð svo sárreiður fyrir hönd þessa fatlaða vinar síns að mér ætlaði aldrei að takast að hugga hann. Hann var kominn með svo þungan ekka og þetta ásótti hann í marga daga á eftir. Þessi drengur var svo með Hjalla í skóla í nokkur ár og þeim var vel til vina.
Það tókst vel að fá þá til að finna til samkenndar með öðrum, kannski brýndi ég ekki nóg fyrir þeim að verja sig. Það vefst fyrir mér í dag...eins og allt annað. Það er margt sem ég myndi gera öðruvísi í dag...hellingur. Ég get ekki breytt fortíðinni og nú verð ég að læra að fyrirgefa sjálfri mér. Mér hefur tekist að fyrirgefa öllum úr fortíðinni og nú er komið að mér, ég verð að hætta að dæma sjálfa mig alltaf harðast og neita að fyrirgefa mér og umbera sjálfa mig. Við sjálfa mig losna ég ekki, það er ljóst.
Góða nótt.
Ljósasíðurnar eru í gildi.
Athugasemdir
Góða nótt Ragnheiður mín og ég er mjög sammála með Margréti Frímannsdóttur en hún hefur lengi verið dugleg í málefnum fanga og ég hef mikla trú á henni,ég er eins og þú að því leyti að málefni fanga skipta mig máli og mér er ekki sama hvernig er staðið að þessum málum.Ég vona nú að Hjallinn þinn sé í góðu lagi þrátt fyrir lítið samband.Stórt knús til þín duglega kona
Katrín Ósk Adamsdóttir, 11.11.2007 kl. 00:04
Æi, þú kemur alltaf út á mér tárunum með einlægni þinni og mannkærleika elsku Ragga mín. Góða nótt og dreymi þig fallega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 00:48
Ég var líka mjög glöð þegar ég sá þessa frétt og hef svo mikla trú á Margréti Góða nótt frá okkur hér í Grindavíkinni
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.11.2007 kl. 01:10
Elsku Ragnheiður, hvað þér er lagið að koma við hjartataugar manns, nú fer ég glöð að sofa og sofna vel eftir að lesa pistilinn þinn. Sjálf er ég oft haldin efasemdum um allt mögulegt og aðallega sjálfa mig, það er svo gott að lesa um aðra sem líður svipað og viðurkenna það, eins og þú gerir. Góða nótt, mín kæra.
Ég veit að Margrét mun gera góða hluti fyrir fanga, hún sem er nánast uppalin í þessu umhverfi, þar sem faðir hennar var fangavörður á Litla-Hrauni.
Vona að Hjallinn þinn týni ekki sjálfum sér í grámósku dagnna, það má alls ekki gerast. Kveikjum á sálarkertum handa honum .
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.11.2007 kl. 01:15
Ragga mín það er svo sannarlega rétt hjá þér að það sé kominn tími á að fyrirgefa sjálfri þér. Vona að sú vinna og ferli gangi fljótt og vel fyrir sér núna þegar þú ert búin að ákveða að fara í það
Ef þú þarft stuðning er þér alltaf velkomið að hafa samband - megi allar góðar vættir vaka yfir þér.
Dísa Dóra, 11.11.2007 kl. 07:56
Sendi þér hlýhug og bænir, þú ert mikil hetja.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 09:16
Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 11.11.2007 kl. 10:25
Það er óþolandi að kerfið skuli láta Hjalla bíða í óvissu Skyldi það vera eins með séra Jóninn og venjulega Jóninn í svona tilvikum.
En gott að Margrét komi að málefnum fanga, vonandi mun margt breytast í þeim efnum í framtíðinni.
Það er nokkuð ljóst að þú losnar ekki við sjálfa þig
Við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að við þyrftum að kenna krökkunum okkar að verja sig og bíta frá sér. Við vissum ekki hvernig framtíðin yrði, hvað þá þeirra framtíð. Ef við hefðum vitað það, þá hefðum við örugglega flúið með krakkana upp í fjöll. Þannig að ég vona svo sannarlega mín kæra að þú verðir fljót að fyrirgefa sjálfri þér fortíðina í uppeldismálum Því þar áttu enga sök.
Knús og klús
kidda, 11.11.2007 kl. 11:33
Ég sendi þér ljós elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.11.2007 kl. 11:34
Já það er satt, ég hefði flutt upp í fjöll. Það sem ég huggaði mig við áður í öllu veseni strákanna var að þeir meiddu aldrei neinn. Hjalti er þó meiri nagli en Himmi og lætur ekki vaða alveg yfir sig en Hilmar var alveg meinlaus og því fór sem fór. Bráðum get ég upplýst það betur. Meinleysið hans Himma var eiginleiki sem móður hans þótti vænt um en það kostaði mig son minn á endanum. Það er sárt.
Takk fyrir elskurnar, nú ætla ég að fara að vinna svolítið...
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 11:37
Sæl Ragga mín,gangi þér allt í hagin,þú ert dugleg hetja sem átt allt það besta skilið.
kveðja úr vesturbænum.
Jóhanna E.Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 11:53
Takk Jóhanna mín, gott að sjá þig hérna
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 12:06
Kæra Ragnheiður. Bloggið þitt er alltaf áhuga- og umhugsunarvert, þú ert afreks-bloggarinn minn með meiru, og um leið takk fyrir "kommentið." Ég sé á ofangreindu að Jóhanna vinkona er búin að finna þig:) Eigðu góðan dag.
Ásdís Arnljótsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:16
Elsku Ragga, stundum skortir mig orð til að skilja eftir, ég viðurkenni það fúslega. Bloggið þitt er vettvangur einlægni og hugrekkis.
Mér þykir vænt um þig Ragga mín.
Eigðu góðan dag.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:25
Elsku Ragga, já það voru gleði fréttir með hana
Margréti Frímanns hún er bara flott kona,
og vona ég að hún fái því áorkað sem hún vill.
Heillin mín við verðum að fyrirgefa okkur sjálfum
fyrst og fremst til að geta fyrirgefið öðrum, ég hef lent í þeim pakkanum, það er ekki auðvelt, en það tekst.Þú átt bara flotta stráka, en þú getur ekki bjargað heiminum, alveg sama hvað þú reynir.
Ekki eyða orkunni þinni í það sem þú ræður ekki við,
notaðu hana á sjálfan þig, þá getur þú ýmsu áorkað.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2007 kl. 12:34
Gleymdi að segja þér að ég hefði bloggað um
Litla Hraun og starf Margrétar þar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2007 kl. 12:38
takk fyrir kveðjuna Ragnhildur mín það er aðdánuvert hvað þú ert dugleg að takast á við börninn þín með æðruleysi enda ertu fyrimyndin mín já ég er sammála þér að Margret Frímans mun vinna sitt starf með bríði allavega hef ég trú á henni kv Ólöf
lady, 11.11.2007 kl. 12:50
Það er kominn dagur Ragga mín þegar ég les þessa fallegu hugleiðingu þína.
Já Margrét Frímannsdóttir er sérstök og vona ég að hún geti látið gott að sér leiða í þessum málum því það mun hún reyna.
Gangi þér svo vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.11.2007 kl. 13:18
Er svo sammála þér Ragga Margrét er frábær kona, hún hjálpaði mér og manninum að koma áfangaheimilinu af stað hér í denn og stóð hún sig best af öllum þeim sem lofað hefðu okkur hjjálp.
Mér þykir gott að heyra sæta að lífið er að verða bjartara og auðveldara, mér hlýnar um hjartarætur að vita að það er að birta til hjá þér, vona að hjalli nái að rífa sig upp, skil vel staðinn sem hann er á samt því það er ömurlegt að bíða eftir því hvað fangelsismálastofnun ætlar að gera hvort hún samþykkir eða ekki vona að svo verði.
Þekki þetta vel líka með fyrirgefninguna, ég hef lært einmitt að fyrirgefa öllum öðrum en mér sjálfri hefur verið erfitt að gera slíkt hið sama en ég finn að það er að koma svona hægt og rólega samt alltaf ákveðnir atburðir sem eru erfiðir og sérstaklega hlutir sem snerta börnin mín. Það er okkur mömmunum örugglega erfiðast.
Knús á þig sæta þú ert gull af konu
Benna, 11.11.2007 kl. 13:42
Kær kveðja til þí og þinna
Kveðja Fangavörður
Fangavörður (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.