Rannsókn

á atferli viðskiptavina American Style. Ég sat í rúman hálftíma og virti fyrir mér mannlífið, það hafa örugglega verið rúm 80% viðskiptavinanna of þungir og þar á meðal ég sem beið eftir kvöldmatnum eins og ungi í hreiðri.

Næst ætla ég að sitja fyrir utan grænan kost.

Það skildi enginn pointið í færslunni á undan enda ekki nema von, ég er svo "djúp". Ég var bara að birta þetta vegna þess að enginn gerði það annar .....og ég tel að það hafi verið vegna þess að um konu var að ræða. Þið bara leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér...Wink

Ég hef verið í hrekkjalómaskapi í dag, það var gaman í vinnunni...ja svona að mestu leyti. Húsband einnar bloggvinkonu stóð tvisvar fyrir sjálfstæðum skemmtiatriðum og í annað sinn með aðstoð sinnar flottu frúar.

Nú er ég laus við afgreiðsluna fram að mánudegi en ég þarf að hitta Bonzó á morgun..við félagarnir ætlum að reyna að æfa okkur aðeins meira í vinnunni.

Það er hæpið að ég nenni að blogga meira í kvöld og vil minna á að líta við á síðunni hennar Gillíar og skrifa fallegar kveðjur til fjölskyldunnar hennar. Slóðin er www.gislina.blog.is og svo er hægt að kveikja ljós á kertasíðunni hennar líka og skrifa þar til þeirra. Þetta eru erfiðir dagar hjá þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, vont að vera svona fattlaus, ekki nógu djúp, mótvægi við hvað, elskan mín, bumbuslátt á Selfossi, eða hvað....???

Ég gerði eins og þú minntir á, með glöðu geði , þetta er erfitt líf, sorgin og gleðin eru víst systur, það segja vitrir menn og konur.

Það koma auðvitað allir tággrannir út af grænum kosti, vitaskuld !

Jæja, best að halda áfram með big sleep, Bogart og Bacall

Föstudagsknús

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var maturinn góður?

Sumir eru fæddir skemmtikraftar

Ég fattaði færsluna fyrir neðan, fannst hún reyndar hárbeitt, kommenteraði ég ekki? Farin að gá.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehe það má ekki birtast frétt um að kall sé sýknaður af einhverri óárans vitleysu, þá er bloggað um það á hverri síðu.

Núna var það kona sem var sýknuð (eðlilega) og það sagði enginn neitt um málið....

Ér bara smá grínisti hehe

Ragnheiður , 9.11.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: kidda

æj, núna langar mig í hamborgara eða nautasteik á Style-num

Verður vonandi gaman að vera með Bonzó á morgunn

Hafðu það gott, í nótt í draumalandinu

kidda, 9.11.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta vár góður húmor hjá þér.  Góða nótt og góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 01:29

6 identicon

Ha ?  Nú ég ekki skilja hvað þú talar kona.   Og ekki commentin heldur.  Það er reyndar full vinna að fylgjast með þessum færslum öllum hjá ykkur.  ég hef ekki undan.   Úfffffff

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:02

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert yndisleg

Kristín Katla Árnadóttir, 10.11.2007 kl. 16:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég öfunda þig af því að geta farið á Ameríkan style,

ummm! það er svo gott að borða þar, en það er líka gott á grænum kosti bara svolítið öðruvísi.

kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband