Stundum er maður heillaður

af fólki. Manni finnst það höfða til sín, á margan hátt. Maður dáist að einhverju í fari þess, lífsgleðinni. Þetta fólk þarf maður ekki að hitta til að komast að mannkostum þess. Það er bara frábært fólk.

Það eru margir hérna á moggabloggi sem hafa þessi áhrif á mig. Fólk sem segir frá lífinu sínu í einlægni og kjarki þess sem veit betur.

Í dag tek ég ofan fyrir þessum vinum mínum hérna, góða og fallega fólkinu sem gerir líf okkar hinna bærilegra án þess að vita um það.

Ein þessara merkiskvenna lést í morgun, minning hennar verður ljós í lífi svo margra. Elsku Gillí er látin. Munið kertasíðuna hennar hér til hliðar, þar má setja inn samúðarkveðjur til fjölskyldunnar hennar sem á svo erfitt núna. Megi Guð vera með ykkur öllum.

 

Double lights

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég verð nú bara að segja að þú ert ein af þessu fólki og ég tek ofan fyrir þér

Dísa Dóra, 8.11.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með Dísu, að þó þú hafir gengið í gegnum dimma dali síðustu mánuði, þá hefur þú líka fært okkur sem hingað komum, von og ljós og sýn inn í heim sem alls ekki öll okkar þekkja. Ef það bætir ekki mannlífið að deila og reyna að skilja hvort annað þá veit ég ekki hvað væri betra. Þú ert góð kona elsku Ragga mín og takk fyrir allt sem við þiggjum frá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Tek undir með Dísunum hér fyrir ofan, knús til þín skvís

Bjarndís Helena Mitchell, 8.11.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Dísunum hér að ofan.Ragga mín þú ert Ljósálfur þeir eru það besta sem ég veit,

maður fyllist gleði af að vita af þeim, og það gerir

maður líka þegar maður les þig,

alveg sama hvernig þér líður er þú bloggar,

þá skalltu vera að hugsa um aðra.

Takk fyrir mig litla stelpan mín.

Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2007 kl. 19:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verð að taka það til að það er eitthvað að tölvunni hjá mér, eins og þið sjáið hvað það er langt á milli línana, svo get ég ekki náð í nein merki eða neitt,

verð að bíða eftir einhverjum sem kann á þetta.

Bara að láta ykkur vita, svo þið haldið nú ekki að ég sé nú eitthvað skrítin, eða haldiði? neiiiiiiiiiii.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2007 kl. 20:02

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi það nú líka , mér finnst þú ein af þessu fólki sem þú talar um

Huld S. Ringsted, 8.11.2007 kl. 20:16

7 identicon

Ég er sammála ykkur hér. Ragga okkar er ein af gullmolunum hér. Og þið hinar eruð yndislegar líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Benna

Þú ert eitt af þessum ljósum...en mikið afskaplega er þetta sorgleg tíðindi, ég verð að viðurkenna að það láku tár niður vanga minn þó ég hafi sama sem ekkert þekkt hana fyrir utan að lesa bloggið en ætli þetta hafi ekki bara komið af stað sorginni sem fyrir innan var ....æ veit ekkert hvað ég er að reyna að segja,....

Lov jú...

Benna, 8.11.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þú ert ein af þeim manneskjum Ragga mín sem setja spor sín á tilveruna manns.  Ég svo lukkuleg með að hafa kynnst þér fyrir ó svo löngu síðan.

Það er svo sorglegt þegar kona eins og Gillí deyr á besta aldri og hefur barist svo hetjulega við sinn sjúkdóm.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 21:37

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður mín... þú ert perla.

Anna Einarsdóttir, 8.11.2007 kl. 22:10

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Guð blessi minningu hennar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las greinina þína að þú ert ein af þessum manneskjum sem gerir lífið betra hér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.11.2007 kl. 22:30

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2007 kl. 22:30

13 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þú ert ein af þessu fólki og það fallega við þig er hvað þú ert dugleg að tala fallega um hitt fólkið.

Eigðu góðar stundir.

Kristín Snorradóttir, 8.11.2007 kl. 23:32

14 Smámynd: kidda

Vona að það hafi verið gaman með ömmustrákinn

Góða nótt og klús fyrir nóttina

kidda, 9.11.2007 kl. 00:35

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Er sammála þeim sem áður hafa tjáð sig hér,þú ert gull af konu ragga og þú hefur svo sannarlega sýnt það með staðfestu þinni að það er ljós í myrkrinu,þú ert kjarnakona og þú hefur gefið mér og öðrum sýn og  von.

Þú hefur deilt með okkur erfiðum raunum og átt heiður skilið fyrir það.

Haltu áfram að vera þú sjálf Ragga mín.

Magnús Paul Korntop, 9.11.2007 kl. 00:46

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  æ þú ert sjálf svo frábær

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.11.2007 kl. 01:00

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert sjálf yndisleg

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2007 kl. 11:00

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég samhryggist fjölskyldu Gillíar.  Og tek undir það sem flestir segja hér, þú ert einn af gullmolunum hér Ragnheiður mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 13:47

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég samhryggist fjölskildu Gillíar og meigi góður Guð blessa þau öll.

Þú ert best.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband