Að fljóta sofandi að feigðarósi

er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um voðaverkið í Finnlandi í gær. Ungi maðurinn sem um ræðir hafði sett myndband á YouTube daginn áður þannig að lýðum mátti vera ljós fyrirætlun hans. En því miður sá enginn þetta fyrr en eftir að skelfingunni lauk.

Við hér búum hörmulega að þeim börnum og ungmennum sem tolla ekki í norminu. Greining tekur allt of langan tíma og úrræðin eru fá og stundum ekki mönnuð fagfólki. Hjalli minn var t.d. vistaður á meðferðarheimili sem ekki hafði á að skipa fagfólki, þar var um að ræða bónda. Það hafa allir gott af því að moka skít, það efast ég ekki um en meira hlýtur að þurfa að koma til. Öflugt meðferðarstarf með fagfólki hlýtur að vera það sem krakkana vantar. Svo má moka skítinn í hjáverkum. Þarna var þessu öfugt farið, störfin komu fyrst og meðferðin á eftir. Það mætti skoða árangur slíkra meðferðarheimila.

Það sem mér sveið oft sárast með uppeldið á mínum var hversu mikill tími fór í brauðstritið. Þeim hefði ekki veitt af betri leiðsögn í gegnum lífið í upphafi þess. En verandi eina fyrirvinnan þá varð að hugsa um mat í litla kroppa og föt utan á sömu kroppa. Ekki bruðlaði móðir með neitt, aldrei farið til útlanda og helst aldrei út fyrir hússins dyr. Mér fannst besti félagsskapurinn vera heima, hjá 4 kátum krökkum. Við ræddum það einmitt í gær við Björn, í öllu baslinu þá söknum við þess tíma að einhverju leyti. Það var samt gaman að vera til þrátt fyrir allt.

Mitt óska þjóðfélag myndi gera konum kleift að vera heima með börn sín, það myndi búa mörgum sinnum betur að börnum sem þurfa meiri stuðning. Óskaþjóðfélagið mitt myndi fara betur með þá sem minna mega sín, aldraða og öryrkja.

Auðvitað myndu einhverjar konur telja það skerðingu á sínu frelsi að eiga að vera heima með börnin, en við hvað eigum við að miða ? Er ekki kominn tími til að forgangsraða betur ?

Þið munið hvaða dagur er...fimmtudagur og þann dag hugsa ég Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr magnaður pistill hjá þér duglega kona.  Hef ekki kvittað hér áður en fylgist með síðunni þinn dag hvern og dáist af æðruleysi þínu.

Jeminn hvað ég er sammála þér varðandi heimavinnandi húsmæður á 4 börn og ef ég ætti eina ósk þá myndi ég vera algjörlega heima að hugsa um þau....en þjóðfélagið býður mér ekki uppá það.  Stór hluti af vandamálum barna okkar má rekja til þess að við búum í svo erfiðu samfélgi þar sem ekki er gripið inní fyrr en allt er á leiðinni á versta veginn, ef það er þá gert.  Ég hef einu sinni leitað eftir aðstoð og fékk sko flott NEI og það voru bara tekjur makans sem hafðar voru að leiðarljósi.  Ef ég hefði verið komin með uppáskrifað frá geðlækni og farin að stunda daglega drykkju þá hefði verið tekið vel á móti mér og ég lét sko skoðun mína í ljós þar sem ég var einfaldlega heilbrigð mamma að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað ætti eftir að fara úrskeiðis.  Svona virkar kerfið og ég get sagt þér það að ég hata kerfið það er vont, ríkt og ósanngjarnt.

En nóg um þetta varð bara að kommenta á þenna fína pistil.  Gangi þér vel og haltu áfram á þinn braut!

kveðja 4 barna manna

4 barna mamma (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Er þetta ekki spurning um að fjölskyldur hafi tök á að hafa annað foreldri heima við, ekki endilega móðurina... ÉG veit það að á mínu heimili yrði sjálfsagt slegist um það hvort okkar ætti að vera heima  En því miður þá höfum við ekki tök á því... Er að vísu í fæðingarorlofi núna með barn 2 og mun gera allt sem ég get til að þurfa ekki að vinna 100% þegar orlofi lýkur!

Annars er ég þér fullkomlega sammála, hér þarf að gera svo miklu betur til að hlúa að þeim sem minna mega sín!

Takk fyrir yndislega skrif, ALLTAF

Guðný Drífa Snæland, 8.11.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég var svo heppin að hluta af uppvaxtarárum sona minna bjó ég útlöndum þar sem ekki var einu sinni var möguleiki fyrir mig að vera útivinnandi (sá yngri fæddist reyndar úti) - ég "varð" að vera heima - ég set það í gæslappir vegna þess að mér fannst það frábært að vera heima, laus við baslið sem fylgdi því að vinna fulla vinnu samhliða því að hugsa um heimili og börn (að vísu ekki nema tvö, en amma mín sagði eitt sem ekkert og tvö sem tíu). Þegar ég hugsa til baka eru þetta mín bestu ár frá þessu æviskeiði og ég held að strákarnir mínir hafi ekki haft illt af því að fá ekki nema að hluta til þetta hefðbundna íslenska uppeldi á þönum milli heimilis, vinnu, skóla og dagheimilis.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir góða grein Ragnheiður mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.11.2007 kl. 10:58

5 Smámynd: kidda

Ég var heppin, ég var heima að mestu þegar mínir voru yngri. En í staðinn vann pabbinn myrkranna á milli.

Þó svo að peningar séu ekki allt, þá eru þeir því miður nauðsynlegir

Af hverju minnir mig að það hafi verið miðvikudagar sem þú notaðir til að hugsa  

Knús og klús

kidda, 8.11.2007 kl. 11:08

6 Smámynd: Ragnheiður

 ó heldurðu það ? ég að hugsa á vitlausum degi ?

Það sem ég á við er að fólki verði gert kleift að vera heima og mér er alveg sama hvort foreldrið er heima.

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er flottur pistill og ég nánast sammála öllu sem þar er skrifað.  Auðvitað myndu "sumar" konur líta á það sem skerðingu á frelsi ef þeim væri gert að vera heima, án tillit til þess hvort þær vilja eða ekki. 

Foreldraábygðin er á undanhaldi.  Allir hafa skilning á vinnuþörfinni, færstir hafa sama skilning á þörf barna fyrir foreldra og samskipti við fullorðna yfirleitt.  Það er skömm.

 En annars ætla ég ekki að byrja að blogga hérna hjá þér ´sskan enda á leiðinni út.

Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og reyndu svo að hugsa kona á þar til gerðum dögum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 11:21

9 Smámynd: Ragnheiður

Já ég held að orðalagið sé óljóst hjá mér , að skikka foreldra heim myndi tæplega virka...gefa möguleikann á því er betri lausn.

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 11:22

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo hjartanlega sammála þér eins og næstum ævilega,

ég var svo lánsöm að geta verið heima með mín fjögur

og það var sko fullt að gera allann daginn.

Maður skaust nú samt á næturvakt í rækjunni og einhverju sinni fór ég í síldarpökkun, þá vantaði sárlega fólk, En Ragga mín það var alltaf svo gaman,

Meðferðarheimili eru nú bara góð, en þau passa bara ekki fyrir þá sem þurfa faglega hjálp.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2007 kl. 11:52

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið rétt það er kominn tími til að forgangaraða öðruvísi. Ég var heia með mín, tókst eins og það tókst en það þótti nú púkó þá. Maðurinn vann og vann og við fórum svosem ekki til útlanda eða neitt.jæaj þetta eru liðnir níma. Þetta í Finnlandi var hryllilegt. Goð grein hjá þér.

Þetta  með meðferðarheimilið. Það var ekki nógu gott.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.11.2007 kl. 12:15

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér og ég er svo sammála þér, það þarf að stokka upp í hlutunum hér og gera konum kleift að vera meira heima hjá börnum sínum. Eins og ástandið er í dag er það ekki á færi margra að annar aðilinn sé heima.

Huld S. Ringsted, 8.11.2007 kl. 13:10

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Að sjálfsögðu líta alltaf einhverjar konur á það sem frelsisskerðingu að vera heima hjá börnum. En þá mætti það að vera val - þeim sem vilja yrði gert kleyft að vera heima....

Hinsvegar mundi það engu breyta fyrir einstæðar mæður! Þær eru alltaf eina fyrirvinna heimilsins og í mínu óskaþjóðfélagi væri komið betur til móts við þær!

Eigðu góðan dag.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 14:57

14 Smámynd: Solla

Mamma þú ert snillingur. Afhverju komum við þér ekki í að breita samfélaginu okkar?? Þá held ég að allt verði betra.

Ég væri alveg til í að vera td lengur í fæðingarorlofi með litla krílið.

Solla, 8.11.2007 kl. 15:40

15 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn , ég meina að þeim yrði líka gert kleift að vera heima, þessum einstæðu.

Solla mín, heldurðu ? hehe takk elskan

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 16:01

16 Smámynd: kidda

Ragga ertu inni? þarf að tala við þig td á msn.

kidda, 8.11.2007 kl. 17:19

17 identicon

Góð færsla . Þetta er einn harmleikur þarna í Finnlandi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband