Borgarleikhúsið
7.11.2007 | 23:28
í kvöld. Það var ferlega gaman að afmælissýningunni hans Ladda. Það er ekki hægt að fara út í að lýsa sýningunni enda eiga einhverjir eftir að fara á þessa sýningu. Hún er vel þess virði að sitja þarna eitt kvöld, virkilega skemmtileg.
Björn Gísli fór í fyrsta sinn í leikhús með mömmu sinni. Sumt á maður að prufa einn en sumt er í lagi að prufa með mömmu. Hann skemmti sér konunglega eins og Sigga og hennar strákar.
Ég held að ég hafi ekki ætlað að segja neitt meira í bili....
Munið ljósin fyrir hana Gillí og færsluna mína um fjölskyldu í vanda vegna alvarlegra veikinda...að vísu sá ég mér til mikillar gleði að kvenfélag Keflavíkur (formaðurinn Helga bloggvinkona mín) ætlar að láta til sín taka. Mikið gleður það mig.
Mikið vildi ég að mæður þyrftu ekki að baslast með veik börn, alvarlega veik börn...og það á að vera bannað að mömmur lifi börnin sín.
Klús eins og Himmi hefði sagt. Góða nótt.
Annars ætlar lítill ömmustrákur að koma til ömmu á morgun, það verður sko skemmtilegt að hitta Patrek Mána...elsku kallinn litli
Athugasemdir
Gott að lítill stubbur kemur í heimsókn. Og ég er alveg viss um að sýninginn hans Ladda er góð, og það er gaman að gera eitthvað með fjölskyldunni. Knús á þig Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:38
Góða nótt
Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:41
Góða nótt, elskan og stórt klús!!! Sofðu SVO "RÉTT"!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:42
Sofðu vel ljósið mitt og njóttu samvistarinnar með litla kúti á morgun
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.