Var að hugsa um að nenna ekki

að blogga...en ákvað að nenna því samt.

Á forsíðu er fjallað um þá staðreynd að það eru 6 mánuðir frá hvarfi Madeleine litlu. Mamma hennar heldur enn í vonina um að hitta hana aftur, eðlilega. Ég skil harm hennar betur nú en ég gerði, eins og ég skil betur ótta foreldra sem þjást með langveikum börnum sínum. Munurinn á mér og móður Maddie litlu er sá að mínu er lokið, ég VEIT hvar Hilmar er. Hún heldur enn í vonina um að finna barnið sitt. Hennar barn er líklega jafndáið og mitt barn, og þó. Kannski er telpan í höndum barnaníðinga eða seld í mansal. Þá er Hilmar minn vísast heppnari.

Undanfarið hafa sótt að mér pælingar um það hvar Hilmar sé. Liggur hann þarna upp í Gufunesi eða er til eitthvað æðra sem tekur við okkur að þessu lífi loknu ? Það getur náttlega enginn svarað þessu,þetta veit enginn með vissu.

Ég sakna hans hvern dag, stundum er sorgin kæfandi þung. Ég hugsa um allt sem hann missti af. Hann fékk ekki að verða fullorðinn (hann var svo mikið barn í hjarta sínu) hann fékk ekki að verða faðir. Hann missti af svo miklu. Himmi átti að koma upp nafni móður sinnar (sjálfhverf ?) Það gerist ekki. Hann hét Már að millinafni, það er vegna þess að pabbi var kallaður Hilmar Mýr til styttingar á Mýrkjartansson .Björn átti að koma upp nafni afa síns, Hafsteins Björnssonar. Hann ber svo líka nafn föður síns.Hjalti fékk bara að eiga nafn sitt mest aleinn. Hann heitir bara eftir Hjalta í sögunni um Önnu frá Stóru Borg og Hjalta litla í sögum Stefáns Jónssonar. Millinafnið hans er í höfuðið á ömmu hans, Þórdísi. Sólrún Björk heitir eftir föðursystur sinni sem dó ung, sú litla var með Downs og þá vísast hjartagalla og það sem stundum fylgir þeim litningagalla. Þá voru bara ekki eins mikil úrræði og nú eru til að laga þessa galla. Mig dreymdi hana þegar ég gekk með Sollu. Ég gat lýst barninu sem mig dreymdi fyrir Erlu,ömmu hennar Sollu og hún þekkti sína. Hjördís heitir eftir föðursystur minni, indælli konu. Hún lá mikið veik á sjúkrahúsi þegar ég gekk með Hjöddu síðustu vikurnar og ég hét því á hana að ef hún yrði komin heim þá myndi ég láta skíra eftir henni....annað skilyrði var að ég gengi með telpu. Millinafnið hennar er í höfuðið á föðurömmunni, henni Eddu frá Hafnarnesi.

Af öllum þessum sem þau heita eftir eru fáir á lífi. Pabbi er hér enn, tæplega áttræður. Pabbi strákanna er líka hérna enn. Aðrir eru farnir.

Bráðum koma jólin, ég er komin með smá jólafiðring en hann er blandaður miklum kvíða. Í fyrra var Himmi ekki hjá mér á jólum, ég ætlaði hins vegar að hafa hann hérna þetta árið ásamt Hjalta og Anítu. Ég vissi ekki fyrr en eftir síðustu jól að þau hírðust saman þrjú heima hjá Hjalta. Eitthvað borðuðu þau nú en ekki held ég að það hafi verið hefðbundinn jólamatur. Þetta kvelur mig nú. Þetta árið ætla ég að reyna að smala saman sem flestum af mínum, öllum sem ekki ætla að vera hjá öðrum foreldrum. Ég held að ég leggi á borð fyrir Hilmar líka. Æj það er sárt að hugsa um þetta....

Munið eftir Gillí okkar. Ég leit á kertasíðuna hennar áðan og það loga 230 falleg kerti. Hver og einn má vel kveikja á fleiri en einu, ekki veitir henni af öllu í þessum ójafna bardaga. Biðjum líka um að fjölskyldunni verði sendur styrkur. Sporin þeirra þekki ég orðið of vel.

Candlelight-497144


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 3.11.2007 kl. 15:18

2 identicon

Ég man einmitt eftir þessari hugsun...stór partur af sorginni og söknuðinum er að hugsa um all sem viðkomandi kemur til með að missa af....man þegar ég var búin að fara til útlanda í fyrsta skipti eftir að Hafþór dó...mér fannst ég vera að svíkja...þetta var eitthvað sem okkur langaði að gera saman en þarna var ég búin að fara ein og hann lá bara í köldum jarðvegi þarna...aleinn...heimskuleg hugsun en engu að síður fannst mér þetta hroðalegt...var oft með samviskubit yfir einhverju sem ég var að gera sem hann gat ekki gert...skrýtið...

 jæja best að krota ekki heila ritgerð hérna :)

knús knús að norðan

Dísa og strákarnir

Dísa (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:31

3 Smámynd: Signý

Signý, 3.11.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jólin eru erfið hjá syrgjendum, þetta er svo mikil fjölskylduhátíð. Skil alveg að þú hugsir út í það. Gott að þú átt svona yndislegan karl og frábær börn sem verða hjá þér. Sendi þér knúskveðjur af Skaganum og erfðaprinsinn biður kærlega að heilsa. Hann les alltaf síðuna þína. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.11.2007 kl. 17:30

5 identicon

 Knús úr Firðinum C",) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 17:54

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sendi þér bara hlýjar hugsanir elsku vinkona

Varð að eyða MSN prógramminu út vegna sýkingar.  Bara svo þú vitir hvað varð um mig.

Smjúts á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 18:21

7 Smámynd: Ragnheiður

Jenný settu bara upp nýtt

Ragnheiður , 3.11.2007 kl. 18:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ég hef nú sagt það áður, að ég er sannfærð um að fólkið okkar sem er farið á annað tilverustig er hérna mjög nálægt okkur,
Þess vegna fer ég næstum aldrei að gröf, mér finnst allt svo tómt og kalt þar. Fólkið okkar er bara með okkur í ljósinu og ylnum.
Ljós og orkukveðjur þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2007 kl. 21:05

9 Smámynd: kidda

Alveg er ég sama sinnis og hún Milla hérna fyrir ofan. Einu skiptin sem ég fer að pabba leiði er þegar ég fer með mömmu að gróðursetja og hreinsa leiðið. En er hins vegar alveg viss um að pabbi er hjá okkur öllum og fylgist með okkur og passar.

Skil þig með td jólin, fyrstu jólin voru erfið sérstaklega vegna þess að  einn fjölskyldumeðlimurinn eyðilagði jólin á undan fyrir okkur hinum.  Eins verður 16 nóv erfiður, en ef ég og sumir fáum óskir okkar uppfylltar þá verður hann tilefni til að gleðjast líka.

Knús og klús

kidda, 3.11.2007 kl. 22:25

10 identicon

Ég hef verið að kveikja á kertunum hjá þér en ég held að ég sé að gera vitlaust getur þú leiðbeint mér og kannski fleirum.

Gunna ókunnug (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er viss um að Hilmar er í góðum stað. Ég veit að þetta eru sem innantóm orð en þetta held ég samt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.11.2007 kl. 22:39

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 23:05

13 identicon

Skil mjög vel jólapælingarnar þínar og þetta alltsaman. Vonandi átt þú samt eftir að eiga góð jól með þínu fólki.  Edda úr Hafnarnesi, hvaða Hafnarnes er það ? Fyrir austan ?    (((())))  St.

Steinvör (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:45

14 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.11.2007 kl. 00:36

15 Smámynd: Salka

knús

Salka, 4.11.2007 kl. 00:53

16 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 4.11.2007 kl. 10:34

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2007 kl. 12:31

18 Smámynd: Ragnheiður

Gunna, þú smellir á kerti sem ekki logar á. Svo leiðir síðan þig áfram, þetta eru nokkur þrep sem maður fer í gegn.

Steinvör, Hafnarnes er rétt utan við Höfn í Hornafirði

Takk elskurnar

Ragnheiður , 4.11.2007 kl. 12:59

19 Smámynd: kidda

Vona að frændi hennar Jennýar hafi ekki verið mikið á sveimi í vinnunni hjá þér í gærkvöldi. 

Knús og klús

kidda, 4.11.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband