hmm margt að gerast

fólk rífst á annarri hvorri bloggsíðu um Bónus og Krónuna. Ég hallast að því að um rógburð sé að ræða. Afhverju segið þið, vegna þess að ég er ekki búin að skilja hvernig á að framkvæma glæpinn...þegar inn kemur einhver að taka könnun þá er of umfangsmikið verk og óframkvæmanlegt að breyta í snatri hillumerkingum. Verðkönnunarnáunginn sagði að þeir tækju hilluverðið. Málið er að afbrotið þarf að vera framkvæmanlegt.

Rjúpnaveiðitímabilið er hafið. Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær. Einn skyttan skakklappaðist full á fjöll og stakkst á hausinn. Lá í roti en vegfarandi (staðkunnugur líklega) rak augun í spánnýja þúfu í landslaginu og hringdi í þartilgerð yfirvöld. Þúfan var reist við og skutlað til byggða. Af afla þúfunnar fór engum sögum. Ekki vildi ég vera heiðarleg,ófull skytta þar sem næsti er svona fullur, það er líkur á því að hann plaffaði bara á mann í misgripum Frown

Ég er aldrei með rjúpur á jólum, hef tvívegis smakkað rjúpur og fannst þær bara ekki góðar *hóst* vondar bara. Ekki þýðir að kenna matreiðslunni um það, seinna skiptið var þetta framborið á margra stjörnu veitingastað.

Ég er búin að vera umkringd dularfullum hljóðum í morgun...bank bank klonk klonk...frammi. Þorði fram eftir klukkutíma, eldhúsglugginn að skrölta. Áðan heyrði ég furðulega kveinstafi og tíst, hjartað fór aftur niður í brækur, nýkomið þaðan. Ég hreyfði mig ekki og eyrun sperrtust, ég var að hugsa um að hætta að anda en fannst eins og það kæmi niður á athyglinni ja amk bráðlega.....ég hlustaði og hlustaði....

fannða.....garnagaul í Lappa sem sefur hér.

Er maður að vera paranojaður hér í ellinni Blush

Ég leit við á kertasíðu Gillíar í gær áður en ég fór að sofa, ég fékk tár í augun. Það voru komin 100 kerti á síðuna hennar. Á bakvið hvert kerti er fyrirbæn, kannski ekki skrifleg en hún er þarna í hugum fólks og hjarta. Það er alveg magnað að fylgjast með þessu. Síðast þegar ég gáði þá voru þau komin yfir 150.

Linkur á kertasíðuna hennar er hérna til hægri.

Candlelight-497144

MSN er bilað, Björn skrapp út en ég fæ hann til að setja það upp aftur ef hann kemur áður en ég fer í vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnst þér ekki að fólk ætti að eiða orkunni í annað en að rífast út af þeim sem skaffa okkur vöruna ódýrt.
Ætla svo að fara að rannsaka það, Æ.Æ. hvað er að þessum mönnum?

Þetta er nú ekki einleikið með rjúpnaveiðimennina, þetta skal alltaf endurtaka sig ár eftir ár. Af hverju eru menn ennþá í því að það þurfi að vera vín með í svona ferðum??? sem betur fer hefur það stórlega minkað. Ég elska rjúpur en hef ekki verið með þær í nokkur jól,
bróðir minn gerðist nefnilega rjúpnavinur, þær eru alltaf að sniglast á pallinum hjá honum, sko hann býr í sveit. Svo ég er bara með hreindýr í staðin, það er æði.
Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Risaknús í bæinn.  Hef bara einu sinni smakkað rjúpur og fannst þær góðar. Ekki þó það góðar að ég hlypi upp um fjöll og firnindi til að veiða þær.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.11.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hleyp upp um fjöll og firnindi í huganum, aðrir sjá um framkvæmdina vona ég, huhumm.

Annars er ég ákveðin í að láta ekki mögulegt rjúpuleysi skemma neitt fyrir mér um jólin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 16:22

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég klökkna líka við að sjá hve margir hugsa hlýtt til Gillíar.... eða nei, best að segja satt.....ég er reyndar búin að háskæla.... 

Anna Einarsdóttir, 2.11.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Ragnheiður

Já Anna mín, það virkar einmitt þannig. Maður verður svo hjartanlega glaður að það eru engin orð sem skýra það almennilega.

Þegar fólk vill sýna manni það góða sem innra með því býr. Það er magnað.

Ragnheiður , 2.11.2007 kl. 16:36

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Plaff,plaff

Verrðum að fara að spjalla meira á MSN,láttu mig vita ef ég hef dottið af msninu hjá þér.

Magnús Paul Korntop, 2.11.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Ragnheiður

Já ég geri það...mitt er bilað en Bjössi nær örugglega að setja það inn aftur

Ragnheiður , 2.11.2007 kl. 17:08

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er eins og þú með rjúpurnar mér finnst þær vondar.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.11.2007 kl. 18:21

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Að fara fullur á rjúpna veiðar með byssu er bara hámark vitleysunnar, þ.e.a.s. fyrir utan fíflin sem hönnuðu tryggingakerfið.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 19:17

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjuna Ragnheiður  þótti vænt um hana. Jamm, tjamm rjúpur segið þið. Get lifað með þeim og get lifað án þeirra. Sonur minn er farinn á fjöll og ég satt að segja er alltaf fegnust þegar hann kemur til baka! ... Þekki svona paranoju með hljóð - þegar ég var orðin þess fullviss að draugagangur væri í íbúðinni þá var það bara köttur sem hafði laumast inn og stungið sér undir þvottinn minn sem lá í sófanum! .. Lærdómur= brjóta saman þvottinn strax!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.11.2007 kl. 09:29

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér þykir rjúpur góðar, en ég er hætt að borða þær á jólunum.  Finnst miklu skemmtilegra að sjá þá í náttúrunni.  Enda leita þær töluvert til byggða, þegar vetrar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 13:14

12 Smámynd: kidda

Átti einu sinni í frystikistunni 7 eða 8 rjúpur með fiðri og öllu saman, gæs og hreindýrakjöt. Þegar ég losaði mig við kistuna þá fór ég með þetta ásamt fleiru í Sorpu.  Sé pínulítið eftir því að hafa ekki prófað gæsina og hreindýrakjötið. En hafði ekki geð í mér að gera það þegar ég henti þessu. Búið að vera í mörg ár í frystinum.

Vona að vinnan verði róleg um helgina.

Knús og klús

kidda, 3.11.2007 kl. 14:42

13 Smámynd: Ragnheiður

Vinnan verður örugglega allt annað en róleg, Við sjáum um að koma Erli heim áður en löggan nær í hann..

En takk fyrir góðar óskir elskuleg

Ragnheiður , 3.11.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband