opinberun
2.11.2007 | 13:01
ég er hrekkjalómur og er búin að ala upp nokkra aðra hrekkjalóma. Fjölskyldan mín hefur alltaf verið stríðin. Það er alveg sama hvert litið er í því. Mamma var alvörugefnari en átti alveg sín prik í þessu eins og öðru. Það er til heima hjá pabba heil myndasería af okkur mömmu að fíflast eitthvað, við vorum að klára filmuna í myndavélinni
Ég hef stundum nokkuð gaman af því að stríða mínu fólki, ég passa náttlega að fara ekki of langt með það. Björn er mikill skotspónn stundum, hann hefur gaman að því. Hann borgar líka móður sinni til baka óskipt ef því er að skipta. Það tekur enginn sig mjög alvarlega hérna.
Eftir að Himmi okkar fór, sem var ekki minnst stríðinn, þá höfum við verið nokkuð þyngri en venjulega. Hrekkataktarnir eru þó aðeins að skilja sér til baka. Við erum sem sagt að verða sjálfum okkur lík hérna. Það er samt grunnt á sársaukann og það lærum við bara á, dag í senn.
Ég hef oft haft gaman að húmor annarra bloggara og ekki minna af alvörugefni annarra bloggara. Ég fer ekki oft inn á síður (ofsa)trúarbloggara en hef þó lesið. Stundum hef ég velt fyrir mér hvað þeir myndu gera ef maður færi inn og setti ; skrattinn sjálfur! í athugasemdirnar þeirra. Er það stikkorðið svo þeir fljúgi af skaftinu ? Ég meina það....
Erill var með vesen í gær, ekki þar fyrir að það kæmi á óvart. Það var mikið að gera á kvöldvaktinni hjá mér í gær. Svo fannst gömul miltisbrandskusa í Garðabæ. Hún fer í Keflavík í urðun. Það mætti nú bjóða Erli með.
Ég er að hlussast inn í mikla vinnuhelgi en sem betur fer hundanna vegna verður Björn heima.
Munið eftir fyrirbænum og kertaljósum fyrir Gillí.
Athugasemdir
Þú hefur góðan húmor. Kannski maður prófi að kommenta svona hjá einhverjum ofsa........ bloggara ? Það er oft mest fyndið ef maður hættir sér pínulítið yfir línuna... örfínt bara.
Knús til þín.
Anna Einarsdóttir, 2.11.2007 kl. 14:10
Gott að hrekkjagenið er farið að láta á sér kræla
Vona að Erill verði ekki erfiður um helgina, hann er jafnslæmur og Ekki ég. Aldrei hægt að treysta á þessa tvo.
knús og klús
kidda, 2.11.2007 kl. 14:36
Ætlarðu að vinna alla helgina? ó mæ god, þú verður búin á því eftir helgi. Gott að húmorinn og stríðnin er að vakna upp. Hafðu það gott dúllan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.