Gott kvöld

og það batnaði bara.

Við systur fórum út að borða, hún átti stórafmæli í sumar og við fórum eiginlega í þriðja sinn að halda upp á það. Nú fórum við nánast í boði strætó. Þeir stórhöfðingjar gáfu henni 2 gjafabréf, annað í tilefni afmælis hennar og hitt vegna þess að þar hefur hún starfað með miklum ágætum í rúm 20 ár. Við fórum á Lækjarbrekku.

Það passaði þegar ég kom heim, þá hringdi Gísli með góðar fréttir. Það er loksins komin niðurstaðan úr krufningunni og hann var hreinn, eins og ég taldi mig vita. Engin efni og engin svik á þeim bænum. Blessaður anginn minn...hann var búinn að segja mér að hann ætlaði sko að hætta allri tilraunastarfsemi.

Síðan hennar Ólínu...það er spurt um það í kommentum( www.olinathorv.blog.is) Prýðileg síða hjá henni. Afskaplega dugleg og orkumikil kona, ég verð stundum þreytt af því að lesa hjá henni, hún er svoddan dugnaðarforkur. Núna gat ég kommentað en hún skoðar kommentin áður en þau birtast. Það er skiljanlegt. Sumir verða að hafa það þannig vegna þess að aðrir kunna sig ekki þegar þeir geta skrifað undir nafnleynd á netinu. Þumalputtareglan í því er einfaldlega...ef þú myndir ekki segja það beint við manneskjuna í raunheimum, þá skrifarðu það ekki í kommenti.

Ég sá í dag nokkuð sem ég vil vekja athygli á. Öll þurfum við jólakort og mér líst vel á að kaupa þessi hérna. Jólakortin fallegu . Ég þori ekki enn að hugsa neitt að ráði um jólin en hef endalausan áhuga á að reyna að láta gott af mér leiða.

Þar með minni ég á ljós fyrir Gíslínu okkar en hún er að hvíla sig á líknardeildinni í Kópavogi.

Ljós fyrir Þórdísi Tinnu sem eyddi helginni fyrir norðan með dóttur sinni.

Ljós fyrir litlu Þuríði Örnu sem hefur sýnt svo mikla seiglu en nú er mamma hennar farin að verða svolítið þreytt.

Ljós fyrir Himmann minn,besta barn sem er horfinn frá móður sinni.

Klús á línuna og góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús  til baka og góða nótt. Ég mun vekja athygli á þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús til þín og þú ert með kærleiksríkari konum dúllan mín, það er bara heiður að því að þekkja þig.  Knús og klemm inn í nótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband