mismunandi fyrirhöfn
27.10.2007 | 23:28
Suma daga þarf ég að hafa nokkuð mikið fyrir að halda Pollýönnu á lífi. Hún vill leggjast í dvala hjá mér og fer þá inn í skáp og neitar að koma út. Hún situr þar með þvermóðsku og leiðindaviðhorf. Hún vill ekkert skilja og hlustar ekki á mig.
Samt veit ég að í þessu námsefni núna er kúrs í því að njóta minninganna og reyna að kyngja þessum kekki í hálsinum, halda áfram með lífið og muna að það eru fleiri sem þarfnast mín. Fleiri en drengurinn minn sem situr í ljósinu hjá hæsta himnaföður.
Kannski hef ég deilt þessari sögu áður en það gerir þá ekkert til.
Sagan um brosin, eftir Björn Gísla.
Fyrst bjó Guð til Hilmar. Hann horfði á sköpunarverk sitt og hugsaði ; nei þetta er nú kannski einum of, þessi brosir svo mikið !
Þá fór hann í það að búa til Hjalta. Þegar Hjalti var fullgerður þá virti Guð hann fyrir sér ; nei nú fór ég heldur langt í hina áttina. Þessi brosir ekki neitt !!
Guð hugsaði sig um stutta stund áður en hann ákvað að reyna við þriðja drenginn. Guð hófst handa við að smíða Björn. Að verkinu loknu hallaði Guð sér aftur með ánægjusvip og sagði hróðugur ; Já nú tókst það, þessi er fullkominn!!
Hilmar hafði endalaust gaman að þessari sögu hans Bjössa. Þessi saga er nokkurra ára gömul og enn í fullu gildi.
Kannski vantaði Guð núna brosið breiða til himnaríkis ? Hvað veit ég ?
Hérna sjáið þið fallega brosið hans og bræður hans sem eru líka yndislegir karakterar.
Góða nótt...nú fer ég og kveiki ljós fyrir alla sem þess þurfa með.
Athugasemdir
rakst hér inn að tilviljun !
falleg færsla hjá þér, takk fyrir það !
megir englar alheims vera hjá þér og ykkur öllum líka Hilmari þínum !
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:46
Þú ert svo dugleg elskan Nú ætla ég líka að kveikja ljós og góða nótt til þín.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.10.2007 kl. 23:55
Hef ekki heyrt þessa en hún er skemmtileg. Ein af þessum minningum sem ylja þér. Núna eru 3 kertaljós fyrir framan mig, eigum við ekki að hittast fljótlega??
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:31
Skemmtileg saga...falleg mynd...mér sýnist nú hann Hjalti alveg kunna að brosa líka..."der dritte" er náttúrulega alveg fullkominn...
Búin að kveikja á ljósum fyrir alla í dag!...bara dugleg...
Góða nótt!
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2007 kl. 01:06
Flott saga og fínar myndir.
Magnús Paul Korntop, 28.10.2007 kl. 01:10
Góða nótt og ljós til þín líka. Falleg saga og gaman að lesa hana aftur.
Bjarndís Helena Mitchell, 28.10.2007 kl. 01:11
Úff hvað ég skil hvað þú meinar með hana Pollýönnu...mín pollýanna er líka eitthvað þver núna, kannski er einhver pollýönnu veiki að ganga:P
Þessi saga er rosalega falleg og skemmtileg og skemmtileg að lesa, þú ert rosalega dugleg kona Ragga og ég dáist alltaf að þér, þú mátt sko vera stolt af þér hvernig þú hefur tekist á við þennan harmleik og veistu mér finnst svo frábært að fá að deila með þér þínum upplifunum og sorgum því það er svo sjaldgæft að einhver geri það, það er tali svona opinskátt um þetta og þú ert virkilega að hjálpa mörgum það efast ég ekki um.
Benna, 28.10.2007 kl. 02:08
Það er æðislegt hvað þessi mynd af strákunum styður söguna.
Flottir strákarnir þínir dúllan mín. Pollýanna er þarna.. bara misdjúpt á henni. Þú ert flottust.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 11:06
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.