Áskorun

Ég skora hér með á Morgunblaðið að hætta nú þegar myndbirtingum af banaslysavettvöngum í umferðinni. Slík myndbirting er með öllu óþörf og eingöngu til þess fallin að særa aðstandendur þeirra sem þannig látast eða slasast.

Vinsamlega birtið sem víðast kæru bloggvinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geri það copý paste þitt á mína síðu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr og ég birti þetta á eftir.  Var að setja inn færslu sem liggur ansi nálægt sjálfri mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: kidda

hmm, gerir víst lítið gagn að setja það á mína síðu En annars er ég innilega sammála þessu. 

Hins vegar í sambandi við Bimman sem eyðilagðist um daginn, þá verð ég eiginlega að segja að myndirnar sem hafa komið af honum hafa vakið upp miklar pælingar í kring um mig. Bæði í vinnunni og heima við.  Þar finn ég, að ég er ekki sjálfri mér samkvæm Því myndbirtingin af þeim bíl tel ég hafa verið til góða. Kannski hefði ég verið á móti myndbirtingunni ef það hefði orðið banaslys, ég veit það bara ekki. Þær myndir sýndu og sönnuðu hvað gæti skeð ef eitthvað kæmi fyrir í ofsaakstri. 

Knús og klús 

kidda, 27.10.2007 kl. 11:26

4 identicon

æi mikið er ég sammála...alger óþarfi og get bara ekki skilið að þetta sé eitthvað sem við "verðum" að fá að sjá....

Dísa (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

komið hjá mér

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.10.2007 kl. 13:06

6 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Heyr heyr.

Bergdís Rósantsdóttir, 27.10.2007 kl. 14:51

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gerir engum gott að sjá myndir hálftíma síðar, eða myndir yfirleitt, ósjálfrátt fer ég að spá í bílinn og númerið og upp kemur kvíði ef ég kannast við eitthvað, algjör óþarfi hjá fréttastofum, gagnast engum, en eftir situr þegar atburðurinn er liðinn að þeir sem tengjast fréttinni eru oft með mikla vanlíðan yfir því hvernig fréttin birtist fyrst og hvað er sagt. Kannast við það.  Kær kveðja til þín Ragga mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 16:39

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur, fyrir hverja eru þessar myndbirtingar ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 18:12

9 identicon

Copy paste á minni síðu.  Gott hjá þér Ragga mín, l0ngu kominn tími á að segja eitthvað .

Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband