Já hm...
25.10.2007 | 15:35
Ég er miklu hressari í dag en í gær.
Búin að taka við kvörtunum og allt í dag, þær snerust auðvitað ekki að mér hohoho. Stundum lendir fólk í furðulegustu aðstæðum og þá er oft gott að rausa við óviðkomandi eyra. Ég lána völdum aðilum mín eyru.
Mig hefur lengi langað í skilti á hurðina, með nöfnunum okkar á. Steinar fékk sent í dag skilti við hæfi. Hann á að vísu eftir að skoða það en mér finnst það smellpassa við setteringuna á útihurðinni.
Ég á nebblega systur sem hefur áralanga æfingu í að hressa minni systurina við. Það var enginn annar til þess hér í gamla daga. Hún sendi mér fullt að svona skemmtilegheitum og ég mun koma með það eftir þörfum á síðuna mína.
Gillí er sem betur fer komin heim aftur en kertasíðan hennar ------------------> er þarna.
Hún Jenný mín er í aðalskoðun í dag og ég hugsa hlýlega til hennar. Kannski fær hún endurskoðun ?
Ég held að nýtt met hafi verið slegið í afmæliskveðjum til Kolbrúnar Ragnheiðar sætu rófu hennar Þórdísar Tinnu. Þegar ég leit yfir á hennar síðu í gær þá voru komnar 301 kveðja. Það er gaman að þessu.
Nú ætla ég að sjá hvað þið eruð að hugsa um í dag, var bara búin að fara örrúnt til Gillíar,Önnu og Jennýar.
Athugasemdir
Þetta skilti ætti vel við á útidyrahurðinni hjá mér
Gott að þér líður betur elskan mín. Ragnheiður, enginn heldur að þú sért eins og stál alla daga,allan daginn. En það breytir því ekki að þú ERT sterk kjarnakona. Og þú munt komast í gegnum þetta hægt og bítandi. Knús á þig.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 15:48
Ég kíki hérna við á örrúnti og þú ert ekki heima.... ... en ég kem alltaf aftur.
Anna Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 15:56
Ég ætti að setja þetta á dyrnar mínar, það eru allir svo hræddir við hundana, ég hef ennþá ekki gelt einsog ég get. Það þarf svolítið til.
Ásta María H Jensen, 25.10.2007 kl. 16:14
þetta er alveg frábært skilti og ennþá frábærari systur áttu.
þú segir að skiltið passi vel við setteringuna á útihurðinni,
en svona til öryggis verður þú þá ekki að láta stílista kíkja á dæmið,
Æ. svo þetta sé nú alveg öruggt, sko eða þannig
Gott að heyra í þér í þessum tón snúlla you all.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2007 kl. 17:10
Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:15
Hm, skiltið er alla vega í stíl við niðurstöðuna úr Múmíndalnum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 17:52
Hehe Greta, já einmitt..og allir vesalings bloggvinirnir sem halda að ég sé gæðablóð ! Múhahahaha
Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 17:56
Gott skilti, verst að ég er frekar pastursleg og ekki mjög óárennileg til æðisins ef því hvassari til orðsins
Takk fyrir að hugsa til mín, mér veitti ekk af því en nú er þessi áfangi að baki.
Smjúts á þig
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.