Ég var að horfa á

Mýrina. Það var ekki snjallt sjónvarpsefni fyrir mig. Hún var auglýst í gær til sölu og ég sagði við Steinar að mig langaði í hana. Hann átti erindi með Björn í verslun í kvöld og þar blasti hún við. Hann keypti hana og kom með hana til mín.

Ég horfði á hana með honum, með hjartað á spani. Verst fannst mér að sjá senurnar sem teknar voru á Litla Hrauni, ég fékk alveg hroll. Ég hefði átt að sleppa þessu, ég þoli þetta ekki.

Ég stend sjálfa mig að því að vera með pókerfeis gagnvart mínu fólki alveg eins og öðrum sem í kringum mig eru. Pókerfeisið dugar þó ekki á símann minn, ég bara ansa honum ekki þessa dagana. Þið sem hafið reynt að hringja, bara sorrý. Ég meika ekki símtöl.... Það er einn sem sér í gegnum pókerfeisið. Það verður bara að vera þannig.Sá aðili tilheyrir ekki fjölskyldunni minni. Ég er að reyna að gera við hérna fyrir innan og það tekur tíma. Ég er samt rosalega þreytt, andlega steinuppgefin.

Það halda allir að ég sé svo sterk en trúið mér, að mestu leyti er ég að þykjast vera sterk. Það er mín leið til að lifa skelfinguna af.

Ég er farin að sofa. Munið ljós fyrir www.gislina.blog.is og ljósin fyrir Himmann minn. Litla skottið Þuríður Arna þarf líka ljós í lífið sitt og líka Þórdís Tinna með afmælisbarnið sitt fallega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vont að vita hvað þér líður illa elskan mín. Get ekki gefið neina lausn nema tímann en virðist stundum svo lengi að líða. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er það ekki líka skammdegið sem er að íþyngja þér, eins og fleirum? Ég held að það gæti verið mjög gott fyrir þig að komast eitthvað frá, breyta um umhverfi, fara í hlýrra loftslag, þó ekki væri nema í hálfan mánuð.

Ég er sammála því að þegar manni líður illa andlega þá eru glæpamyndir ekki það besta, heldur ekki hrollvekjur. Betra að horfa á góða gamanmynd, samt ekki of vitlausa; heldur svona ekta mynd sem yljar manni um hjartarætur og fær mann til að brosa innan í sér. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 04:27

3 identicon

Mér þykir vænt um þig Ragga mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:31

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég skil pókerfésið þitt. Ekki auðvelt að halda því og óþægilegt þegar einhver sér í gegnum það. Mér finnst betra að geta stjórnað því  sjálf að láta það falla, varnarleysið er svo mikið.  Þó þú segist bara þykjast vera sterk þá er það styrkleikamerki að geta verið að þykjast. Þú ert því miklu mun sterkari en þér finnst. Kærleikurinn sem þú miðlar okkur hinum umvefur þig og veitir þér sjálfri styrk.

Hef trú á því að lokum munir þú geta lært að lifa með missinum en þangað til getur verið fínt stundum að heita Pollíanna.

Fjóla Æ., 25.10.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Leyfðu þér að gráta og leyfðu þér líka að hlægja.  Tár eru til að nota þau en húmorinn er það sem heldur manni á floti þegar allt virðist vera að sökkva.... og þú hefur nóg af honum. 

Anna Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 09:05

6 Smámynd: kidda

Ragga mín, sendi þér ljós og orku

Knús og klús

kidda, 25.10.2007 kl. 10:08

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku stelpan mín  pókerfeisið notaðu það út á við og þú átt eftir að verða góð í því, ég veit allt um það.
Enn snúllan mín, leifðu fólkinu þínu að taka við tárunum þínum
þau vilja það. einhverju sinni spurði mamma mig, hvað er að Milla mín ég svaraði um hæl:,,ekkert" Þá sagði mamma, heldur þú að  ég sé
hálfviti??? Ha nei, nú þá veistu að ég veit að það er eitthvað að.
fólkið okkar vill fá að taka þátt í okkar vanlíðan og sér í lagi hjá þér því þeim líður líka illa. Sendi ykkur ljós og orkukveðjur.
                                     Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2007 kl. 10:18

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ég veit að það hjálpaði Birnu systir, eftir að Haukur dó að við gátum grátið saman þegar okkur langaði, töluðum svo í dágóða stund um Hauk, rifjuðum upp skemmtileg atvik og enduðum í skellihlátri. Hvort tveggja er nauðsynlegt, svo finnst sumum gott að keyra út í sveit og öskra þar úr sér sársaukann sem er mann lifandi að drepa. 

Sendi þér bestu kveðjur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband