Jæja að horfa í spegilinn

Virkar ekki .....

Ég fann frétt áþekka þessarri sem er á mbl.is. Fólk segir (ég skoðaði bara fyrirsagnir bloggaranna) allan fjandann, meira að segja vill það að viðkomandi hefði drepist.

Þetta minnti mig á þessa frétt sem ég fann núna. Lesið hana og kommentin við hana. Að svo búni skuluð þið lesa þessa hérna ...ef þið eruð þá ekki orðin uppgefin á að lesa þá er hér enn einn lestur en hann er stuttur. Hérna er það

Ég styð ekki ofsaakstur né afbrot af neinu tagi, það hef ég aldrei gert. En mikið vildi ég að fólk athugaði hvað það segir um aðra.


mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvað skal segja, Ragnheiður...

...að minnsta kosti er gott að enginn dó í þetta skipti, hvorki ökumaður, farþegar eða aðrir vegfarendur. Væntanlega verður þessi ungi maður látinn svara til saka, eins og sonur þinn, og fær sinn dóm (fyrir utan þann sem misvitrir bloggarar fella yfir honum hér í skrifum sínum).

Ekki veit ég hvaða dóm hann fékk ökumaðurinn sem sat undir stýri og keyrði á 100 km hraða aftan á bílinn sem systir mín og mágur sátu í, fyrir meira en 40 árum síðan. Mágur minn lét lífið, en systir mín slapp með ör í andliti og sálinni. ...En það er langt síðan, og það er sagt að tíminn lækni öll sár...kannski er það rétt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Ragnheiður

Auðvitað á fólk ekki að aka undir áhrifum af einhverjum óþverra, það á heldur ekki að aka allt of hratt og eins og bjánar.

Ef fólk væri eins og ég þá þyrfti ekki lögreglu né dómstóla, en ég er bara öðruvísi en hinir.

Ég var bara að spá í hvað fólk leyfir sér að segja um aðra...las öll kommentin um þessa frétt þegar Himmi var brotamaðurinn og enginn óskaði honum dauða.

Maðurinn sem fjallað er um í dag fær enn verri útreið hjá bloggurum.

Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 14:32

3 identicon

Þú, Ragnheiður ert "ofurkonan" nr. 1.

Kæra, ég þakka þér fyrir hlý orð og hreinskilni þína um þína lífsreynslu í gestabókinni minni.  Eftir að hafa nú farið í gegnum síðuna þína, sem er komin í "favorit-ið" mitt, þá er ég næstum orðlaus.  Því ætla ég ekki að "kommenta" á ofangreint blogg.

Sjaldan verður mér orða vant, en síðan þín er áhugaverð og mannleg, um m.a. missi, sorg, kærleik, gleði og lífsins vangaveltur.  Enda ertu greinilega fjölhæf ofurkona með visku og reynslu.    Samhryggist þér innilega v/sonar þíns og sendi þér huglægan styrk og stuðning.  Óska þér og fjölskyldu þinni gæfu.... og ÁFRAM VEGINN...

Ásdís Arnljótsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Því er ég hjartanlega sammála, Ragnheiður, að fólk mætti/ætti að hemja sig í skrifum og sleppa því að "lúkasast" út og suður á meðan því svellur mestur móður. Róa sig - enginn vandi leysist með gífuryrðum.

Knús til þín...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband