Aftakaveður
23.10.2007 | 18:07
var í Grindavík og barnið mitt var sent út með ruslið. Hann horfði örvæntingarfullur á eldhúsgluggann, það sem sjá mátti flóð renna, sagði með grátstafinn í kverkunum ; sko ef það á að senda mig út í þetta veður þá vil ég að mamma fái að vita af því ! Áður en hann gat komið því við að semja dramatísk lokaorð til móður sinnar þá lofaði stjúpmóðir hans að þessu yrði vandlega skilað til móðurinnar. Með það fór barnið út með ruslið.
Presturinn sem jarðsöng hann Himma minn kom í húsvitjun í dag og við eyddum saman ágætum tíma fjölskyldan. Það var notalegt.
Nú þarf ég að bregðast hart við, það er vöruskortur á heimilinu og það gengur ekki upp. Mér sýnist samt að ég verði þrisvar að fara yfir lækinn til að kaupa jarðeplin en það er vegna þess að Birni liggur nokkuð við að komast á ground zero.
Athugasemdir
Ég dey, brilljant hann Björn.
Er Heimsljósið komið heim?
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 18:12
Foreldrar geta verið óttalega tillitslausir
senda elsku börnin sín út í hvað sem er, þó svo ekki sé hundi út sigandi. 
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:33
Hann Bjössi okkar er svo duglegur að fara út með ruslið elsku kallinn.
Takk fyrir daginn í dag.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.10.2007 kl. 18:36
Jóhanna Hallbergsd (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 19:01
Já hann kom heim í dag blessað ljósið hennar mömmu sinnar. Hann fór svo að heiman áðan og ég rak nefið fast í hann áður en hann fór....Heimsljósslykt í nebbann
Ragnheiður , 23.10.2007 kl. 19:04
Þessar útmeðruslið-ferðir geta verið ansi varasamar ... Knús til þín, elskan. Var að kveikja á kerti fyrir Hilmar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.10.2007 kl. 19:34
Vöruskortur á heimilinu ! Það er af sem áður var þegar maðurinn veiddi til matar. Nú er það konan sem er oftast veiðimaðurinn.
Nýr málsháttur: Það er ekki barni með rusl út sigandi.
Anna Einarsdóttir, 23.10.2007 kl. 20:11
Iss kallinn hefði þá komið heim með kött nágrannans, búin að týna kattagúllasuppskriftinni.
Málshátturinn er góður
Ragnheiður , 23.10.2007 kl. 20:17
Það er búið að vera eitthvað svo mikið að gera í dag,
fór í klippingu og litun í morgun það tók nú sinn tíma,
en ég er að sjálfsögðu algjör pæja Dæ.Dæ.Dæ.
Vorum að passa allar snúllurnar í dag, eða aðallega
voru tvíburarnir að passa litlu snúllurnar.
Nú erum við hér alveg búnar á því, borðuðum yfir
okkur, að vanda, vorum með grænmetispastarétt
og hvítlauksbrauð.
Jæja best að fara að hvila sig.
Kveðjur til þín Ragga mín þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2007 kl. 20:18
Ekki er veiði veiði nema stórveiði sé.
Magnús Paul Korntop, 23.10.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.