Vitlaust veður
22.10.2007 | 16:10
en þið eruð líklega búin að fatta það upp á ykkar einsdæmi.
Hvuttarnir ætluðu ekki að fást út að pissa þegar ég kom heim. Það er brjálað veður hundapissumegin við húsið. Ég varð að segja þeim þrisvar að fara út að pissa !! Þá drifu þeir sig, með eyrun fokin aftur á rófu og pissuðu eins hratt og þeir gátu. Þeir voru krumpaðir í framan þegar þeir komu inn aftur.
Í gærkvöldi lá ég í sófanum og horfði á sjónvarpið. Allt í einu segir Steinar ; viltu ekki fara inn að sofa elskan mín ? ,,Ha?" segi ég alveg hissa. ,,það er örugglega betra en að hrjóta þarna !" segir hann aðeins pirraður. ,,Ég er ekkert að hrjóta !" segi ég. Þá lá Keli hjá mér og hraut af innlifun.
Nú liggja þeir hjá mér og ég held að Keli sé hræddur við lætin í rokinu. Ég verð líklega að sitja undir honum meðan það er hvassast. Sumir með músarhjarta !!
Athugasemdir
Keli er svo stór en svo mikil skræfa í leiðinni. Ég sendi Kelmundi klús.
Yndislega mikill dúfus
Solla, 22.10.2007 kl. 16:32
Ég sagði honum að koma og fá tölvuklús frá Sollu. Hann kom á harðahlaupum og loppurnar um hálsinn á mér ...
Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 16:46
Ææ eru fleiri með svona lítið hjarta
minni er svo illa við rok. Þá vill hún helst plata mig upp í rúm að lúlla.
kidda, 22.10.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.