Æj
21.10.2007 | 00:35
Þessi er tekin af www.visir.is
Ég er kannski ekki mjög kristilega þenkjandi en ég hló að þessu
Eftir tólf bjóra þótti Matt Martin tími til kominn að fá sér sundsprett. Matt er frá Newcastle í Bretlandi, en var í sumarfríi í Queensland í Ástralíu. Matt tók gott tilhlaup og stakk sér út í vatnið. Beint ofan á stóran krókódíl.
Króksi kunni þessu frekar illa og reyndi að borða Matt. Matt barðist hinsvegar um á hæl og hnakka og tókst að skreiðast á landi. Skildi þar með þeim króksa.
Matt var talsvert laskaður í framan. En ölið var ennþá í honum, svo hann bara lagði sig og fór að sofa. Eftir nokkurra klukkustunda svefn voru verkirnir hinsvegar orðnir svo miklir að hann vaknaði og druslaðist loks á sjúkrahús, þar sem hann var saumaður saman.
Veiðivörður í Queensland sagði; "Að drekka áfengi og fara svo að synda er slæm hugmynd. Að stinga sér út í vatn fullt af krókódílum er enn verri hugmynd."
Athugasemdir
Þessi (Matt) hefur greinilega verið búinn að drekka nóg.
Eiríkur Harðarson, 21.10.2007 kl. 00:43
Mig langaði bara að benda þér á þessa síðu :) www.123.is/valasvala. Lítil stelpa sem berst við hvítblæði :(
Hanna (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 01:37
Hahaha,sá hefur drukkið of mikið og króksa varð af vænum bita æææ.
Magnús Paul Korntop, 21.10.2007 kl. 04:33
Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:18
Aumingja króksi að hafa tapað af snakkinu sínu.
Snakkið lætur sér þetta vonandi að kenningu verða og hugsar sig tvisvar um áður en hann framkvæmir svona hugdettur
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 21.10.2007 kl. 11:42
Þetta er nú með þeim betri sem ég hef heyrt lengi...
Aumingja króksi að missa af snakkinu!
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2007 kl. 12:24
ÚFF!! kallgreyið! hann lætur sér þetta kannski að kenningu verða og drekkur minna næst
Huld S. Ringsted, 21.10.2007 kl. 12:31
Aumingja krókódíllinn. hehehehe..
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2007 kl. 12:39
Þetta sannar bara regluna um að best er að láta vínið eiga sig
sko eftir að hann fór að sofa, Krókódíllinn hefði nú getað skriðið á land.
því það á enga vini, og að sjálfsögðu ekki krógólíla
Enn það var gott að hann slapp greyið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.