Forgangsröðun
20.10.2007 | 12:57
ég þarf að fara að klára þvottahúskrílið mitt sem ég var að flísaleggja áður en ósköpin öll dundu yfir. Ég þarf að fara að gera fullt af hlutum sem setið hafa viljandi á hakanum. Umfram allt þarf ég að sleppa tökunum, leyfa öðrum að bera.
Jenný Anna (www.jenfo.blog.is) stendur í stórræðum, siðar til rasista. Það er verið að fjalla um þennan gamla Nóbelsverðlaunahafa sem lét frá sér ósmekkleg orð í garð svartra. Ekki tel ég nokkra leið að greina gáfnafar fólks eingöngu á hörundslit þess. Það er þá alveg eins hægt að nota skónúmer til að ákvarða greind. Sama nákvæmni í þeim mælingum geri ég ráð fyrir.
Hins vegar var áberandi (t.d. í þegar flóðin miklu urðu þar )New Orleans hversu margir þar voru þeldökkir og heimsbyggin sá þessa stórþjóð bregðast sínum eigin. Þar held ég að sé hægt að sjá samhengi, rosaleg fátækt t.d. meðal svartra bandaríkjamanna og félagslegar aðstæður þeirra í beinu samræmi við það. Þjóð sem sífellt ber sér á brjóst og telur sig vera þá bestu í heimi. Þjóð sem valsar inn í önnur lönd og stútar þar öllu og skemmir og eyðileggur...í nafni lýðræðis. Afsakið meðan ég æli.
Athugasemdir
Sammála -
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2007 kl. 13:06
Brilljant færsla og þetta með skónúmer og greind segir meira en 1000 orð
Ameríkanar eru í vægast hæpinni aðstöðu til að þenja sig og belgja.
Hafðu taumhald á framkvæmdagleðinni og mundu að með hægðinni hefst það.
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 13:13
Sammála Ragnheiður. Hrokinn í kananum er mikill, þykist vera í stríðsrekstri til að aðstoða fólki að komast undan harðstjórn en á sama tíma lepur stór hluti þjóðarinnar dauðann úr skel.
Gangi þér vel með framkvæmdina en farðu þér rólega
Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 13:27
Góð færsla ragga.
Bandaríkjamenn eru snillingar í því að leika heimslögreglu en gleyma sínum eigin þegnum og þetta með flóðin í New Orleans er bara 1 dæmi af mörgum um hringlandaháttinn sem þar er við lýði.
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 13:50
sammála ykkur stelpur, og maður getur orðið svo reiður
það er svo lítið sem ekki neitt sem hægt er að gera.
Hrokinn er sú versta fyrirlitning sem til er,
og er hann afar víða því miður. þarf að leggja mig aðeins
heyri í ykkur. Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2007 kl. 13:53
Frú Bush, fyrrverandi forsetafrú og núverandi móðir forseta Bandaríkjanna sagði nú bara um hörmungarnar í New Orleans og hvað gekk illa að hjálpa fólki:
"Æ, þau eru vön því að vera fátæk, þau bjarga sér"
Segir margt ekki satt?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 17:56
Vertu bara slök með baðið, þetta kemur allt með kalda vatninu. Vona að þú hafir það sæmilegt í kvöld mín kæra. knús til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 20:03
Góð samlíking þetta með skóstærðirnar. Eigðu gott kvöld elskan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 20:19
ég nota skó nr 38.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 00:00
ég nota skó nr 40, hvort er það betra eða verra ? við verðum að smíða einhverja gloríureglu um þetta...
Eftir því sem konur hafa minni fætur eru þær gáfaðri.
Eftir því sem karlar hafa stærri fætur eru þeir gáfaðri
Svona....! Gáfnareglur Ragnheiðar !!
Ragnheiður , 21.10.2007 kl. 00:11
Min kæra vonandi liður þer betur i dag en gær.Þetta sem eg ætla að segja þer fer alveg að koma hef akveðið að blogga það verð bara að vanda mig þetta er svo viðkvæmt en samt verð eg að koma þvi þannig að eg geti rætt .það og kannski fengið rað og hjalp svo mer liði ekki svona illa fyrirgefðu að eg skyldi segja þetta þvi þer liður örugglega miklu ver.Sofðu vel Ragnheiður min ,skrytið hvað eg fann i þer eg veit ekki hvað a að kalla það en eg er þannig að eg er afar varkar iaðkynnast folki en eg treysti þer fyrir ninni mestu sorg sem eg hef upplifað byrja að blogga a morgunn.Dreymi þig vel
Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 00:12
Gerðu það Helga mín og góða nótt sömuleiðis.
Ragnheiður , 21.10.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.