Komin heim

en aðeins seinna ef efni stóðu til. Annarra vesen bitnar stundum á manni og það er ekkert skemmtilegt.

Bubbi söng fyrir mig á heimleiðinni, sem farin var á gamla höfðingjanum sem ekinn er aðeins 430.000 kílómetra. Það er ekkert lát á þessum eðalvagni. Hann hefur nú lokið sínum ferli sem leigubifreið með glans en er einkabifreið frú Ragnheiðar þegar eðalvagnadeildin er forfölluð.

en þetta söng Bubbi fyrir mig nú og ég varð svolítið lítil innan í mér..

 

Þar sem englarnir syngja sefur þú.

Sefur í djúpinu væra.

 Við hin sem lifum,lifum í trú.

 Að ljósið bjarta skæra.

 Veki þig með sól að morgni.

Veki þig með sól að morgni.

 Drottinn minn faðir lífsins ljóss.

 Lát náð þína skína svo blíða.

 Minn styrkur þú ert,mín lífsins rós.

Tak burt minn myrka kvíða.

Þú vekur hann með sól að morgni.

 Þú vekur hann með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sól.

Lýsa upp sorgmætt hjarta.

Hjá þér ég finn frið og skjól.

Láttu svo ljósið þitt bjarta.

 Vekja hann með sól að morgni.

Vekja hann með sól að morgni.

 Drottinn minn réttu sorgmæddri sál.

Svala líknarhönd.

Og slökk þú hjartans harmabál.

Slít sundur dauðans bönd.

Svo vaknar hann með sól að morgni.

Svo vaknar hann með sól að morgni.

Farðu í friði vinur minn kær.

Faðirinn mun þig geyma.

Um aldur og ævi þú verður mér nær.

Aldrei ég skal þér gleyma.

Svo vöknum við með sól að morgni.

Svo vöknum við með sól að morgni.

Svo vöknum við með sól að morgni.

Svo vöknum við með sól að morgni.

 

Ég sakna Hilmars mest á kvöldin, þegar myrkur er komið og ég sé jafnvel stjörnurnar. Þá horfi ég á þær og hugsa ; hvar er strákanginn minn sem vildi öllum vel ? Hvar er barnið mitt ?

Það er erfitt.

Ljós fyrir stúlkurnar mínar, Gíslínu, Þórdísi Tinnu og Þuríði Örnu. Ljós fyrir englastrákinn minn Hilmar.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta lag var spilað við jarðarför systursonar mannsins míns fyrir rúmum tveim árum, hann dó í vélsleðaslysi norður á Dalvík og átt tvo litla drengi, þetta lag á sérstakan sess í mínu hjarta síðan.  Vona að þú hvílist í nótt elsku Ragga mín, allar mínar bænir berist þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er afskaplega fallegt. Knús Ragnheiður mín. Sofðu vel.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.10.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt hjá Bubbanum.  Knús inn í nóttina Ragga mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 01:06

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hæ mig langaði að senda þér link sem mér fannst vera fallegt fyrir þig og Himma http://www.youtube.com/watch?v=GcQQsLvzOJg&mode=related&search=

Ásta María H Jensen, 16.10.2007 kl. 01:14

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús, elsku stelpan mín. Sofðu rótt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 01:30

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mikið sem ég skil þig vel Ég er nú svo lítil í mér stundum að ég get ekki hlustað á þetta lag nema hágrátandi. Á svona stundum mega orð sín svo lítils, ég hins vegar tók um axlirnar á þér í huganum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.10.2007 kl. 07:31

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þetta Bubba lag er svo flott og linkurinn sem Ásta María sendi þetta lag var spila í útförinni hans og ég fer alltaf að gráta þegar ég heyri það rosalega fallegt... eigðu góðan dag Ragga og kveðja til ykkar allra á álftanesinu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.10.2007 kl. 08:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 09:31

9 identicon

MIN KÆRA EG GET ALDREY HALDIÐ AFTUR AF TARUNUM ÞEGAR EG SE TEXTAN VIÐ ÞETTA LJOÐ,EN ÞAÐ ER LIKA GOTT AÐ GRATA ÞAKKA FYRIR MIGKVEÐJA HELGA

Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband