enn og aftur

svíður undan óviðeigandi myndbirtingum. Núna á stöð 2 skandalinn...mynd á visi.is og í fréttum stöðvarinnar í kvöld af hjóli unga mannsins sem lést í dag. Allir hjólamenn þekkja svona hjól á löngu færi, allir aðstandendur þekkja hjól ástvinar síns.

Enn og aftur, þetta eru óþarfar myndbirtingar og þær gera ekkert nema særa þá sem eiga skilið virðingu og tillitssemi  í sinni sorg og sínum missi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Ragnheiður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil ekki alveg af hverju það þarf að vera að birta myndir af slysstað.  Það þjónar varla upplýsingaskyldu.  Nógu slæmt er að lesa um banaslys og önnur umferðarslys, þó maður þurfi ekki að horfa á vettvanginn líka.

GN

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: kidda

Mikið er ég sammála þér með þessar myndbirtingar. Okkur hinum kemur ekkert við hvernig bílar eða hjól lenda í slysum.

Knús og klús fyrir nóttina

kidda, 15.10.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Oft hugsað það sama, sé ekki tilganginn með svona myndbirtingum, við erum alltof fá í þessu landi til að falla í einhvern fjölda svo það er óhjákvæmilegt að einhver kannist við það sem sést á myndunum.

Annars bara góða nótt Ragnheiður mín og hafðu það alltaf sem best. Þú ert einstök kona.

Gíslína Erlendsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:45

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sammála,furðuleg myndbirting og ALGERT tillitsleysi við aðstandendur þess látna.

Magnús Paul Korntop, 15.10.2007 kl. 23:59

6 identicon

Ragnheiður min missti allt ut ur tölvunni eg held samt að þu hafir verið buin að lesa það sem eg sendi þer aðan er þetta ekki rett sloð sem eg sendi þer nuna eg er her nybyrjuð að nota tölvu og er að fikra mig afram þetta kemur alltef maður er nogu akveðin Eneg sendi þer osk um goða nott Helga

Helga Valdimarsdottir. (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 00:11

7 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir kommentin elskurnar.

Helga mín ég skoða það bara og bæti þér við sem bloggvinur minn

Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband