ég hef ekki í hyggju að vera á
15.10.2007 | 16:10
dómaravaktinni.
Ég les oft ýmsa dóma mér til fróðleiks og fletti undantekingarlaust upp dómum sem fólk er að fjalla um á bloggsíðum. Sjaldnast sé ég ástæðu til að blogga um dóma enda margt sem veldur því að dómar séu felldir með þeim hætti sem dæmin sanna. Ég hef þó viljað fá þyngri dóma gegn þeim sem brjóta gegn fólki s.s. líkamsárásir og nauðganir. Hilmar minn fékk sjaldnast neinn afslátt af sínu enda um það að ræða að hann hafði stolið einhverju eða átti ekki peninga til að greiða sektir sem hann fékk fyrir umferðarlagabrot.
Þessi dómur sló mig í dag. Dómurinn er hérna .
Fyrir aðra nörda eins og mig þá er hægt að fylgjast með dómum á (www.domstolar.is) og líka (www.haestirettur.is)
Annars er ég að hlusta á Ögmund Jónasson, það er verið að fjalla um frumvarp um sölu áfengis og tóbaks. Frumvarp 17 þingmanna um að koma vínsölu í matvöruverslanir. Ögmundur er eins og ég, alfarið á móti. Klapp fyrir VG
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér Ragnheiðu, dómar fyrir ofbeldi og nauðganir eru alltof léttvægir í samanburði við minni afbrot!
Varðandi þetta frumvarp þá vona ég svo sannarlega að það verði fellt, ég er svo mikið á móti því og eiginlega bara hrædd við það.
Huld S. Ringsted, 15.10.2007 kl. 16:23
Það vilja fæstir sjá ungt fólk í fangelsi. Þess vegna er svo út úr öllu korti að ungir menn skuli sitja inni ár og síð fyrir hnupl, smáþjófnaði og umferðarlagabrot. Nær væri að skikka þá í vinnu á vegum hins opinbera til að greiða skuldir sínar og það tjón sem þeir hafa valdið - þannig væri beinu réttlæti mun betur þjónað og allir fengju sitt. Það væri bein tenging á milli afbrots og refsingar.
En á sama tíma og þessir ungu menn, eins og Himmi þinn, fá engan afslátt, eins og þú orðar það, er lítt amast við mönnum sem ógna öryggi samborgara sinna.
Takk fyrir öll þín skrif. Ég les þau reglulega.
Kolgrima, 15.10.2007 kl. 16:30
Hilmar minn hefði verið endurhæfanlegur. Hann var ljúf sál og meiddi engan. Þannig strákar eiga ekki að sitja innan um þá verstu af þeim verstu.
Svoleiðis strákar eiga heldur ekki að fá margfalda þá dóma sem aðrir fá fyrir mun verri brot.
Í fyrra sat hann í 9 mánuði.
Þið getið farið í dómaleit á www.domstolar.is og flett upp Hilmari Má Gíslasyni...sjáið bara sjálf hvað hann fær dómana fyrir og berið þetta saman við annað.
Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 16:37
Þetta er rétt með dómana en þeir eru ekki að taka mið af alvarleika brotsins og t.d sat pabbi minn inni í mörg skipti fyrir að stela rusli og þá meina ég t.d notuðum fatardruslum þegar hann var í lyfjavímu og alltaf var dómurinn 3 til 9 mánuðir inni,ég les líka dóma á netinu og er með síðurnar vistaðar í favorites og þá hlýt ég líka að vera smá nördi.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.10.2007 kl. 16:54
já það er rétt Katrín, þeir virðast stundum ekki í samræmi við brotið. Auðvitað vorkenni ég því fólki sem átti bílana sem hann fór inn í. Hann fór tvisvar inn í íbúðarhús og ég hef grun um að í annað skiptið hafi hann verið "sendur". Hitt skiptið reyndar álíka aulalegt system...
Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 17:03
Mikið rétt hjá ykkur, mér finnst að það eigi að taka tillit til aðstæðna.
Það var einu sinni maður alveg frábær karl, en einn leiðan sið hafði hann. Á kvöldin þegar fólk var komið í ró, fór minn maður á snúrur fólks og tók allt sem hann náði í, fór með það í bílskúrinn sinn.
eitt sinn hringdi konan hans á pólitíið, komu þeir og báru alla pokana út að bíl, en á meðan þeir voru að því laumaði hann alltaf einum og einum til baka. Ekki var hann kærður eða handtekinn, það hafði ekkert upp á sig. það var bara hafður allur háttur á að skila fötunum aftur, engin með leiðindi. Ég mundi eftir þessu þegar Katrín sagði frá pabba sínum, en hann var bara ekki eins heppinn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2007 kl. 17:28
Komst að því í dag að það er hægt að inna af hendi samfélagsþjónustu í stað sekta ef ákveðin skilyrði væru fyrir hendi. Hélt að þetta væri ekki til hér á landi.
Ætla að reyna að muna eftir að kynna mér þetta betur í fyrramálið
kidda, 15.10.2007 kl. 17:45
Takk fyrir linkana, gott að geta lesið dómana í heild sinni. Annars er þetta með ólíkindum.
Hvað varðar áfengissölu í matvörubúðum er ég líka alfarið á móti, fyrir nú utan hvað mér finnst það mikill hégómi þegar þarfari verk er að vinna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.