Veit ekki alveg
15.10.2007 | 12:04
upp á hvað ég ætla að bjóða núna en ákvað að opna gluggann og sjá hvað kemur. Fékk áðan ágæta skýringu á því hvers vegna mín kæra Jenný flaug ekki af hankanum í gær þegar einhver sérfræðingur í dónaskap tautaði um BDSM. Hún hafði náttlega ekki grun um hvur röndóttur þetta var. Eðlilega. Það voru áreiðanlega margar virðulegar húsmæður sem höfðu ekki um þetta hugmynd fyrr en þetta kom upp í sambandi við Guðmund í Byrginu. Það mál er nú á leið fyrir dóm og umfjöllun um það frestast þar með hérna allaveganna.
Þau ykkar sem lituð yfir á síðu systur minnar hafið eflaust velt fyrir ykkur hversu svipaðar skoðanir við höfum á þessu tabú máli sem neikvæð umfjöllun um áfengi er. Það má kannski rekja það til þess að við erum að sjálfsögðu aldar upp við það sama og það var ekki jákvæð upplifun af víni. Vín var nánast aldrei haft um hönd hjá foreldrum okkar, þetta var ekki á því heimili. En hitt er aftur staðreynd að með árunum þá höfum við systur reynst hafa svipaðar lífsskoðanir og svipaða trú. Stundum finnst mér við vera sitthvor hliðin á sama peningnum. Við erum ekki áberandi líkar í útliti en þó nokkuð sterkur svipur. Hvorug okkar hefur fengið nokkuð ókeypis í lífinu og þurft að klífa stundum heilu hamrabeltin til að komast áfram í lífinu. Þá höfum við bara gert það enda glymur sífellt í höfði okkar ráðlegging mömmu heitinar ; þú getur það sem þú vilt. Systir mín er ein af mínum uppáhaldsmanneskjum og henni treysti ég betur en flestum öðrum. Hún er engillinn minn
Ég er ekki að hugsa mér að best sé að banna áfengi. Það held ég að myndi seint virka. Hinsvegar finnst mér að við (þessi fullorðnu) eigum sjálf að leggja línuna í þessu og ganga á undan með góðu fordæmi. Hver maður hefur vald til að breyta hjá sér sjálfum en vald yfir öðrum á enginn að hafa.
Ég var að komast að því í þessum töluðu orðum að ein bloggvinkona mín síðan frá fornu fari er að aðstoðarverslunarstjóri í versluninni sem Björn þrammar um í á nóttunni . Kveðja til baka mín kæra.
Nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili enda komin með Björn hér mér til selskaps.....best að fara bloggrúntinn.
Athugasemdir
Mar þarf að hafa víðtæka kunnáttu á kynlífssmekk fólk til að vera gjaldgengur í umræðuna á blogginuhehe.
Systir þín er frábær, af skrifunum hennar að dæma og ég er viss um að hún er ekki síðri merkis manneskja en þú.
Njóttu dagsins ljósið mitt
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 12:27
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 15.10.2007 kl. 13:52
RAGNHEIÐUR, LES SKRIFIN ÞIN A HVERJUM DEGI EF ÞU BARA VISSIR HVAÐ EG AÞER MIKIÐ AÐ ÞAKKA ÞAÐ ERU FORRETTINDI AÐ FA AÐ NYTA SER VISKU ÞINA OG HUGREKKI.Egmundi gjarnan vilja gerast bloggvinur þinn ef þu hefur stað fyrir mig.Þusund þakkir kveðja Helga
Hrelga Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:45
Það er alveg pláss fyrir þig , ég þarf bara að fá slóðina til þín rétta fyrst Takk fyrir hrósið
Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.