Kona virkar ekki
14.10.2007 | 17:59
nema í réttum búðum. Það sannaðist endanlega í dag. Ég heimtaði að fara í Krónuna og fyrir valinu varð Krónan á Bíldshöfða. Við löbbum inn og tökum körfu. Búðin er afar björt og falleg, kjötborðið er mjög fínt. Ég fann þar bolasneiðar, svo örþunnar að þær litu út fyrir að hafa verið sneiddar af með ostaskera. Ég er alls ekki viss um að restin að bolanum sé dauð. Hann er kannski á vappi einhversstaðar með plástur á rassinum ?
Ég fann samt nánast ekkert af því sem á innkaupalistanum var. Það endaði með því að ég gafst upp og fór á kassann. Steinar eitt spurningarmerki í framan og spurði ; ha, ertu búin að gefast upp ? Ég varð að viðurkenna það. Við skruppum til Himma og fórum svo í venjulega verslun, Bónus. Ég var nánast búin að fylla körfuna á fimm mínútum, þá brosti minn kall út að eyrum. Þarna kannaðist hann við sína konu.
Ljósasíðurnar eru í fullu gildi og ég vil beina því til ykkar að senda henni Gíslínu eins mikið af góðum hugsunum og þið getið bara. Hún á kertasíðu hérna í hlekk til hliðar.
Athugasemdir
Hef aldrei í Krónuna komið og er arfasnobbuð í búðarmálum. Versla í Hagkaup (en við erum bara tvö).
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 18:05
Ég versla mikið í Bónus en flestallt kjöt í Nóatúni og fisk í þar til gerðum búðum
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 18:43
Ég er sjálf rosalega vanaföst með matarbúðir og ef ég reyni að fara í nýja búð að annað hvort finn ég ekkert eða kem út með eitthvað allt annað en ég fór til að kaupa
Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.10.2007 kl. 18:48
Já þetta er sko mikið vesen Katrín
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 18:56
Já svelti frekar en að fara inn í Krónuna... sóðaskapurinn er líka með eindæmum... alla vega í Hafnarfirði... ég skora á Heilbrigðiseftirlitið að kíkja þar inn með eyrnapinna og gúmmíhanska...
Linda Lea Bogadóttir, 14.10.2007 kl. 23:17
Já oj...ég var ekki þar sem betur fer
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 23:31
Hahahaha Boli á vappi með plástur á rassinum. Þú ert frábær.
Ljúft hjá þér að hugsa svona vel um Gillí, Ragnheiður mín.
Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:57
Flott hjá þér að fara bara í bónus, það er bara BÚÐIN.
Ég er nú svo lánsöm að eiga tengdason fyrir sjómann
fæ þann fisk sem mér hugnast best, sem er Hlýri, karfi, steinbítur,
lúða, rauðspretta og siginn fiskur,
svo eitthvað sé talið upp. (Borða ekki ýsu)
Kjötið kaupi ég í vinnslu sem heitir Viðbót og er hér á Húsavík,
þar fæ ég allt kjöt sem ég vill, og eins og ég vill hafa það,
þeir eru líka með hreindýr, það er toppurinn.
Á Húsavík er bara Samkaup/Úrval og kaskó sömu eigendur.
Við förum alltaf á Akureyri í Bónus og Hagkaup til að kaupa sérvöru.
Þarna sjáið þið hvað við erum snobbuð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2007 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.