Nú verð ég steindrepin
14.10.2007 | 12:02
en það verður að hafa það. Hún Jenný hefur oft skrifað um eril vin sinn sem er sífellt á skallanum oní bæ og með allskonar attitjúd þar. Mígur utan í alla kofa og bara til tómra vandræða. Ég var að lesa á barnalandi áðan og þar eru 2 umræður um 15 unglinga sem skiluðu sér nánast án rænu heim vegna drykkju.
Ég sótti nokkrum sinnum miðson minn við slíkar aðstæður. Eitt sinn var nánast búið að hvítskúra svarta maríu að innan með hans hátign sem vissi ekki í þennan heim né annan. Hjálpsamir lögreglumenn aðstoðuðu mig við að koma hans hátign í aftursætið og ég setti barnalæsinguna á svo kappinn húrraði ekki út einhversstaðar á miðri leið. Svo var ég að vesenast með sjálfri mér hvernig ég ætti að komast með líkið upp á 4 hæð. Engin lyfta,bara tröppur og hánótt. Ég var náttlega fokreið við hann og þegar ég ríf upp hurðina fyrir utan heima þá hundskamma ég minn strák (maður á svosem ekki að skamma fólk meðan það er drukkið) og það bregður svo við að herrann bregst reiður við aðfinnslum móðurinnar. Hann skálmar hinn versti upp allar tröppur og inn heima. Snarast inn í herbergi og skellir á eftir sér. Ég heyri eitthvað bras og brölt sem benti til þess að hann væri að reyna að hátta sig. Eftir augnablik skálmar móðgaða afkvæmið inn á kló, sest á klóið og ælir í óhreina tauið. Hann hlær í dag að þessu með mér.
Ég leyfði mér að afrita eitt móðurinnleggið áðan ;
"Ég hringdi í lögguna í gær og spurði hvað ég gæti gert, ég væri með rænulausan ungling sem ég vildi ekki hafa svona inná heimilinu og vildi vita hvar hann hefði fengið vín, En lögreglan svaraði að ég yrði bara að bíða þar til rynni af honum þeir gætu ekkert gert, Við fórum með hann á slysó til að láta taka blóðprufu til að sjá hvort þetta væri eitthvað meira en vína en þau vildu heldur ekkert gera þar.
Mér fynnst að það ætti að taka þessa krakka og láta þau sofa úr sér á lögreglustöð og yrirheyra þau svo þegar þau vakna.
það þíðir því miður ekkert að setja reglur það er ekkert farið eftir þeim, stundum fynnst mér mikil synd að öll þessi barnaheimili hafi verið lögð niður, það mætti fara einhvern milliveg á uppeldi í dag og´fyrir 40 árum"
Persónulega finnst mér víni allt of mikið hampað nú til dags og þá af okkur sem eldri erum. Það erum við fullorðna fólkið sem leggjum sjálf þessa línu. Það er ætt í bæinn og djammaður af sér hausinn. Krökkunum hent í ömmur og afa -krakkarnir eru ekkert vitlausir , þeir vita alveg hvað er í gangi. Öll vínneysla er sett í einhvern sparibúning og þeir sem ekki lenda í vandamálum með vín telja sig oft á tíðum geta litið niður á hina sem fara í meðferð og sérstaklega á þá sem eru komnir alveg í ræsið. Það er vel hægt að skemmta sér án áfengis, það er enginn vandi. Meðan við ölum börn okkar upp við að vínneysla sé fín, það sé gott að fá sér öl með boltanum þá er engin von til árangurs. Og þegar við erum búin að ala börnin upp við það sem við teljum fína vínmenningu og krakkinn kemur sauðdrukkinn heim þá þýðir bara ekki að fá eitt stykki æði yfir því. Krakkar þamba eins og kálfar af dalli í fyrstu atrennum sínum við að höndla áfengi. Þau kunna ekkert á það, eðlilega ekki.
Maður getur vel lesið örvæntingu móðurinnar út úr innlegginu sem ég setti inn að ofan. Hún vill gera eitthvað en finnur kannski ekki neina leið svona strax.
Hættum að hampa þessu helvítis víni og reynum að vera eins og almennilegar manneskjur !!
Athugasemdir
Sammála þér, vín er glamoriserað af fullorðnu fólki, eins og það sé ekki áfengisvandamál til staðar í þjóðfélaginu. Það er dálítið langt frá sannleikanum. 'Eg er hlynnt skemmtunum án áfengis, sérstaklegar þar sem börn eru til staðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 12:08
hey hey
Bergdís Rósantsdóttir, 14.10.2007 kl. 12:11
Sammála þér með þetta. Auðvitað eigum við að hætta að hampa víni. Og þá sérstaklega fyrir framan áhrifagjarna unglinga.
Bryndís R (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 12:19
Sammála. Takk fyrir góða færslu.
Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 13:29
Já hvað eiga mæður að gera, þegar svona stendur á. Þá er bara hróp út í tómið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 14:07
Mæltu kvenna heilust.
Magnús Paul Korntop, 14.10.2007 kl. 14:07
Góður pistill Ragnheiður takk fyrir.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.10.2007 kl. 14:13
Þórdís tinna, 14.10.2007 kl. 14:18
Já er sammála þessari færslu og maður sjálfur er kannski dálítið með þá hugsun að vín sé í lagi af því að löglegt en ég veit sjálf af eigin reynslu að vínið er alls ekki síður hættulegt heldur en ólögleg fíkniefni og eins og þessi kona mælti að þá gæti verið gott að geta tekið strax á þessu af alvöru en það er talað fyrir lokuðum eyrum og hvað mér kvíður fyrir að eiga mjög líklega eftir að fást við þetta
Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.10.2007 kl. 14:49
Góð hugsun...
Linda Lea Bogadóttir, 14.10.2007 kl. 15:02
Sammála Ragnheiður. Eitthvað verður að gera, og þá liggur beinast við að byrja á heimilinu!. Mér list ekki á, ef leift verður að selja bjór á léttvín i matvöruverslunum. Ég bjó 5 ár í Danmörku, þar sem aðgengi að áfengi er opið, var það með táninga, sem gátu farið og keypt bjór á næstu bensínstöð eða matvörubúð. Og sem fyrrverandi eiginkona alkóhólista, þá veit ég að hætta er á sama munstri hjá börnunum, enda er annar sonurinn að berjast við Bakkus í dag. Hinn sonurinn var i sama farinu, en tók einn daginn ákvörðun um að hætta, og stendur sig í því. Dæturnar stóðu sig betur, varð ekki vandamál hjá þeim.
Við sem foreldrar, eigum EKKI að hampa áfengi sem einhverjum sjálfsögðum hlut, það þarf ekki heldur að fela það kanski, því ef unglingar ætla sér að prófa, þá gera þau það.
Við þurfum að fræða unglingana um skaðsemi, áhættu sem þau taka, afleiðingar. Þegar útí áfengisneyslu er komið, er skrefið svo stutt í önnur efni, afbrot, skemmdarverk og annað. Auk þess sem að þeir sem næst þeim standa, eru særðir, hræddir og oft ráðalausir.
Þekki þetta svo vel.
AnnaS (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:29
Hæ stelpur er sammála ykkur.
Fyrir mörgum árum var ég í barnaverndar-nefnd, það var diskótek
uppi í félagsheimili fyrir eldri bekki skólans, við vorum kallaðar til vegna gruns um vín drykkju, þegar við komum á staðinn er það fyrsta sem ég sé,dóttir mín á perunni, ég fékk áfall eins og þið skiljið hafði aldrei séð það áður, diskó-haldarinn tjáði mér að hún hefði verið að koma inn og hefði hann ekki hringt út af henni, ég bað vinkonur hennar um að fara með hana út meðan ég væri að vinna mitt starf, fór síðan heim með hana reyndi að láta hana æla og síðan í rúmið.
Daginn eftir var henni boðið upp á vín, hún fór beint fram á bað og ældi. Get ekki sagt að hún hafi smakkað vín síðan, alla vega harla lítið sem ekki neitt. K.v.Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.10.2007 kl. 17:33
frábær færsla hjá þér Ragnheiður, eins og talað úr mínu höfði en við erum því miður að gera vínið sjálsagðara en vatnið okkar í krananum með þessu ellífðar hampi! Ekki er ég þó neitt á móti víni þannig séð, finnst allt í lagi aðfá mér 1-2 glös, en að gera þetta svona bráðnauðsynlegt og jafnsjálfsagt eins og það er í dag finnst mér miður. Áfengisauglýsingar eru jú bannaðar, en, flettirðu nokkurn tíma glanstímariti án þess að þar sé einhver vin"umfjöllun" sem er auðvitað ekkert annað en pjúra auglýisng. Hvað gerðist ef t.d. væri farið að "kynna" tóbak, og önnur eiturlyf, værum við svona sofandi fyrir þeim auglýsingum? maður spyr sig.
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.10.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.