mikið rætt um pólitík
14.10.2007 | 10:58
á bloggsíðunum eins og sakir standa. Ég er búin að lesa pista frá hinum og þessum, yfirlýstum stuðningsmönnum í þessum og hinum flokknum. Það er magnað að lesa fyrir mig, eins lítið pólitísk og ég er og treysti reyndar stjórnmálafólki alls ekki. Mér finnast alltaf skína í gegn eiginhagsmunapot og loforðin öll sífellt innantóm. Umræðan er túlkuð hjá hverjum og einum eftir því hvernig hann sér hlutina, sumir eru svo fastir á spori flokksins að þeim er fyrirmunað að sjá nokkuð annað en strikið sem flokkurinn er búinn að leggja.
Í sambandi við brotthlaup Björns Inga átti að mínu mati að efna til kosninga, um annað gat ekki verið að ræða. Þessir flokkar sem nú eru við völd fengu ekki til þess brautargengi í sl kosingum. Það er ljóst.
Oft er sagt að ekkert brenni heitar en heift forsmáðrar konu. Ég er búin að sjá að það er ekki allskostar rétt. Heift forsmáðs stjórnmálamanns getur brunnið álíka heitt. Alfreð Þorsteinsson virðist hafa eytt tíma sínum (eftir að hann var settur út úr sjúkrahúsnefndinni) í að plotta magnaða hefnd gegn sjálfstæðisflokknum. Gat maðurinn ekki bara tekið upp á einhverju skemmtilegu hobbýi ? Púsluspil er oft ágæt til að eyða tímanum.
Í huga mínum er strik, það er grátt. Vinstra megin við það eru stjórnmálamenn landsins. Þeir fá ekki að komast hægra megin við það nema þeir geri eitthvað vitrænt í þjóðfélaginu. Það er einungis einn sem er hægra megin ss í náðinni hjá mér. Það er Jóhanna Sigurðardóttir. Hinir mættu allir fara að vinna í Nóatúni bara til að kynnast betur sinni þjóð.
Heilbrigðiskerfið er komið að fótum fram. Það eru til úrræði fyrir suma sjúkdóma en ekki aðra. Sjúklingar eru sortéraðir ...það er t.d. ekki fínt að þjást af geðröskunum og kljást þá í framhaldi við offitu. Það sá ég í pistli ungs manns í gær. Það er heldur ekki notalegt að gera eins og ég um árið. Lögð inn yfir nótt í verkjameðferð, bókuð í aðgerð, send heim í millitíðinni. Á leiðinni heim rukkuð um nokkuð háa upphæð. Í annað sinn var ég send í magnaða myndatöku og þurfti að reiða fram á 12 þúsund fyrir það. Ég vil ekki að maður þurfi fyrst að gá í veskið áður en það líður yfir mann. Enn eitt fór í mig um daginn. Aðili sem ég þekki þarf að fá lyf í æð og auðvitað á sjúkrahúsi, þó maður sé klár í útsaumssporum og annari meðferð nála þá getur maður kannski ekki þrætt æðalegg í sjálfan sig. En viðkomandi þarf að leysa lyfin út úr apóteki og koma skálmandi með þau með sér !!
Það þarf að laga þetta kerfi. Það er ljóst.
Nú lýk ég þessum ópólitíska pistli á sunnudagsmorgni. Minni á kertasíðurnar fyrir þá sem vilja og nýja msnið mitt. Farin að laga kaffi.
Athugasemdir
Það líður yfir mig bara við það að kíka í veskið... hahaha
En Guði sé lof fyrir Jóhönnu Sigurðar - hún á eftir að gera eitthvað gott fyrir litla manninn.
Linda Lea Bogadóttir, 14.10.2007 kl. 11:20
Hehe já og svo er það líka í stöðunni
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 11:33
mikið er ég sammála þér um þessa pólitík. Það er svo margt sem þarf að laga en það virðist ekki vera áhugi fyrir því hjá flestum þessum pólitíkusum.
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 14.10.2007 kl. 11:34
Heyr heyr, tek undir þessi orð þín um heilbrigðiskerfið. Fæ reyndar alltaf kjánahroll þegar menn missa sig í persónulegt skítkast í pólitíkinni í stað þess að vera málefnalegir og reyna að vinna að bættum hag fólksins í landinu. Oft lítur þetta út sem persónulegt framapot og menn selja sig oft ansi ódýrt ,nema Jóhanna Sig.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:43
Heyr heyr, tek undir þessi orð þín um heilbrigðiskerfið. Fæ reyndar alltaf kjánahroll þegar menn missa sig í persónulegt skítkast í pólitíkinni í stað þess að vera málefnalegir og reyna að vinna að bættum hag fólksins í landinu. Oft lítur þetta út sem persónulegt framapot og menn selja sig oft ansi ódýrt ,nema Jóhanna Sig.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:44
Neee hvernig fór ég að þessu? Addaði mér tvisvar inn með sama komentið, hehe, bæti um betur og set það þriðja.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:50
Ópólitiskt eða ekki. Ég tala heldur ekki um pólitiík á blogginu enda er ég ekki pólitísk en það hafa víst allir einhverjar skoðanir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.10.2007 kl. 12:01
Þú ert bara mjög pólitísk Ragga mín og mér finnst þetta bara helv... góð pólitísk greining. Ég vil kosningar líka, til að hafa lýðræðið eins virkt og hægt er og helst vil ég meirihluta vinstri flokkanna í RVK og án þátttöku Binga.
Ég er eimitt að kaupa lyf og fara með þau með mér upp á spítla þar sem þeim er dælt í mig.
Smjúts og njóttu kaffisins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 12:03
Vá, þetta er ótrúlegt! Gerði mér enga grein fyrir að kerfið væri orðið svona slæmt. Ég las líka bloggið hans Valgeirs í gær og finnst hann algjör hetja. Ég hélt að það væri bara ákveðin mannvonska sem ég hefði lent í sjálf þegar ég þurfti sjálf að undirbúa mig undir stóra skurðaðgerð 2004 og m.a. sprauta mig sjálf með venjulegri sprautu ... samt mega t.d. sjúkraliðar ekki sprauta, bara læknar og hjúkkur. Fjóla Æ var með ansi góðar pælingar á bloggi sínu í gær um okur á opinbera aðila og talar þar um Tryggingastofnun. Ég held að flestir okri þegar þeir selja bæði efni og vinnu til hins opinberra, m.a. sjúkrahúsanna, það mætti ef til vill lækka kostnað með því að kanna það frekar en að okra á þeim sem minna mega sín, sjúklingunum sjálfum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 13:06
Já ég las einmitt pistil Fjólu. Hún opnar þar á mál sem enginn pælir beint í. Það er ekki eðlilegt að TR þurfi að kaupa hluti á þreföldu verði..peningunum gæti verið svo miklu betur varið.
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 13:10
Hæ Ragga.
Eftir því sem mér skilst að þá eru ekki haldnar kosningar nema ekki sé hægt að mynda starfhæfa stjórn/meirihluta en það var nýr meirihluti myndaður í kjölfarið á hvellsprengingu Binga,ef það hefði hinsvegar ekki verið myndaður nýr meirihluti og ljóst að það tæki tímann sinn þá hefði verið boðað til kosninga en þess þurfti semsagt ekki núna.
Magnús Paul Korntop, 14.10.2007 kl. 14:01
Ég veit Maggi en að mínu mati er þetta hálfóstarfhæf stjórn en ég er náttlega með stjórnmálamannaofnæmi í bili
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.