Örlítið hlé

sem kannski verður ekki að neinu, það kemur í ljós. Ég samþykkti ekki bloggvin í gær og við gera grein fyrir hvers vegna. Þeir bloggvinir sem hér eru koma úr ýmsum flokkum og stöðum, þeir eru alveg ósortéraðir....liggja þarna í óreiðu eins og ósamstæðir sokkar. Í gær barst mér beiðni frá félagi ungra frjálslyndra, þeim hafnaði ég á þeirri forsendu einni að hér fer ekki fram pólitískt blogg nema þá alveg í örmynd. Nú geri ég alls ekki lítið úr ungum frjálslyndum né öðrum ungliðahreyfingum,alls ekki. Ungt fólk með sannfæringu er flott fólk. Þeirra er framtíðin. Hérna er samt ekki réttur vettvangur en bestu óskir til ykkar.

Eins og fyrirsögnin bendir til þá hef ég hugsað mér að taka mér hlé. Mér finnst stundum svo óþægilegt hversu margir eru að rápa um á síðunni minni án þess að ég verði þess vör nema í teljaranum. Þetta er með öðrum orðum spéhræðsla.

Munið msn fyrir neðan og ljósasíðurnar fyrir Himma og vinstúlkurnar mínar þrjár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil þig vel, stundum vill maður geta dregið sig aðeins í hlé og eiga næði með sjálfum sér. Hlakka til að lesa áfram færslur frá þér þegar þú kýst að snúa aftur! Hafðu það gott og farðu vel með þig.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2007 kl. 19:58

2 identicon

Hjördís G (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Benna

Heyrru nei nei ég á eftir að sakna þín svo elsku Ragga mín, les alltaf hjá þér á hverjum degi en gleymi stundum að kvitta sowwy...en ef þú ætlar í frí verð ég nú bara eiginlega að fá að bæta þér inn á msn....er nú ekki oft þar inni en stundum og myndi þyki vænt um að geta spjallað við þig.

Sendi þér bara mail sæta, vona að þu eigir góða helgi

Benna, 12.10.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Ragnheiður

Þið eruð yndisleg, ég er ekki ákveðin í að fara í frí en var svona að pæla í því...ég get náttlega líka lokað fyrir aðra en bloggvini....ég hugsa málið áfram

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 20:17

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla að vona að þú hættir ekki að blogga, eða farir í pásu.  Ég er svo viss um að margir sækja ákveðna huggun í að lesa bloggið þitt, og svo eru þeir sem kannski hafa þurft að umpóla hjá sér hugsanaháttinn, sérstaklega hvað varðar mál fanga á Íslandi.  Svo ertu líka skemmtileg og aldrei einhæf.  Hugsaðu þig um kona góð.

Love you

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 20:47

6 Smámynd: Valdimar Melrakki

Ég hef gaman að lesa pistla þína og ef þú telur of mikið að ókunnugum er að dandalast hérna er sniðugt að leifa bara bloggvinum að lesa.

Valdimar Melrakki, 12.10.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: Ragnheiður

Já æj ég varð eitthvað feimin í dag með þetta allt saman, ég sé til og ég mun aldrei loka meira en það. Ég tími því bara svo illa, ég hangi sífellt í þeirri von að einhver sem hér les nái að hugsa aðeins öðruvísi til fanga og ungs fólks á glapstigum.

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 21:29

8 identicon

kveðja,Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég mun sakna pistlanna þinna, vona að þú takir þér ekki allt of langa pásu ... ef þú tekur þá einhverja :)

Knús í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:26

10 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég kem á hverjum degi og les bloggið þitt og vill sko ekki vera án þess.Það hafa margir í kringum mig og þar af 3 mjög nákomnir mér dvalið í fangelsi og veit vel að þetta er gott fólk sem hefur farið útaf sporinu og hef alltaf hugsað vel til fanga.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:39

11 identicon

Lít inná síðuna þína oft á dag. Finnst þú munir vera yndisleg manneskja þekki þig ekki persónulega finnst þó að ég  þekki þú hefur stórt hjarta sem virðist rúma fyrir  nánast alla bara það held ég að lýsi þér heilmikið.

Dís (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:57

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,þá´sérðu kanski af hverju ég er alvarlega að spá í að loka á commentakerfið,mér finnst of mikið ráp á síðuna mína án þess að vita hverjir það eru.

Magnús Paul Korntop, 13.10.2007 kl. 00:32

13 Smámynd: Ragnheiður

Já en þú getur líka gert það sem ég var að spá í, haft hana bara opna fyrir bloggvini

Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband