Fréttir dagsins

eru smáskrýtnar í dag...

Al Gore fékk friðarverðlaun en Sri Chinmoy lést í gær. Íslenskir þingmenn voru að myndast við (ja 51 þeirra) að tilnefna Sri.

Það er líka einkennileg frétt á mbl.is. Hún er um fólk sem ákvað að eignast barnið sitt þó líkur væru á að það væri með Downs,sem það reyndist svo vera með. Gott og vel, fínt mál. En í frétt blaðsins er talað um að nær öllum slíkum fóstrum sé eytt. Mér finnst að hvert par verði að gera það upp við sig sjálft hvað það gerir í þessari sorglegu stöðu þegar upp kemur að konan gengur með fatlað barn. Ég get ekki né þú,lesandi góður, ákveðið hvað skal gera í slíkri stöðu. Það getur bara sá sem reynir það gert. Fréttin kemur aðeins út sem nokkur fordæming á eyðingum slíkra fóstra. Það finnst mér miður.

Nú þegar er búið að panta varahluti í græna sjúklinginn fyrir um 700.000 krónur. Eitthvað af þessu ekki til og er á leiðinni til landsins. Það verður gott mál þegar hann kemur af sjúkralistanum og enn betra þegar tryggingarfélögin verða búin að útkljá málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það er vonandi að tryggingarfélagið verði fljótt að útkljá þetta og vonandi að græni drekinn komi á göturnar sem fyrst,hafðu góða helgi elsku Ragnheiður

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.10.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir þurfa varla að hreyfa á sér rassinn, þessir uppskafningar sem stundum fá friðarverðlaunin.  Eins og Gore, mér finnst hann bara puntudúkka.  Hvað með fólkið í grasrótinni sem virkilega vinnur að friði?  Arg.

Já, það er fordæmandi hvernig þetta er sett upp.  Hugsaðu þér foreldra með fleiri börn að standa frammi fyrir þessu?  Að eigna svona fatlað barn.  Fyrirsjáanlegir erfiðleikar lífið út hjá barninu og hin börnin líða.  Hlýtur að vera skelfilegt að þurfa að taka þessa ákvörðun.

Gott að græni fer að jafna sig.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: kidda

Hlýtur að vera skelfileg líðan hjá fólki sem þarf að taka svona ákvörðun. Gæti ekki sagt í dag hvað ég myndi gera ef svona stað kæmi upp hjá mér. 

Gott að sá græni sé að fá nýja parta og vonandi komast tryggingafélögin að réttri niðurstöðu sem fyrst

kidda, 12.10.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allar fréttir í dag eru furðulegar svei mér þá. Eigðu góða helgi elsku Ragga.  Knús   Wink 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 13:25

5 Smámynd: Þröstur Reynisson

Ég er búinn að sitja kófsveittur við að panta varahluti í þann græna. Ég sem lagði mannorð mitt að veði við að fá nýjan stuðara á þennan bíl.

Þröstur Reynisson, 12.10.2007 kl. 14:25

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe kallanginn

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 14:35

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég veit með vissu hvað ég myndi gera ef svo vildi til að ég fengi að vita að ég gengi með barn sem myndi verða fatlað. En það er kannski vegna þess að ég á alvarlega veikt barn og veit hvað það kostar fyrir fjölskylduna og get rétt ímyndað mér álagið við annað.

Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 00:44

8 Smámynd: Ragnheiður

Já einmitt Fjóla mín, drengurinn þinn litli er aldeilis búinn að fá að hafa fyrir lífinu sínu.

Sumt getur maður ekki vitað alveg nema hafa reynsluna af því, hana hef ég td ekki.

Takk fyrir þitt innlegg duglega kona, það gleður mig að sjá þig hérna

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband