Ómarktækur lýður

er það sem mér dettur í hug þegar ég sit og hlusta á borgarstjórnarfarsann. Björn Ingi var spurður að því í gær eða fyrradag hvort viðræður væru þá hafnar við Samfó. Hann tvíneitaði. Djö gæti ég ekki verið í pólitík...tækist aldrei að sitja sæt og pen og ljúga bara blákalt. Mér kemur þessi borgarstjórn svo sem ekki beint við...bý ekki í Reykjavík. Mér er bara illa við svo tvískinnung og fals. Nú má vel vera að þetta REI og GGE hafi verið svona stórmál...það átti samt að leysa það eitthvað snyrtilegra tel ég.

"sjúklingurinn" minn hringdi áðan, fastur í milljón snúrum og drasli upp á spítala. Hann var samt eldhress, sagðist hafa farið í sneiðmyndatöku og læknarnir hefðu sagt að ekkert væri í kollinum. Hann sagðist hafa vitað það sjálfur en fannst helber óþarfi hjá læknunum að hafa orð á því. Hann er ágætur og oftast skemmtilegur, segir manni oft snilldarsögur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mér kemur borgarstjórn ekki við en ég gat ekki annað en hugsa áðan"ég skrapp í bæinn og þegar ég kem heim og fer að hlusta á fréttir er borgarstjórnin sprunginn Bæng!"allt að gerast á meðan ég skrapp í bæinn.

Gott að sjúkingurinn er að jafna sig

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.10.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ÉG GÆTI ÞAÐ EKKI HELDUR. stundum hugsar maður,
hvað er eiginlega að gerast, á ég heima á Mars eða hvað.
Það er sama hver á í hlut þeir eru allir marklausir.
okkur kemur það nefnilega við hvað borgarstjórn gerir
því það hefur áhrif á landsbygðina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: kidda

Mikið er ég sammála ykkur, þeir eru allir marklausir. Gæti aldrei hugsað mér að vera í pólitík. En mikið vildi ég að hægt væri að kjósa um manneskjuna frekar en einhvern flokk.

Gott að sjúklingnum líði vel, en hvað er að frétta af þessum sem er í aðgerðum núna? Þessi sem er fallega grænn

kidda, 11.10.2007 kl. 19:04

4 Smámynd: Ragnheiður

Sjúklingurinn græni bíður eftir varahlutum og verður á sjúkralista fram eftir vikunni.

Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 20:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi grey græni, fer hann ekki að jafna sig?

Já maður þarf að hafa nokkur fés til skiptanna í pólitík.  Veit ekki hvort ég myndi nenna. Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband