Tími til að hressa upp á

kunnáttuna í fyrstu hjálp en alltaf þarf eitthvað stórvægilegt að vera til þess að maður fer að hugsa um slíkt.

Einn vinnufélaginn fannst rænulaus hér fyrir utan húsið rétt fyrir hádegið. Aðkoman var ansi erfið, manninum afar þungt um og leið greinilega illa og alveg meðvitundarlaus. Ég skoðaði manninn í snarheitum og það var strax hringt eftir sjúkrabíl. Tungan var komin alveg aftur í kok en um leið og ég náði að snúa manninum aðeins þá varð öndunin ekki eins þung. Ég spjallaði svo við hann og strauk honum í framan meðan við biðum, rosalega finnst manni maður bíða lengi þegar svona aðstæður eru. Það leið smástund og þá fannst mér hann vera farinn að bregðast aðeins við mér. Í vandræðum mínum segi ég við hann,, '***** minn, þetta er Ragga litla !? Þá svarar hann mér hátt og snjall ; Já ? Hann kom svo smásaman meira til sjálfs sín en var auðvitað fluttur til skoðunar á sjúkrahús.

Hann var í hvarfi héðan frá gluggunum en maður sem átti erindi í húsið kom upphaflega að honum og lét okkur vita.

Rosalega verður maður hryllilega sleginn þegar svona gerist. Nú horfi ég bara á klukkuna og langar heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið rosaleg uppákoma Ragnheiður mín.  En gott að þú varst þarna og snögg til.  Það síðast sem hverfur er nefnilega heyrnin, svo það er mikilvægt að tala róandi til fólks sem á í erfiðleikum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 12:54

2 identicon

Ragga mín, það á ekki af þér að ganga

Inda (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! þetta getur ekki hafa verið spennandi að lenda í. En það er alveg rétt , maður ætti að vera duglegri að hressa upp á kunnáttuna í skyndihjálp.

Huld S. Ringsted, 11.10.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband