Undur og stórmerki
10.10.2007 | 12:50
Það hringdi í mig syfjað bjarndýr áðan, það hafði staðið í stórræðum. Hleypt inn vöskum manni frá símanum sem kom með nýjan afruglara, tengdi, græjaði og gerði og fór svo. Þetta virkar fínt sagði hinn syfjaði Björn og hefur líklegast skriðið upp í rúm aftur.
Ég sagði einmitt við Steinar í gær þegar við vorum skriðin uppí að ég vissi hvernig ætti að hafa dótaríið í lagi. Hann reis upp við dogg með miklum áhuga..,, nú hvessa á það glyrnurnar ! segi ég gáfuleg á svip. Áhuginn minnkaði til muna og breyttist í hnuss.
Athugasemdir
Vonandi að sjónvarpið sé þá komið í gott lag en fín þjónusta að fá manninn heim til að redda þessu og ég get alveg skilið bjarndýrið þitt í sambandi við rúmið og svefninn en ég elska að sofa
Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.10.2007 kl. 12:55
Trúði hann þér ekki ? Það svoleiðis svínvirkar að hvessa glyrnurnar á rafmagnstæki. Ohhh, karlmenn.
Anna Einarsdóttir, 10.10.2007 kl. 13:19
Já Anna og það meira að segja virkar á hann sjálfan...hvessa á hann aðeins og hann verður eins og ljós
Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 13:27
Gott að allt er komið í lag, elskan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:07
nú hvessa á það glyrnurnar !
Annars ég vona að sjónvarpið sé í lagi núna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.10.2007 kl. 14:10
Hahahaha, sú aðferð sem reynist mér best er að slá eða sparka smá í viðkomandi tæki. Klikkar sjaldnast, en það er spurning hvort þú viljir hafa afruglar sem virkar en er klofinn í herðar niður
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 15:37
Flott að þetta er komið í lag ...en hvað ég vorkenni Byrninum að vera vakin svona...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.10.2007 kl. 16:49
Gaman að þessu Ragnheiður mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.