Manni hefnist fyrir
9.10.2007 | 19:23
Það er mín trú, sumum hefnist að vísu ekki fyrir fyrr en í næsta lífi. Mér hefnist hinsvegar fyrir strax enda virðist ég hafa komið með mikinn farangur með mér í þetta líf.
Ég hló endalaust (í hljóði) að kallinum mínum í gær í sjónvarpsbrasinu hans. Nú sit ég hérna og með gráa klessu á skjánum og á henni stendur snjallkort vantar. Þetta kerfi hefur verið alveg ágætt en núna undanfarnar 2 vikur þá hefur verið bras á þessu. Svo hringir Steinar og talar við einhvern, viðkomandi segir að þetta og hitt sé að (allt auðvitað hjá okkur ) næst þegar hann hringir þá er eitthvað annað að. Eina afsökunin sem hefur ekki komið er að húsbóndinn hér sé með táfýlu og kerfið virki ekki þess vegna.
Æj Guð gemmér þolinmæði í tryggingarfélög og sjónvarpsfyrirtæki !
Athugasemdir
Hæ. Þú hefur aldeilis verið dugleg að blogga á meðan ég lagði mig í gremjukasti mínu. Segi nú bara eins og þú "Guð gef mér þolinmæði til að......
Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 19:30
Elskan mín ... slökktu á afruglaranum og kveiktu svo á honum aftur, það ætti að duga. Þetta gerist stundum hjá mér og virkar að gera þetta.
Knús til ykkar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 19:31
Hann restartar sér sjálfur eins og vitlaus...ég held að hann sé bilaður bara
Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 19:42
Æ, æ, æ!!! Þú ert með tengt í gegnum Símann, þetta sem tölvusnillingurinn nágranni minn sagði að væri best. Ég stórefast um að hann hafi rétt fyrir sér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 19:59
Gísli var að spá í að skipta yfir í síman væri kannski sniðugt að hann fengi reynslu Steinar fyrst....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.10.2007 kl. 20:11
Sko þetta hefur verið í fínu lagi fram að þessu. Ég held að afruglarinn sé bara bilaður...þurfum að fá nýjan
Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 20:16
Það er óþolandi þegar þessi tæki bila og svörin sem maður fær alltaf er að allt er bilað hjá manni sjálfum. Við erum með sjónvarp í gegnum símann og það er alltaf eitthvað vesen á því!
Huld S. Ringsted, 9.10.2007 kl. 20:34
Iss, vertu fegin, ekkert í sjónvarpinu, nú þegar búið er að kveikja á súlunni
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 20:35
Já ég gafst einmitt upp á stöðvar 2 dótinu, þetta er í lagi núna. Samt hef ég ekkert gert nema hvessa á það glyrnurnar !
Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.