Hugtakapæling

Við notum hin ýmsu hugtök til að skilgreina ýmsa hluti og þá til dæmis það sem gerir fólk frábrugðið öðrum.

Oft hættir fólki til að láta bara skilgreininguna á viðkomandi duga en hugsa jafnvel ekki málið til enda. Ég les stundum umræður á Barnalandi og margt þar getur verið fróðlegt þó Barnaland sé oftar umtalað sem skítkastsvefur.

Nú var ég að lesa þar áðan og þá er vitnað í pistil Bebbu á Víkurfréttum. Hún fjallar þar um fósturskimanir. Í framhaldi af þessu snýst umræðan yfir í hugtök um heilbrigði eða óheilbrigði. Telst t.d. sá sem er með Downs heilbrigður ? Er hann heilbrigður þar til hann fær flensu eða kvef ? Eigum við að skilgreina ákveðnar fatlanir sem óheilbrigði ?

Mín skoðun er sú að sá sem er fatlaður, er fatlaður. Það er ekki það sama og óheilbrigður. Hilmar minn var misþroska,með ofvirkni og athyglisbrest. Í mínum augum var hann ekki óheilbrigður en hann fylgdi ekki þeirri kúrfu sem til var ætlast.

Nú þætti mér sérlega gaman að fá að vita hvað þeim kjarnorkukonum Jónu og Höllu finnst um þetta. Hvernig sjá þær t.d. syni sína sem eru einhverfir ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki séð að einstaklingur sem ekki er haldinn einhvrerjum sjúkdómi getur talist óheilbrigður.  Down´s heilkenni er ábyggilega ekki skilgreindur sem sjúkdómur, né einhverfa svo ég tali nú ekki um líkamlega fatlað fólk. 

Fyrir mér er þetta nokkuð á tæru.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég hef nú unnið með fötluðum í einhver misseri og á nokkuð af vinum í þeirra hópi.... Mitt mat er það að þeir eru heilbrigðir en fá flensu svona eins og við hin.... oftar en ekki getum við sem teljumst             '' heilbrigð'' lært heilmikið af þeim sem fatlaðir eru og búa yfir mikilli jákvæðni og kærleika.. svo gleymist oft að þeir sem eiga við fötlun að etja búa yfir styrkleika sem kanski væri nær að horfa á frekar enn að einblína á fötlunina öllum stundum!!

Kristín Snorradóttir, 9.10.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hún Bebba skrifa oft mjög góða pisla í víkurfréttir, en ég er alveg sammála þér Ragga hann Himmi var ekki óheilbrigður þó hann hafi fengið þessa greiningu þessi börn né önnur börn eru ekki óheilbrigð þau eru einstök hver á sinn hátt....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.10.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég veit svo sem ekki hvað er málfarslega rétt í þessu máli, eða kannski frekar læknisfræðilega rétt orðað. Fyrir mér er andlega fatlaður einstaklingur ekki óheilbrigður. Fyrr en hann fær flensu eða einhvern líkamlegan sjúkdóm. Andlega heilbrigður einstaklingur sem er fatlaður líkamlega er ekki heldur óheilbrigður. Fyrr en hann verður óheilbrigður. Bæði andlegum og líkamlegum fötlunum getur fylgt líkamlegt óheilbrigði. T.d. að einhver líffæri í lömuðum einstaklingi starfi ekki eðlilega eða að einhverft barn fái flogaveiki. Þegar þannig er, er kannski hægt að fara að tala um óheilbrigði. En sitt sýnist væntanlega hverjum.

Er þetta ekki bara svona orðaleikur eins og við tölum alltaf um að kona sem gengur með barn sé ''ófrísk''. Hvaðan í fjandanum fengum við þetta orð?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 20:04

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sennilega þætti okkur eitthvað skrýtið en ófrísk á ensku væri unhealthy

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Jóna. Ég er sammála skilgreiningu Jennýar...fötlun er eitt en heilbrigði er annað í mínum augum. Ss ég lít ekki á son þinn sem óheilbrigðan, hann er einhverfur.

Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband