Aha

ég er enn með minn, ósnertan og óbilaðan. Mamma bannaði mér alltaf að gleypa tyggjó og mola í heilu, það færi sko beint í botnlangann og þá yrði læknirinn að koma með stóra hnífinn Crying 

Ég mátti ekki heldur rúlla mér niður brekkur, bein ávísun á garnaflækju. Mamma fékk svo garnaflækju þegar ég var krakki og spurningar mínar um brekkurúll voru ekki í þökk hennar...henni fannst ég vera dáldið vitlaus baraTounge

Munið þið meira svona sem mátti ekki...á heldur hæpnum grunni ?


mbl.is Botnlanginn hefur hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Minn var tekin þegar ég var 19 ára, þurfti að opna mig svo þeir notuðu bara skurðinn, sniðugt.  En svo spyr maður sig, vantar þá eki eitthvað í mig ?? fyrir utan þolinmæði, en kannski var öll þolinmæðin mín geym í botnlanganum.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eitt af því sem ekki mátti: Ekki borða vax (t.d. kertin á afmælistertum), nema þig langi til að verða dvergur!

Mín botnlangatota var tekinn þegar ég var fimmtug, beið eftir aðgerð (í skópíu, sem betur fer) í heilt sumar, eftir að hafa fengið lífhimnubólgu með tilheyrandi krassandi sýklalyfjagjöf, þar sem skurðlæknirinn sem "átti mig" var í sumarfríi. Með því ömurlegasta sem ég hef fengið að reyna

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.10.2007 kl. 19:34

3 identicon

Það er skaðlaust að gleypa tyggjó, samt sem áður virðast flestir trúa því að það valdi skaða. Áhrif kellingasaga eru of mikil :D

Geiri (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 16:47

4 identicon

Getur verið Greta Björg að það hafi ekki verið í lagi taka botnlangann vegna sýkingarinnar. Fyrst þurft að vinna á sýkingunni svo hún dreyfði sér ekki? Ég hef alla vega fregnir af að það sé stundum þannig.

Hanna (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:51

5 identicon

Í mínu ungdæmi voru það sveskju eða rúsínusteinar,þá mátti ekki gleypa,og ef þú átst deig,þá fengirðu stór brjóst.

Margrét Sig (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband