Komin á fætur
9.10.2007 | 11:55
en á reyndar eftir að fá mér kaffi. Ég er hress og hef það ágætt, hvuttar fengu báðir einhver hnerraköst áðan sem engin skýring fannst á. Ég var bara sátt með að þeir ældu ekki á gólfið.Oj!
Það hefur mikið verið skrifað um REI og GGE, en ég hef hvergi rekist á neinn sem fjallar um morð í vesturbænum. Nú var ég að spá í ; eru bloggarar orðnir svona kurteisir eða nær þetta ekki áhuga þeirra vegna þess að um tvo góðkunningja lögreglu er að ræða ?
Las í mogganum áðan um konu sem vill láta fjarlægja leg úr fatlaðri dóttur sinni til að losa hana við túrverki. Í þeirri grein er vitnað í annað mál sem skók heimsbyggðina, þá lét kona fjarlægja leg og brjóst fatlaðrar dóttur sinnar. Ég fór í brjóstaaðgerð fyrir nokkrum árum og það var ekki einfalt mál. Skurðirnir lengi aumir og örin seinna. Ég er ekki meðmælt óþörfum læknisaðgerðum eins og til dæmis þegar fólk festist í lýtaaðgerðum. Oft er undirrótin eitthvað sem hægt er að laga með öflugri sjálfsstyrkingu.
Nú fer ég að fá mér kaffi.
Athugasemdir
Góðan daginn, þú bara spyrð og spyrð. Híhí.
Kannski er fólk hrætt um að Lúkasinn verði tekið á morðið á vesalings manninum. Btw þá finnst mér ömurlegar þessar athugasemdir í fréttum um að þessi eða hinn "séu góðkunningjar lögreglunnar" eins og glæpurinn sé skiljanlegri og "rýrari" fyrir vikið.
Smjúts á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 12:41
Varla þörf á að fjarlægja brjóstin þó legið sé tekið. Sé ekki að það þjóni nokkrum tilgangi, ef þau eru ekki í yfirstærð og henni til trafala, eins og stundum er. Mér finnst allt í lagi að legið væri tekið úr stúlku ef ljóst væri að hún gæti hvort sem væri ekki gengið með börn, ef það gerði henni lífið léttara. Þá væri væntanlega aðeins legið tekið, en ekki eggjastokkarnir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.10.2007 kl. 12:43
Nei það nennir enginn að tala um morðið þegar peningar og svindl og svínarí er annars vegar. Kannski líka af því að það er búið að upplýsa að þetta voru óreglumenn.Fólk hefur minni samúð með þannig málum. Harður sannleikur. Ég hugsaði um þetta þannig: Hvað var það sem olli dauða mannsins. Hvað liggur að baki hans lífi í óreglu. Hvað var til þess að hann var þarna á þessum tíma við þessar aðstæður.
Af hverju lét seinni konan taka af henni brjóstin? Ég skil betur þetta með legið. Kannski er verslings stúlkan mjög þjáð af túrverkjum. En það ætti nú að benda henni á að ef hún fær stafinn sem er getnaðarvörn sem sett er undir húðina. Þá fer hún ekki á túr.
Ég fæ mér líka kaffi.
Halla Rut , 9.10.2007 kl. 12:44
Mæli sko ekki með óþarfa skurðaðgerðum, nóg að fara í þær sem eru nauðsynlegar.Eigðu góðan dag. Aldrei get ég bloggað kaffilaus. Morguninn er ekki byrjaður án kaffis.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:51
Ég ætla að reyna að finna nánari upplýsingar Halla um þessa konu og dóttur hennar. Þetta vekur nokkra furðu hjá mér.
Sammála þér með óreglumennina, þetta lítur út fyrir mér eins og þeir eigi bara allt vont skilið og skipti ekki máli. Afskrifaðir !
Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.