Afturlappalísa

Ég er að glotta, glotta að karlinum mínum. Það eru tvö raftæki sem hann elskar á heimilinu. Annað er eldavélin sem konan hans stjórnar en hitt er sjónvarpið.

Undanfarið hefur sjónvarpið verið með vesen, við erum með kerfið frá Símanum. Það eru miklir hnökrar á þessu, frýs myndin og svona allskonar vesen á þessu. Karlinn minn, þessi rólyndismaður, er orðinn nokkuð brúnaþungur í símanum. Hann er búinn að skammast yfir þessu nú í fimmtán mínútur og á meðan kólnar maturinn hans

013

012

Hjalli kom með kisuna sína rétt í þessu. Keli féll alveg fyrir henni og situr nú hér og mænir ástaraugum á kisu. Kisur eru svo flottar segir hann. Kettlingurinn tekur þessu með mestu ró og leyfir Kela að þvo sér.

Nóg í bili...

Muna ljósasíðurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Þessar myndir eru hreint út sagt æðislegar

kidda, 8.10.2007 kl. 20:12

2 identicon

Sætar myndir

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Voffi( Keli )og kisa eru ekkert smá sæt saman,algjörar dúllur

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.10.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj keli er svo góður og litli ketlingurinn líka fáum við ekki að vita hvað hann heitir ? var kanell ekki tíndur ? eða er hann komin aftur í leitirnar ?

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.10.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Keli og kisa eru bara sjarmatröll!! Þó er Keli greinilega algjör knúsímoli. Flottar myndir og vonandi komast sjónvarpsmálin í lag og að karlinn geti farið að borða. Knús til þín

Bjarndís Helena Mitchell, 8.10.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Ragnheiður

Kanill er enn týndur en þessi dama heitir Lukka. Keli elskar kisur, hann er svo mikið gæðablóð við öll dýr og börn líka.

Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 20:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að kafna úr krúttkasti yfir ungviðum og öðrum viðum.  Hehe, þú verður að draga manninn úr símanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 20:58

8 identicon

Ó mæ god ... mér langar í svona sæta kisu og sætan voffa

knús til þín :o) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:04

9 Smámynd: Benna

Æ snúllan, ekkert smá sæt kisulóra

Benna, 8.10.2007 kl. 22:57

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er með Breiðbandið og það er í lagi, ef það frýs sem er ekki oft þarf ég bara að fara af stöðinni og setja aftur á hana. Fallegar myndir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.10.2007 kl. 23:30

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Var að lesa hina færsluna og vil votta þér samúð mína. Þessi vondi tími hlýtur að fara að taka enda. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.10.2007 kl. 23:32

12 Smámynd: Ragnheiður

Keli : það er alveg rétt hjá þér. Það er búið að prófa þennan hund í öllum aðstæðum og það dettur ekki af honum né drýpur -það eru einungis einar aðstæður sem hann bregst reiður við. Það er ef einhver ryðst inn með læti

Takk Jórunn mín, þetta er vonandi síðasta á þessu ári

Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 23:36

13 Smámynd: Ásta María H Jensen

Keli er flottu, hvaða blanda er hann?

Ásta María H Jensen, 9.10.2007 kl. 10:12

14 Smámynd: Ragnheiður

Keli er 1/2 Boxer, hrært saman við Irish Setter og Labrador. Hann er afar skemmtilegur hundur

Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 11:26

15 Smámynd: Ragnheiður

hehe já..Kelar eiga að vera blandaðir -bestir svoleiðis

Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband