Á hverju á ég að byrja ?

001hmmm veit það ekki og geri þá eins og svo oft þegar ég veit það ekki. Byrja bara að pikka inn og sé hvað gerist. Jenný Anna (www.jenfo.blog.is ) fjallar um REI og GGE og BÁ...það er nóg. Ég hef ekkert sett mig inn í þetta eins og svo margt annað sem gerst hefur í þjóðfélaginu síðan í ágúst. Ég skil alveg núna hvað átt er við með fólki sem er fast með hausinn í rassg***** á sér. Mér hefur liðið þannig. Það er að lagast.

Björn var að gera grín að mér í gær. Við vorum að labba um í kirkjugarðinum og vorum komin nokkra metra inn í garðinn. Þá sný ég mér við og spyr Björn hvort þessi bíll ,sem ég sé , sé ekki bíll pabba hans. Jú það passaði og við spjölluðum aðeins við þau. Eftir á sagði Björn ; mamma þú ert nú alveg milljón ?! ,,Ha afhverju ?" Nú þú snýrð þér við uppúr þurru og segir um leið að þetta sé pabbi, hvernig vissirðu að hann var þarna ? Ég gat nú svosem tekið undir að þetta leit asnalega út en ég er bara svo vön því að hnippt sé í mig við ýmsar aðstæður. Það hefur alltaf verið þannig, löngu áður en Himmi dó. Svo segir Björn, þetta er eins og þegar þú hringir bara í mig og ég búinn að fá mér bjór !! Þú veist alltaf allt !!

Mig hefur ekki dreymt Hilmar, ekki neitt bara. Hann hefur heldur ekki þvælst á beinu rásinni minni. Hann kemur kannski seinna, anginn minn. Steinar ætlaði að redda lyklum að bílnum hans í dag. Ég held að það sé einfalt mál.

Annars er ég góð og ætla að sýna ykkur myndir...fyrst af honum Hector litla sem Solla og Jón Berg eiga...

006004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fór ég að heimsækja sjúklinginn og hann leit svona út núna

009010

Svo er næst að sýna ykkur dýralífið á heimilinu...

011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesúsinn minn hvað þetta eru miklar dúllur (þú og Björn meðtalin og líka bílkrúttið).  Voðalegt er að sjá hvað hann er lasinn greyið.  Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flottar myndir en sú efsta fékk mig til að líta tvisvar !   Er hvutti með risastóran eyrnalokk ? 

Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 15:59

3 Smámynd: kidda

Æðislegar dúllur, gott að sjúklingurinn er byrjaður í aðgerðinni sem gerir hann vonandi  betri en hann var

Knús og klús inn í daginn

kidda, 8.10.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Signý

greyið bíllinn...  


Signý, 8.10.2007 kl. 16:09

5 identicon

Fallegir hundar. Dáist að fólki sem að er með hunda. Er smá smeyk við þá þannig að það er ekki hundur heima hjá mér. En fullt af öðrum dýrum eru þar

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:11

6 Smámynd: Ragnheiður

Anna ; nei ekki eyrnalokkur, bara hundadallur og kássa af hundahárum húsmóðurinni til skammar. Dagurinn í dag átti að fara í ryksugun en eitthvað sambandsleysi við stjórnstöð

Takk Ólafía og Signý.

Bryndís R ; ég er sjálf hálfhrædd við annarra manna hunda, rosalega illa við lausa stóra hunda. Þekki bara vel mína eigin gorma...

Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 16:14

7 identicon

Sætir snatar. Við erum svolítinn tíma að komast í gang eftir svona mikinn missi,en það kemur í rólegheitunum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:37

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hundahár gera heimilið hlýlegra.... segir hundgamall málsháttur. 

Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 16:38

9 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Vildi bara kvitta fyrir mig, er alltof löt við það, les síðuna þína reglulega og finnst þú hugrökk, sterk og yndisleg kona. Elska athugasemdirnar þínar á síðunni minni og vona svo innilega að þú eigir góða daga framundan. Sé líka að það er líf og fjör á heimilinu með öll dýrin, þau eru alltaf einlægust. Yngri sonur minn sagði einu sinni við mig.....af hverju veist þú alltaf allt....og ég svaraði því til að mömmur hafa sjötta skilingarvitið þegar kemur að börnunum þeirra 

Gíslína Erlendsdóttir, 8.10.2007 kl. 16:56

10 Smámynd: Ragnheiður

Gillí mín : þetta er rétt með 6 skilningarvitið. Það er samt aðeins ofvirkt í mér en ekki svo að það trufli mig, truflar stundum krakkana...hehe.

Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 17:04

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er hann Hektor sææættuuur, algjör dúlla. Grænu garpurinn þinn er soldið böglaður á nefinu æ æ. það er víst nóg að gera á hundaheimilinu og það er gott. Hilmar er örugglega nærri þér þó hann komi ekki til þin í draumi. Já, þú ert svona næm, það eru margir næmir en tala ekki um það, en umræðan er að opnast sem betur fer um þessa brú á milli heimanna. Hún er ekki svo löng og ég trúi því að sálirnar séu hjá okkur þegar þeim hentar og þær telja þörf fyrir. Guð blessi þigFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2007 kl. 17:45

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gísli sá líka bílinn ykkar og hafði orð á því hvort þetta væri ekki ykkar bíll og ég fljót að afgreiða það NEI var hann ekki bilaður en auðvita er hægt að laga bílinn ehhe 

Flottar myndir og Bjössi flottur með alla hundana....þessi mynd gæti heitað Björn komin í hundana...hehe en mig langar líka að segja hér að hundarnir þínir er sérstakir miklil læti þegar bankað er en þegar maður fer að umgangast þá eru þeir svo góðir og auðvita er lappi lang skemmtilegastur kveðja á ykkur öll 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.10.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband